Íslendingaþættir Tímans - 25.06.1971, Page 26

Íslendingaþættir Tímans - 25.06.1971, Page 26
voru atorkusamir, — átti eflaust ekki birgðir matvæla alltaf, en gestrisni og góðgerðasemi því meiri. Hefði án efa gefið gesti og gangandi síðasta bita og sopa, með þeirri trú og vissu, að koma dagar koma ráð. Skógar voru afskekktir nokkuð, og margir áttu leið um varpa í leit að búpeningi, því beitiland er þar mjög gott, en vandleitað, því þar er birkikjarr allhátt um laut- ir og hálsa. Margir nutu leiðbein- inga Guðmundar bónda við leitina. Ég ætlaði annars að reyna að skrifa afmælisgrein um góðan vin minn, Gísla Wíum, sem er kjarna- kvistur af sterkum stofni, þótt ekki væri auði fyrir að fara í föð- urhúsi. Það er trúlegt, að ég ræni hann nokkrum oddvitum, hrepp- stjórum, prestum og sýslumönn- um úr ættinni, en hann verður að fyrirgefa það. Skoðun mín og reynsla er. að hver einstaklingur sé loks og verði beztur af sjálfum sér. Gísli Wíum hefur staðið lengst um styrkum fótum í samvist eig- inkonunnar Guðfinnu Steindórs- dóttur, (Nönnu), sem hann vildi ólmur eiga, ungur maðurinn. Lái honum hver sem vill. Konan er glæsileg og fríð og dugleg húsmóð ir. góð móðir dætrum tveim, Elísu Biörgu og Dóru Sif, og synin- um Kristnj G. Wíum. Barnabörnin þekki ég ekki, en litla stúlku hef ég séð á heimili Gísla og Nönnu og var hún rnikið dáð af ömmu og afa. Veit þó, að barnabörn eru fleiri. Fljótt varð Gísli Wíum þroska- mikill og auðséð að hann yrði meir en meðalmaður til lífsbaráttunnar. Undi snemma illa fátækt og öllu sem henni fylgdi, og ákvað vissu- lega að ganga henni ekki á hönd né sverja hollustueið þeirri leiðu kerlingu, sem svo víða þrengdi sér inn á fólk, einkum fyrr á tíma, en hefur verið útrýmt verulega í seinni tíð eins og fleira, sem kveða varð niður ætti íslenzka þjóðin að lifa og eflast. Fátækt var leið fylgikona og fáum að skapi. Níu ára var Gísli, er hann missti föður sinn, en dvaldist með móður sinni og eldri bræðrum líklega í sex ár. Fór fimmtán ára að Borgareyrj í Mjóafirði og var þar minnir mig í tvö ár á miklu ágætis og mynd- arheimilj með góðu fólki og mun eftir atvikum hafa unað vel hag sínum og borið söknuð sinn í hljóði, ungur og fráskilinn móður og bræðrum. Þar eignaðist hann vini, sem voru það meðan lifðu, en voru drengnum svo miklu eldri og nú allir löngu liðnir, en góðar minningar lifa og vara lengi. Gisli Wíum var snemma enginn veifiskati og ákvað með sjálfum sér, án efa, að sitja ekki auðum höndum, sem og lítið tíðkaðist. Börn og unglingar fengu holla þjálfun við dagleg störf á heimil- um við fjörðinn, þar sem sjór var stundaður af kappi. Jafnframt og samhliða var jörð ræktuð. Stór, grasgefinn tún slegin sumar hvert, og uppskera jarðepla og gulrófna ríkuleg. Túnin voru ræktuð í all- miklu brattlendi upp úr kjarri vöxnum ásum og lautardrögum, einnig melum, þar sem grasstrá sást ekki áður. Stórgrýti var rutt burtu og hlaðnir úr varnagarðar umhverfis tún, sprengt með púðri og einnig grafið í jörð, því víða á milli var jarðdjúpt. Allt var þetta mikið afrek og allir lögðu hönd á. í dag er ekki auðvelt að gera sér ljóst, hvað fádæma iðju- semi, þolinmæði og ástundun þurfti hér til. Líkamsorkan ein varð að nægja, því áhöld voru ekki fjölbreytt. En líklega stælti þetta jafnframt líkamsþrekið. Við þetta ólst Gísli Wíum upp. Einnig horfði hann á uppvaxtarár- um, á hvalveiði og flutningaskip bruna um fjörðinn frá tveim hval- veiðstöðvum, sem staðsettar voru við fjörðinn. Flutningaskipin hlað- in vörum frá útlöndum til stöðv- anna, en afurðum á útleið. Hval- veiðiskipin sóttu á haf út til veiða og ekki var óalgengt í upphafi veiðiáranna að einn og sami hval- veiðibátur væri með stórhveli sitt á hvorri síðu og tvö í drætti, alls fjögur. Ótrúlegar sögur mætti segja af starfsemi hvalveiðimannanna í Mjóafirði eystra frá um 1901— 1913. en sannar engu að síður. ,,Barðinn“, allstórt gufuskip, eft- ir því sem skip þá voru yfirleitt, var eign Hans Ellefsen og hafður til flutninga og ferðalaga, og einn- ig látinn fylgja hvalveiðibátunum á haf út og taka við veiðinni af þeim. er skutu ákaft, þegar hval-' urinn var mestur, sem var fyrstu árin. Það var morgun einn, að ég, sem skrifa þetta, var við túnaslátt klukkan sjö. Sá ég þá skip í fjarð- armynninu og gaf ég þessu auga er ég brýndi Ijáinn. Sýndist mér skipið ekki nálgast eðlilega, heldur vera þarna kyrrt. Samt þokaðist það nær og þekkti ég að þetta var „Barðinn". Klukkan fimm eftir há degi, var hann kominn að Asknesi hvalveiðistöð Ellefsen. Hafði hann tvo hvali á hvorri síðu og 20 í drætti. Sólin gekk sína leið yfir eyktarmörk á fjöllunum og „Barð- inn“ seig inn fjörðinn henni sam- hliða. Fáir eru til að sanna sögu rnína, einnig til að afsanna. Um 14—16 gufuskip runnu ár eftir ár um Mjóafjörð eystra á tímabili. Starfsemin, skefjalausar hvalveið- ar, harðýðgislegar, kappsfullar án fyrirhyggju. Veiðin þvarr með hverju ári og var lengra sótt. og 1911 og 1912 var sáralítið um þessa undrastóru fiska með heitu blóði. Horft var á þetta gerast án þess að gera sér ljóst að lwerju dró. Gísli Wíum, unglingur sá at- hafnasemina. Varð hugfanginn af öllum stóru skipunum, sem hann leit úr fjörunni þar sem hann stóð og starði undrandi á. Dró þetta hann ekki til suður- odda Afríku, fullan af útþrá í leit að fullnægingu vona og óska? Frá efnaskorti, til meiri .möguleika, sem honum var mjög hugleikið. Gísli Wíum vildi duga sjálfum sér, en gleymdi aldrei öðrum, einkum var honum sérlega annt um sína nánustu, einnig hjálpsamur vin- um sínum og einstakur drengskap armaður ævinlega. Það er langt frá Mjóafirði til Höfðaborgar og lengra til Durban, borga á suðurodda Afríku eða hátt á áttunda þúsund sjómílur. Þetta fór hann 1924 án málakunnáttu og nokkurrar skólagöngu, nema þá lítillega í barnaskóla. Það þarf manndóm til að komast klakklaust og óskemmdur úr svona reisu, því margar munu freistingarnar. „Römm er sú taug, sem rekka dregur, föðurtúna til“. Þessi taug verkaði um þúsundir mílna veg og dró Gísla til íslands‘eftir fjögurra ára fjarveru innan um eflaust margan misjafnar sauð. Hann kom ekkí einungis óskemmdur í hug og sinni, heldur víðsýnni og þrosk aðri úr skóla lífsins og reynslunn- ar og vissulega mun hann hafa gætt fengins fjár. Hann þurfti líka að huga að lágu leiði foreldra sinna á Mjóa- firði. Bjó um það með prýði og sóma. Hús byggði hann sér á Norð firði og gerði út um skeið. Fór svo 26 fSLENDINGAÞÆTTIR

x

Íslendingaþættir Tímans

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.