Íslendingaþættir Tímans - 25.06.1971, Blaðsíða 22

Íslendingaþættir Tímans - 25.06.1971, Blaðsíða 22
JÓN PÁLSSON FYRRUM BÓNDI, BJARNASTÖÐUM f. 11. 6.1883, d. 15. 3.1971. Minn gamli vinur og frændi, Jón Pálsson frá Bjarnastöðum, lézt á Sjúkrahúsinu á Akranesi að morgni hins 15. marz, s. 1. en þangað var hann fluttur mikið veikur tæpum tveim sólarhring- um áður, — og reyndist það ekki í mannlesu valdi að bjarga lífi hans. Enda maður kominn á háan aldur, hefði orðið 88 ára ellefta júní næst komandi. Svo ern var Jón lengstum, að maður sasðí oft við hann: Þú verð ur áreiðanlesa hundrað ára, (en móðir hans. sú mæta kona Þor- björg á Biarnastöðumð varð hundr að og tveegia ára og nokkrum mánuðum hetur). Jón tók slíku hiali jafnan létt og varð ekki á honum fundið hvort honum lík- uðu betur eða verr þvílíkar spár. Enda maður dulur að upplagi og fámáll um eigin hagi. Fór það saman að hann var óhlutdeilinn um þeirra ráð sem hann taldi sér óviðkomandi. og óskaði síður en svo eftir afskiptum annarra af sér og sínu. En um hjálpsemi hans, trygrfð og vinfestu gæti ég sjálfsagt manna bezt borið. Það var arfur frá foreldrum sem ekki rýrnaði í hans höndum. Jón var maður þeirra kynslóða, sem nú saxast óðum á að siðustu, þeirra sem biuggu við svipaða búnaðarhættj allt frá upphafi landsbyggðar. Hann var þvf einn þeirra sen. lifði breytinguna miklu frá handverkfæri til vélar, frá útongjum tii ræktarlands, frá heimaunnu til aðkeyptrar vöru, frá lýsicV'i’,,nni til hinna björtu Ijósa. Okknr f<Sr svo, mörgnm úr þeim hóni að orfið og skóflan urðu okkur f höndum heldur en dráttarvAi;„ mí>ð öllum sfnum nýtízkulpm, '-"Miim. Snertinvin við landið *r>'UHfna, grasið, var okkur eðii'ofT og sjálfsögð, við ólumst ekki upp við múgavélar, berjatínur eða aðra tækni stór- virkrar hrifsunar, sem nú er nauð synleg, og samræmdust henni því kannski aldrei til fullnustu. — Æ, hvernig á ungt fólk að skilja þetta? — Það þyrfti að lesa það sem meistari Þórbergur hefur skrifað um samlíf mannsbarnsins og náttúrunnar, og sem enginn hefur lýst af slíkri nærfærni sem hann, eða mun nokkru sinni gera. Auðvitað vorum við sneyddir mörgum þeim tækifærum og möguleikum sem nú standa flest um til boða, því að þá varð lítið um skólagöngur. En þá vaknar spum ingin um lífslán og hamingju. Veit ég vel að hugtakið er afstætt og sýnist sitt hverjum. En mundi hún ekki mörgúm manninum hvað helzt það. að fá að lifa í friði og í samræmi vjð umhverfj sitt. Ég veit að það var hamingja Jóns, — og mín og margra fleiri. Jón kvæntist þeirri konu, Jó- fríði Guðmundsdóttur, sem var honum frábærlega samhent alla tfð og kona mikilla mannkosta. Þau eignuðust fjögur elskuleg böm, sem öll eru þeim kæmst sem þekkja þau bezt, en slíkt er einhver mesta farsæld hverjum foreldrum. Og þó þau hjón yrðu fyrir þeim harmi að missa elzta bam sitt, dótturina Þorbiörgu, í blóma lffs hennar, þá máttl þeim verða það sífelld harmbðt, hve hún var dáð af öllum sem kynnt- ust henni. — En það er von mfn og trú að góðir stofnar verði lang Iffir f landinu. Gamli vinur og frændi. Þegar mér nú verður hugsað til baka, við hann atburð að þú ert allur, án þess fyrirvara sem dauðinn giaman hefur þegar um er að «*»ða gamlan mann bá finn ég að mér hefur faríð cem mörgum öðrnm. tfminn Hðið fvrr en mfg varði. Það er orðíð langt síðan þú lánaðir mér slægjur, — langt síð an ég smfðaði undir klárana þfna eða skefti fyrir þig skóflu, langt síðan við gengum í verk hver með öðrum, þegar okkur kom það báð um vel, tveimur einyrkjum í ná- býli. En ég hlýt að minnast þess með gleði að svona voru sambúð arhættir foreldra okkar. Og hitt er mér ekki minna gleðiefni, að þó þú sért safnaður til feðranna og ég löngu hættur að sjá um bú, þá eru sambúðarvenjur okkar gamla nágrennis enn hinar sömu í þriðia lið. Er fátt traustara en hin hávaðalausa vinsemd, sem er svo sjálfsögð að hún vekur á sér enga athygli. Slíka vinsemd og slíkt nágrenni þökkum við þér af alhug. Guðm. Böðvarsson. I Laugardaginn 20. marz si. var i gerð frá Gilsbakkakirkju Hvitár- síðu útför Jóns Pálssonar fyrrum bónda að Bjarnastöðum. Mikið fjölmenni var við útförina svo sem vænta mátti við útför þessa hug- Ijúfa og vinsæla manns. Jón Pálsson fæddist að Bjama- stöðum 11. júní 1883. Foreidrar hans voru Páll Helgason bóndi þar og kona hans Þorbjörg Pálsdóttir. Voru þau að sögn þeirra, er þau þekktu, atorku- og manndómsfólk. Jón ólst upp hjá foreldrum sfn- um við landbúnaðarstörf þar og vfðar í sveit sinni, meðal annars hjá séra Magnúsi Andréssyni á Gilsbakka. Þar kynntist hann eft* irlifandi konu sinni, Jófrfði Guð- mundsdóttur. hinni mestu ágætis- konu. Þann 22. nóvember 1923 gengu þau f hiónaband og hófu þá búskap að Þorvaldsstöðum I Hvít- ársfðu. 1930 fluttust þau á föður- leifð Jóns að Bjarnastöðum og 22 ÍSLENDINGAÞÆTTIR

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.