Íslendingaþættir Tímans - 25.06.1971, Blaðsíða 21

Íslendingaþættir Tímans - 25.06.1971, Blaðsíða 21
í fjöldamörg ár, höfum við yngri kynslóðin litið upp til Hall- dórs, sem nokkurs konar ættar- goða. Aldurinn var orðinn svo hár, en maðurinn eftir sem áður svo andlega hress, skrifaði blaðagrein- ar og merkilegar ritgerðir, fékk sér bridgeslag þegar því var að skipta, og fór í langferðir m.a. aft- ur og aftur til Fljótsdalshéraðs og til útlanda. Þetta var óvenjulegur maður að hreysti, líkamlega sem andlega. Mikið er það að vöxtum sem út hefur komið á prenti eftir Halldór, og allt er það mikils virði jafnt fyrir nútíð sem framtíð. Ég vil nefna dæmi, sem benda til þess að Halldór hefur þegar á yngri árum þótt óvenjulega ritfær maður. 1. Þegar ég var í Samvinnuskól anum upp úr 1920 fór skólastjór- inn að tala um grein sem Tímariti Samvinnufélaganna hefði verið send, eftir bónda au$tan úr Fljóts- dal Halldóri Stefánssyni, og váeii það einhver snjallasta grein sem tímaritinu hefði borizt., Ilún væri svo vel samin, og efnislega eirikar vel rökstudd. 2. Gagnkunnur maður Kf. Hér- aðsbúa um fjölda ára, Iét þess get- ið við mig, að tillögur þær sem Ilalldór samdi og lagði fyrir aðal- fundi félagsins, hafi borið af öðr- um tillögum hvað orðalag snerti og skýrleika í framsetningu. Ég kynntist fyrst að ráði Hall- dóri frænda mínum, fyrir tæplega 20 árum er fjölskylda mín flutti til Reykjavíkur. Ég varð þess fljót lega var, að afkomendur prests- hjónanna að Hjaltastað litu til Hall dórs, sem 1. manns í ættingja- hópnum. Og það var ekki fyrst og fremst sökum þess að hann hafði notið meiri mannvirðinga en aðrir ættingjar, heldur sökum persónu- legra yfiburða og alhliða þekk- ingar á mönnum og málefnum sem allir viðurkenndu. Halldór gat verið fastur fyrir, ef því var að skipta, og átti til að bregðast hart við, fyndist honum hallað á ísl. bændur í orðræðum, á einn eða annan hátt. Ótvíræð var trysgð og velvilji Halldórs til fólks ins á Austurlandi enda hafði hann átt þar sin æskuár, og starfsár, þar til hann flutti með fjölskyldu Sína til Reykjavíkur, þá 51 árs, til að taka þar við þýðingarmiklum störfum fyrir alþjóð. Munu þeir vera ófáir, sem notið hafa hjálpar Halldórs við ýmiskon ar fyrirgreiðslu hér í Reykjavík, og notið sannrar ísl. gestrisni á einkar þjóðlegu og sanníslenzku heimili hans. Halldór fór ekkj varhluta af sorgum þessa heims. Hann mátti sjá eftir mörgum af sínum nán- ustu ástvinum yfir landamæri lífs og dauða. Hann hefur því átt marg ar raunastundir á sínum langa lífs ferli. En Halldór átti sterka skap- gerð, og ég veit, að hann hefur með æðruleysi tekið þessum sáru örlögum. Halldór var tvíkvæntur. Fyrri konu sína, Björgu Halldórsdóttur frá Skriðuklaustri missti hann ár- ið 1921 eftir nær 20 ára sambúð, og tregaði hann liana mjög Aftur kvæntist Halldór árið 1928, Halldóru Sigfúsdóttur frá Hofströnd, Borgarfirði eystra og lifir hún mann sinn. Það er álit allra sem til þekkja, að þar hafi Halldór stigið mikið gæfuspor, þegar hann kvæntist Halldóru. Þessi stillta, greinda og elskulega kona, hefur verið manni sínum tryggur lífsförunautur í full 42 ár, og þeir sem þekkja Hall- dóru, vita hve ómetanlegur styrk- ur það hefur verið Halldóri að hafa hana sér við hlið í blíðu og stríðu og ekki sízt þegar sorgina bar að dyrum og elli kerling var farin að gera vart við sig. Það er ef til vill of gamaldags að orði komizt þegar ég vil láta í Ijós þá skoðun mína að Halldóra hafi verið hinn góði engill í lífi Halldórs frænda míns og fyrir það mega allir ættingjar Halldórs vera henni innilega þakklátir. Það var friður og ró yfir„síðustu ævistundum Halldórs og viðskiln- aður þjáningalaus. Það er mikil gæfa að geta kvatt lífið á þann hátt og haft sér við hlið síðustu stundirnar þann, sem mesta ást og umönnun hefur sýnt manni. íslenzka þjóðin stendur í þakk- arskuld við Halldór Stefánsson fyrir störf hans í alþjóðarþágu og fyrir þann þjóðlega fróðleik sem hann hefur bjargað frá gleymsku og tortímingu með skrifum sín- um. Nánustu ástvinir hans mega vera þakklátir örlögunum fyrir að veita þeim tækifæri til að geta notið samfylgdar hans svo lengi sem raun ber vitni og við fjöl- mennur ættingjahópurinn höfum ásíæðu til að minnast hans með stolti og þakklátum huga. Brynjólfur Þorvarðsson. t Halldór Stefánsson fæddist að Desjamýri í Borgarfirði eystra 26. maí 1877 og var því tæpra 95 ára þegar hanr lézt Halldór gegndi margháttuðum opinberum trúnaðarstörfum og má þar ma.a. nefna að hann var stjórn arformaður í Pöntunarfélagi Fljóts dalshéraðs og í Kaupfélagi Héraðs búa 1910—1921 er hann fluttist af félagssvæðinu oddviti bæði í Fljótsdal og Vopnafirði og í stjórn Búnaðarsambands Austurlands. A1 þingismaður Norðmýlinga var hann 1924—1934. Hann var for- maður milliþinganefr.dar í skatta- málum 1928 í Landsbankanefnd 1928—1935 bankaráðsmaður í ís- landsbanka og endurskoðandi í Út vegsbanka fslands um skeið. Halldór var skipaður forstjóri Brunabótafélags íslands 1. októ- ber 1928 og gegndi hann því starfi til 31. maí 1945. Á árunum 1928 til 1936 gegndi hann einnig for- stjórastörfum fyrir Trygginga- stofnun rikisins. Eins og af þessari upptalningu má sjá kom Halldór víða við og gegndi hinurn margbreytilevustu störfum og naut ávallt fvltsta trausts sakir mikilla hæfileika Ég réðst til Brunabótafélagsins sem nýliði 1944 aðeins rúmu ári áður en Halldór lét af störfum og átti ég því stutta samleið með hon um í starfi en ég á um það góð- ar minningar. Síðar kynntist ég Halldóri betur bæði vegna þess að hann heimsótti okkur oft og fylgdist af áhuga með vexti og við gangi félagsins og eins fór ekki hjá því að maður rækist alltaf öðru hvoru á gögn eða rit sem hann hafði skrifað eða farið hönd- um um og báru merki vandvirkni hans. Ekki hvað sízt var áberandi hve vandað mál var á öllu jafnt bréfum sem meiri háttar ritum eða reglugerðum. En Halldór var öðrum þræði fræðimaður og mun hann hafa notað vel þau mörgu ár sem hann lifði eftir að hann lét af opinberum störfum til iðk- unar áhugamála sinna á þvi sviði. Ég vil þakka hinum látna heið- ursmanni störf hans i þágu P una- bótafélagsins og tryggingamáf i yf- irleitt um leið og ég votta e-gin- konu börnum og öðrum að-stand- endum samúð. Ásgeir Ólafsson. 21 fSLENDINGAÞÆTTIR

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.