Íslendingaþættir Tímans - 25.06.1971, Blaðsíða 5

Íslendingaþættir Tímans - 25.06.1971, Blaðsíða 5
MARTEINN SIGURÐSSON Kveðja flutt við útför lians í Akureyrarlárkju. Nú hefur verið lagt á hulin mið og liorfið er að baki vetrarsvið. Og handan skýja fagur röðull rís og rósir nýjar græðir vorsms dís. Þér hugir vina fylgja um Fögrubrú — þeir fylgja þér í heitri þökk og trú. t»ín minning okkur yl og blessun ber, svo bjartan geisla döggvað auga sér. Þú lyftir merki vor- og vókumanns að verkalaunum hlauztu dýran krans. Þér vitni allir báru á eina lund, að aðal drengs þú bærir hverja stund. Þú liörpu lífsins höndum mildum straukst og heimi fögrum tíðum upp þú laukst, með hugarhlýju, er æ var söm við sig og sumargróður breiddi í kringum Þig- Þitt draumablóm hún var. í lífsins bók þá barnið fór að stafa, breyttist alltaf svipurinn hjá afa. Stundum gekkstu annan veg en aðrir, og oft var för ógreið. En þú áttir skáldsins flug og fjaðrir og fórst því þína leið Þú sóttir aldrei eftir lýðsins hylli. Arfur þinn var handritanna snilli. Aðalsteinn Gíslason. SAFNVÖRÐUR Við brúði þinni brosir fagurt ljós, hún ber við hjarta minninganna rós. Nú beð þinn signir mildust bróður mund og mynd þín Ijúf fær yljað systurlund. Þér fylgir vinarkveðja klökk og heit. þá hvíla búin er í friðarreit. Nú eru rofin tímans rökkurtjöld og reifar árdagssól þinn hreina skjöld. Jórunn Ólafsdóttir frá Sörlastöðum. t Fátt orkar eins á hugann sem það, er einhver úr hópi samferða- fólksins er kallaður yfir landa- mæri lífs og dauða. Þá staldra flestir við og líta til baka yfir lið- in ár. Og minningarnar streyma fram í hugann, ein af annarri og því meiri og áhrifaríkari sem hinn látni var minnistæðari og manni tengdari. Svo fór mér, er Marteinn Sigurðsson, safnvörður. hvarf af sjónarsviðinu. Hann lézt á Fjórð- ungssjúkraliúsinu á Akureyri 29. janúar s.l. eftir fárra daga dvöl þar. Hann hafði ekki gengið heill til skógar um árabil. Marteinn fæddist 8. ágúst 1898 á Veturliða- stöðum í Fnjóskadal. Voru foreldr- ar hans Sigurður Daviðsson frá Reykjum í Fnjóskádál og seinni kona hans. Sigríður Sigurðardótt- ir frá Skriðu í Saurbæjarhrepoi, Eyjafirði. Sigurður bjó á Veturliða stöðum í meira en hálfa öld. Var hann ágætlega greindur maður og vel virtur, hygginn og búnaðist ágætlega og í fremstu röð bænda í sinni sveit. Hann andaðist árið 1905. Þeim Sieurði og Sigríði varð sex barna auðið. Eftir að Sigríð- ur varð ekkia, bjó hún áfram með ráðsmanni og vinnufóiki. því að öll börnin voru á bernskuskeiði. er faðir þeirra lézt. Varð Sigríði vel til hjúa, því að hún var hin bezta húsmóðir, vin- sæl ágætiskona og mikil og góð móðir barna sinna. Árið 1905 tók við búsforráðum á Veturliðastöð- um, ásamt Sigríði. Guðmundur Jónasson frá Belgsá í Fnióskadal. Var hann ráðsmaður næstu 10 ár- in eða þar til hann lézt árið 1915. Var Guðmundur fyrirhyggjusamur og harðduglegur maður. Revndist liann t hvívetna Sigríði og börn- um hennar frábærleaa vel. Varð því mikill sjónarsviptir fyrir heim- ilið. þegar hann féll frá og minn- ist fjölskyldan hans jafnan með hlýrri þökk og urðu þeir Mar’teinn sérstaklega samrýmdir og mjög nánir vinir. Er Marteinn var 17 ára, tók hann við bústjórn með móður sinni og bjuggu þau til ársins 1929, en það ár fluttist fjölskyld- ÍSLENDINGAÞÆTTIR 5

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.