Íslendingaþættir Tímans - 25.06.1971, Blaðsíða 19

Íslendingaþættir Tímans - 25.06.1971, Blaðsíða 19
Hjaltastað í Útmannasveit. Um leið var staðfestan búin, þar sem nýr prestur hlaut að taka staðinn. Með sinn stóra barnahóp stóð Ragnhild ur ein uppi staðfestulaus, en þá naut hún þess, að gamli tíminn hafði verið forsjáll. Jörðin ’Geita- gerði í Fljótsdal hafði endur fyrir löngu verið lögð ekkjum presta frá Valþjósstað til framfæris, og nú var þannig mál með vexti að móðir Ragnhildar, Kristbjörg Þórð ardóttir frá Kjarna í Eyjafirði, var síðari kona séra Péturs á Valþjófs- stað, föður séra Stefáns, og enn á lífi, og gat hún nú notið þess- ara gömlu Valþjófsstaðaprestafríð- inda, og fluttu þær mæðgur í Geitagerði og taldist Kristbjörg fyr ir búi þeirra. Þarna ólst Halldór upp með fleiri systkinum sínum, en þau eldri gengu ýmist í vistir eða fóstur og sum þau yngri líka. Halldór gekk í Möðruvallaskóla og útskrifaðist þaðan tvítugur, með hárri einkunn, en aldrei lét hann þess getið hvort sér hefði verið raun að því, að halda ekki áfram námi. Þáð var Halldóri fjarri að þykjast vera kúgaður af einu eða öðru, og hafi þröngur hagur valdið því, að Halldór hélt ekki áfram námi, þá var hans and- legi hagur svo rúmur, að hann þurfti ekki undan því að kvarta og enda ekki að hann kynni það- Hann gat valdið sínum örlögum, án þess að sækja neinn til sektar. Áður en Halldór fór til Möðru- vallaskóla var búskap þeirra mæðgna í Geitagerði slitið. Höfðu þær árið 1894 flutzt að Melum í Fljótsdal, til Aðalbjargar systur Ragnhildar og manns hennar Jóns Kjerulf. Dvöldu þær á Melum þar til þær fluttust til Akureyrar árið 1901, og voru síðustu æviárin hjá Þórdísi, elztu systur Halldórs, en önnur systkini hans komin til þroska og dreifð um byggðir. Hall- dór kom heim í Fljótsdalinn. Þá bjó á Skriðuklaustri bændahöfð- inginn og stórmennið, Halldór Benediktsson, kvæntur Arnbjörgu Sigfúsdóttur frá Klaustri, Stefáns- sonar prests á Valþjófsstað, Árna- sonar. Þangað lá leið Halldórs. Björg dóttir þeirra hjóna „bjort mey og hrein“ var þá frumvaxta, og það var 1. des. 1900, sem þau gengu í hjónaband og var hún þá á 20. ári. Halldór gerðist nú að öllu fyrir- svars- og umsjónarmaður hins stóra bús, er Halldór rak þá á Klaustri, og var kartöflurækt á Klaustri fræg á þessum árum. Árið 1903 var Jón bróðir Hall- dórs orðinn pöntunarstjóri pönt- unarfélags Fljótsdalshéraðs, sem rekið var á Seyðisfirði. Bændum þótti traust í því að Halldór gerð- ist þar starfsmaður og fulltrúi þeirra, og varð það að þau hjón, Björg og Halldór fluttu til Seyðis- fjarðar. Þar bjuggu þau í næstu 6 ár, og varð þeim dvölin til lít- illar ánægju, því mjög hallaði und an fæti fyrir Pöntunarfélaginu, og að lokum var það gert upp og hætti stárfsemi. Hafði félagið orð- ið fyrir áföllum og Fagradalsbraut in breytti öllum viðskiptaviðhorf- um á Héraði, en hún lá til Reyð- arfjarðar. Halldór fluttist þá „heim í dal- inn“ og hóf að búa í Hamborg, næsta bæ við Skriðuklaustur. Lét hann sig nú sveitamálefni skipta, var í hreppSnefnd um tíma og odd viti Fljótsdalshrepps, og sýslu- nefndarmaður. Á þessum árum rit aði hann líka ýmislegt, þar á með- al um samvinnu í tímarit sam- vinnumanna. Mikla greind og heilindi sýndu þessar greinar. En sama árið og Halldór kom af Seyðisfirði, höfðu Héraðsmenn stofnað Kaupfélag Héraðsbúa og stefndu með því á nýja viðskipta- hætti fyrir Héraðsmenn. Árið eft- ir var Halldór kosinn formaður fé lagsins og var það síðan, að einu ári undanteknu, unz hann fluttist burt úr héraðinu 1921. Á þeim árum var margt á baugi í Búnaðarsambandi Austurlands og var Halldór meðal þeirra er mest létu að sér kveða og í stjórn þess var hann kosinn 1918. Hall- dór bjó miklu þrifabúi í Hamborg, en ábýli var ekki stórt svo um stórbúskap var ekki að ræða En honum var vísindahyggjan í blóð borin, og gerði hann margar athug anir einkum um kynbætur sauð- fjár og fóðrun, og ritaði um þær. Árið 1921 keypti Halldór Torfa- staði í Vopnafirði og flutti þangað um fardaga. Hann kom þangað með gott bú, og setti þegar upp mikið bú. Hafði hann gnótt í búi og var gestrisni mikil og mann- hylli hans með ágætum. Um haustið, hið fyrsta ár Hall- dórs á Torfastöðum, andaðist Björg kona hans og var það að sjálfsögðu hið þyngsta áfall fyrir heimilið. Var Ragnhildur dóttir hans vaxin stúlka og veitti búi hans forstöðu. Árið eftir, 1922, var hann kosinn í hreppsnefnd Vopna- fjarðarhrepps og varð oddviti hennar. Ég held, að þetta starf hafi Halldóri þótt í ýmsu merki- legt, því seinna varð ég var við það, ’að hann var að rif ja upp end- urminningar sínar um hrepps- nefnd Vopnafjarðar á þessum tíma. Haustið 1923 var Halldór kos inn alþm., Norðmýlinga og var hann framsóknarmaður. Var hann svo endurkosinn 1927 og 1931. Flokkurinn varð þá í meiri hluta á Alþingi en hafði stóran minnihluta atkvæða kjósenda á bak við sig. Þetta hlaut að draga dilk á eftir sér, eins og sagt er. Þessu hafði valdið misþróur; í búsetuskilyrð- um fólksins, sem þessi flokkur átti að vinna gegn. Nú fann flokkur- inn að í súrt epli var að bíta um störfin og stefnuna. Halldór skildi það manna bezt hvernig til hafði tekizt, og voru þó utan að kom- andi öfl. sem gerðu þjóðinni þröng an stakkinn. Stiórnin hafði orðið að fara frá völdum, samsteypu- stjórnin hafði tekið við. Órói gerð- ist í flokknum og var kosið 1933. Halldór náði enn kosningu. við stórum minna atkvæðamagn en áð ur. Um haustið 1933 náði óróinn í flokknum hámarki. Tveir þing- menn voru reknir úr flokknum, og aðalforingi hans og bænda- traustið i flokknum. ásamt Hall- dóri Stefánssyni, sagði sig úr hon- um. Það var Trvggvi Þórhallsson serfi hér um ræðir og hóf hann, ásamt Halldóri og hinum burt- reknu mönnum, samstundis nýjan flokk og nefndu Bændaflokk. En bændur þurftu víst ekki leneur bændaforustu og þeir féllu báðir, Trvggvi og Halldór. í kosningun- um 1934. Eftir það hætti Halldór að mestu afskiptum af pólitík, er eigi varð brautargengi Bændaflokksins. Hann ritaði þó enn um stjórnmál og bauð varnað á röklausri flokks þrætu í stjórnmálum. Sýndu þess- ar greinar frekast vísindahyggju hans og kemur að því, að þar komu stjórrimálin við á sviði á ís- landi. Hann hafði árið 1928 tekið við forstöðu Tryggingarstofnunar ríkisins (eldri) og flutt til Reykja- víkur. Nú kom Halldóri það vel að hann var ritfær maður og vís- indahneigður og hafði ekki látið það fram hjá sér fara, sem þar var að athuga og feitt á stykkjum fSLENDINGAÞÆTTIR 19

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.