Íslendingaþættir Tímans - 25.06.1971, Side 16

Íslendingaþættir Tímans - 25.06.1971, Side 16
HALLDÓR STEFÁNSSON FYRRVERANDI ALÞINGISMAÐUR Fæcldur 26. marí 1877. Dáinn 1. apríl 1971. ALDAMÓTV Öld! kom sem bragur með lyftandi lag og leiddu oss upp á þann sólbjarta dag. Láttu oss tómlæti í tilfinning snúa, í trú sem er fær það sem andinn ei nær. Því gullið sjálft veslast og visnar i augum þess vonlausa, trúlausa, dauða úr taugum. (Úr Aldamótalióðum Ein.Ben.) Það var bjart yfir íslandsbyggð- um aldamótavorið. Einhvern veg- inn fundu menn það á sér að vor var einnig i lofti í sögu þjóðar- innar. í Fljótsdal á Héraði skyldi tóm- læti snúið í tilfinning og trú á framtíð lands og þjóðar með mik- illi aldamótahátíð. Á Valþjófsstað, kirkjustaðnum, var hátíðin haldin. Skilrúm rifin á milli Rauðuskemmu, Spísskam- ers og Gömlustofu og gerður úr „mikill“ salur. Börn gengu fylktu liði uppdubb uð í fararbroddi til kirkju. Þar fór hin nýja öld fyrir. Þau veifuðu fán um með ísaumuðum fálkum, Dannebrog sást ekki þennan dag. í salnum stóra var fólki stillt upp. til margraddaðs söngs, sung- in voru ættjarðarlög og tvísöngv- ar úr Friðþjófsljóðum auk hins venjulega almenna söngs. Ræður voru fluítar og frumort kvæði ort í tilefni dagsins. Sum þeirra jafn- vel skrautrituð og fest upp á vegg fólki til augnagamans. Skemmtiatriði þessarar alda- mótahátíðar á Valþjófsstað eru enn í fersku minni roskins fólks á Héraði, er þarna var viðstatt, enda sum fáheyrð önnur óheyrð. Öll flutt með skipulegri hætti og meiri glæsibrag en menn áttu að venjast. SKÓLABRÆÐURNIR FRÁ MÖÐRUVÖLLUM. Þótt margir stæðu að þessum hátíðarhöldum, skulu hér aðeins tveir nefndir, kennarinn og ráðs- maðurinn þeir Hákon Finnsson frá Brekkum á Rangárvöllum og Halldór Stefánsson prestssonur inn frá Desjamýri. Tveim vetrum áður höfðu þeir dvalið saman við nám í Möðru- vallaskóla og höfðu nú hitzt aft- ur austur í Fljótsdal, Hákon þar kennari og organisti, Halldór verkstjóri á Stórbúinu Skriðu- klaustri. Hákon hafði æft söng- inn og stjórnaði honum, hann orti líka Ijóðin og skrautritaði. Hall- dór leiddi tenórinn og flutti hið talaða orð og báðir sungu þeir tvísönginn Friðþjóf og Björn. Og þarna stóðu þeir skólabræð- urnir — táknrænir boðberar alda- mótaæskunnar — talandi, kveð- andi og syngjandi af tilfinningu og trú á eigin getu og möguleika og á framtíð lands og þjóðar. óskir þeirra og bænir urðu að áhrínisorðum á hvorum tveggja, þeim og þjóðinni. Að HEFJAST AF SJÁLFUM SÉR Þegar faðir Halldórs, séra Stefán Pétursson prestur á Hjaltastað, áður á Desjamýri, fellur frá árið 1887 aðeins 42 ára stendur ekkja hans Ragnhildur Metúsalemsdótt ir ein uppi með tólf börn þeirra hjóna á aldrinum eins til átján, staðfestulaus og gjaldþrota. Árið áður nánar tiltekið 7. jan. 1896 gekk yfir Austurland hinn versti bylur sem komið hafði í manna minnum, hinn svokallaði Knútsbyl ur, oft kallaður fjrdrápsbyiurinn mikli. Séra Stefán sem komið hafði skuldugur frá Desjamýri vegna mikilla framkvæmda þar, missti fjölda fjár í bylnum og átti því ekki fyrir skuldum þegar bú hans var gert upp að honum látn- um. Með Ragnhildi dvaldist þá móðir hennar Kristbjörg Þórðar- dóttir prestsekkja frá Valþjófsstað og í skjóli hennar og ábúð flytj- ast þær mæðgur upp í Fljótsdal og setja bú saman í Geitagerði sem var svokölluð prestsekkna- jörð. Áttu ekkjur Valþjófsstaða- presta tilkall til hennar, ef með þurfti. Frú Ragnhildur fór með átta börn sín upp í Geitagerði og fjögur þeirra dvöldust þar með henni á meðan hún bjó þar og eitt þeirra var Halldór. Þegar Ragnhildur bregður búi í fardögum 1898 og flyzt til systur sinnar Aðalbjargar konu Jóns A. Kjerulf á Melum, tekur að losna um Halldór. Ræðst hann í kaupa- vinnu og verður skjótt eftirsóttur kaúpamaður sakir vaskleika og verkhygginda. Unglingum var ekki hátt hossað í þá daga, að minnsta kosti ekki til verka, þá voru þeir að taka út þroska til tuttugu og fimm ára aldurs. Skyldi því nokkuð til, af líkamlegu og andlegu atgerfi, að vera orðinn verkstjóri á einu mesta stórbýli Héraðsins aðeins tvítugur að aldri, Hugur Halldórs stóð til frekari mennta, um langskólanám var þó ekki að ræða, til þess brustu efni, en Möðruvallaskóli stóð opinn ungmennum sem ekki hugðu á lengra nám. Af honum fór þegar hið bezta orð og nemendur hans þegar orðnir áberandi í þjóðlífinu. Dvalarkostnaður þessa tvo vetur sem skóladvölin varði, ekki meiri en svo að kappsfullir unglingar gátu klofið hann án hjálpar. Hæsta kaupamannakaup og meðfædd gætni í fjármálum, gerði Halldóri mögulegt að dvelja í Möðruvalla- skóla í tvö ár og hann útskrifað- ist þaðan með afburða vitnisburði vorið 1897, þá tvítugur að aldri. lí ÍSLENDINGAÞÆTTIf?

x

Íslendingaþættir Tímans

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.