Íslendingaþættir Tímans - 25.06.1971, Blaðsíða 30

Íslendingaþættir Tímans - 25.06.1971, Blaðsíða 30
indaleg verkefni. Hann hefur aldrei verið haldinn fræðilegri ein- hæfni og einstrengingshætti. Hann er hins vegar skyggnari en margir aðrir á hið hagnýta gildi vísinda- legra fræða. „Hann er vísindamað- ur að lærdómi og langþjálfaður af innlendri reynslu, eigin reynslu og annarra. Því er þekking hans allt í senn: víðtæk, raunhæf og staðgóð, svo sem bezt má verða. Og þegar saman fer með þyílíkri þekkingu brennandi áhugi, mikil orka og einbeitni, er eigi kyn, þótt ma^urinn marki spor“. Þessi orð lét ég falia í stuttri grein, er ég skrifaði um Halldór fimmtugan. Ég endurtek þau nú. Halldór búnaðarmálastjóri er frábærlega vinsæll meðal bænda um allt land. Þó er hann orðskár um aðra fram og skirrisf aldrei við að segja til syndanna — og með engri tæpitungu. En það ætla ég að fáir erfi. Bændur finna og vita. að hann vill þeim vel. Hann er heillundaður drengskaparmað- ur, hreinskilinn og hispurslaus og ber kápuna aldrei á báðum öxlum. ^alldór Pálsson er allra manna glafiastur, hlær hjartanlegar en aðrir flestir. Hann er hverjum manni orðheppnari, sagnasjór og gærldur óvenjulegri frásagnargáfu. Sb'kir menn eru salt jarðar. Halldór er kvæntur Sigríði Klemenzdóttur frá Húsavík. Það ætla ég að enginn kunnugur telji oflof. þótt ég segi, að hún sé mikil ágætiskona. Hjá þeim Halldóri er heimilisbragur allur tiltakanlega hlvr og notalegur. Þar er gott að vera. Ég óska þeim hjónum allrar blessunar á ókomnum árum. - 26.4 1971, Gísli Magnússon. Hann fæddist 26. apríl 1911 á Guölaugsstöðum í Svínavatnshr., A-Hún. Foreldrar lians voru merk- ishiónin: Páll Hannesson, bóndi á Guðlaugsstöðum og hreppstjóri í Svínavatn'shreppi og kona hans, Guðrún Björnsdóttir. bæði af mestu kjarna kvistum Hún- vehiinga, svo sem þjóðkunn- u?t er og verður því ekki rakið hér í þe^sari stut.tu -n-ein. Halldór tók stúdentspróf frá M. R. 1933, kaivúdat.snróf, B.S.u. frá búvísindadeild háskólans í Edin- borg 1936, stundaði framhaldsnám í Cambridgeháskóla og f Edinborg 30 og tók doktorspröf , Ph. D„ vorið 1938 í Edinborg. Hinn 3. nóv. 1937 réðst Halldór til Búnaðarfélags íslands sem ráðu- nautur í sauðfjárrækt og hélt því starfi til ársloka 1962, að hann var ráðinn búnaðarmálastjóri. Þessi störf hefðu verið hverjum meðal manni ærið verkefni, en Halldór varð að gera svo vel og taka bet- ur á: Hann var 5 ár (1939—‘43) framkvæmdastjóri garnaveiki- varna, en varð að segja því starfi lausu vegna annríkis, sérfi-æðing- ur í búfjárrækt við búnaðardeild Atvinnudeildar Háskóla íslands og forstjóri þeirrar deildar frá maí 1942 til ársloka 1962, skipaður i nefnd (1939) til að undirbúa lög- gjöf um tilraunir og rannsóknir í þágu landbúnaðarins, skipaður í tilraunaráð búfjárræktar 1940— ‘69 og var lengi form. þess, í stjórn Vísindasjóðs síðan 1957, skipaður 1 Rannsóknarráð ríkisins 1965 og sama ár skipaður í stjórn Rannsóknarstofnunar landbúnaðar ins, en baðst undan endurkjöri í þá stjórn 1969, skipaður 1958 form. nefndar varðandi útihúsabyggingar í sveitum, samkvæmt ákyörðun laga frá 1957 um íandnám, rækt- un og byggingar í sveitum, skip- aður 1967 í Náttúruverndarráð, Veiðimálanefnd og í svonefnda Harðærisnefnd; sem hefur haft það hlutverk að gera tillögur um aðstoð ríkisins við þá bændur, er náttúruöflin hafa leikið harðast hin síðustu ár. Árið 1943 stofnaði hann kyn- bótabú fyrir sauðfé á Hesti i Borg- arfirði á vegum Búnaðardeildar At- vinnudeildar Háskólans, og hefur haft yfirstjórn á því frá upphafi og gert þar ýmiss konar tilraunir. Árið 1944 sendi landbúnaðarráð- herra Halldór til Bandaríkjanna til að kynnast nýjustu aðferðum við kiötverkun. ullarþvott og ullarmat o.fl. og ennfremur til að athuga sölumöguleika á íslenzkum land- búnaðarvörum. Árið 1950 þurfti heimsþekkiur prófessor við háskólann í Cam- bridge að láta gera upp ftóknar, vísindalegar tilraunir um áhrif næringar á vöxt og þroska lamba. Til að leysa þennan vanda bar hann aðeins traust til tveggja fyrrver- andi nemenda sinna, annar þeirra var í Nýja-Siálandi en hinn var dr Halldór Pálsson, og var til hans leitað. Halldór fékk sig lausan hjá Búnaðarfélagi íslands, dvaldi rúma 8 mánuði í Cambridge með styrk frá The British Council og lauk starfinu með miklu lofi. Árið 1953 dvaldi Halldór aftur 3 mánuði í Cambridge við að skrifa kafla í kennslubók um líf- eðlisfræði búfjár fyrir bókaútgáfu- fyrirtækið Butterworths, Ltd. í London. Árið 1954 var Halldór 3 vikur í Englandi og Sviss að til- hlutan Framleiðsluráðs landbúnað- arins, til að athuga markaðshorfur fyrir íslenzkt dilkakjöt í þeim löndum. Árið 1958 sótti Halldór 18 daga námskeið í Bretlandi um hagnýt- ingu kjarnorkuvísinda við fram- leiðslu, geymslu, sölu og dreifingu landbúnaðarafurða, en árið eftir ferðaðist hann um Skotland og Norður-England í 2 vikur til að halda fyrirlestra um sauðfjárrækt 1 boði brezks fyrirtækis. Frá því nóy. 1961 og þar til í sept. 1962 dvaldi Halldór i Nýja- Sjálandi, þar sem hann var boðs- géstur við vísindaleg störf á bú- fjárræktarstöðinni í Ruakura Ani- mal Research. Auk þess hefur Halldór setið um eðá yfir 30 fundi og ráðstefnui um fjölþætt landbúnaðarmál viðs veg- ar um Evrópu, en einnig í Banda- ríkjunum, og flutt við þau tæki- færi marga fyrirlestra. Vegna þess ara starfa er hann orðinn kunnur vísindamaður víða um heim, svo að margir fræðimenn hafa leitað hans, sumir um langan veg. Þó að þessi athafnaskrá sé orðin æði löng, er enn sitthvað ótalið, r d. er vert að geta þess, að Hall- dór kenndi (flutti erindaflokka) í nokkur ár við Framhaldsdeild Hvanneyrarskóla. Þá hefur Hall- dór ritað þau býsn í blöð og tíma- rit, meðal annars í erlend rit, að langt mál væri upp að telja. Ef rekja ætti starfssögu dr. Hall- dórs Pálssonar, bæði sem ráðu- nautar og búnaðarmálastjóra, þó ekki væri nema í stórum dráttum, þá yrði það langt mál, en auk þess sennilega fullfaglegt sem almennt lestrarefni. Okkar elztu starfsmönnum Bún- aðarfélags íslands er minnisstætt, þegar Halldór bættist í hóp starfs- liðsins með sínum eldlega áhuga og smitandi fjöri. f kring um hann þreifst engin deyfð. Komið gat fyr- ir, að tíminn gleymdist um stund frá vinnu, þegar „grínistinn“ kom í heimsókn á vinnustofurnar, en það jafnaðist skjótt eftir fjörskot- ‘^LENDINGAÞÆTTIR

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.