Íslendingaþættir Tímans - 25.06.1971, Síða 28

Íslendingaþættir Tímans - 25.06.1971, Síða 28
náms ávann hann sér í Menníaskól anum á Akureyri. Að lokms stúd- entsprófi fer hann til náms í Edin- borgarháskóla, búvísindadeild, og tekur þar kandidatspróf B.Sc. 1936. Fer í framhaldsnám í Cam- bridgeháskóla um stund og síðan við Edinborgarháskóla. Um mánaða mót okt. og nóv. 1937 ræðst hann til Búnaðarfélags íslands sem sauðfjárræktarráðunautur og var í því starfi tæpan aldarfjórðung eða til 1. jan. 1962. Vorið 1938 ver hann doktorsritgerð sína við Edin borgarháskóla um vaxtarlag sauð- fjár með tilliti til kjötsöfnunar og fær cloktorsgráðu Ph.D. Þegar hér er komið sögu byrjar fyrir alvöru liið mikla og fjöl- breytta lífsstarf hans. Ráðunauts- starfið er fullt starf hverjum ein- um. sé það unnið af alúð, og Hall dór lagði í það allan sinn mikla áhuga og atorku og varð mikið ágengt. En augu ýmissa forráða- manna horfðu til hans í von um, að hann tæki að sér ýmis auka- störf. Það var fyrst, að hann var skipaður framkvæmdastjóri garna- veikivarna 1938, en sagði því lausu vegna anna 1944. Skipað- ur forstjóri búnaðardeildar At- vinnudeildar Háskóla íslands og sérfræðingur í sauðfjárrækt 1942 og hafði það starf á hendi þar til hann varð búnaðarmálastjóri 1. jan 1963, eða í 20 ár, 1939 var hann skipaður í nefnd tii að semja löggjöf um tilraunir og rannsókn- ir í þágu landbúnaðarins. Var í til- raunaráði búfjárræktar tímabilið 1940—1969 og formaður þess um langa stund. í stjórn Vísindasjóðs hefur hann verið síðan 1957 og ár- ið 1965 var hann skipaður bæði í Rannsóknarráð ríkisins og í stjórn Rannsóknarstofnunar landbúnaðar ins. en baðst undan endurkjöri í stjórn þess síðar nefnda 1969. Hann var skipaður formaður nefndar á vegum Landnámsins 1958 til að athuga um hagkvæmni útihúsabvgginga í sveitum. Sú nefnd varð ekki langlíf, því Alþingi og ríkisstjórn svelti hana úr sfarfi, þar sem hún fékk ekkert starfsfé. Og enn eru ótaldar nefnd ir. sem hann hefur starfað í árum saman og til þessa dags, t.d. Veiði- málanefnd. Náttúruverndarráð, Sórleyfisnefnd, í stjórn Framleiðni sióðs landbúnaðarins og síðast en ekki sízt Harðærisnefnd frá 1968, er til hennár var stofnað. Öll þessi nefndastörf taka mikinn tíma og eru lýjandi, en störfin í Harðæris- nefnd gnæfa yfir hin öll, svo mikil hafa þau verið. Vonandi hverfa þau að mestu um sinn ef framhald verð ur á vorblíðunni, sem nú er dag- lega. En það er bezt að segja sem satt er, að flestallan þennan nefnda þunga hefur stjórn Búnaðarfélags íslands lagt á hann með því, að tilnefna hann í þessar nefndir og ráð. Ég gengst við mínum hluta í þessu falli. Hvort tveggja er, að við treystum honum manna bezt til þessara starfa og svo er Hall- dór allra manna ósérhlífnastur til allra verka og þvílíkur áhugamað- ur. að hann kann sér varla hóf. Þrátt fyrir þann fjölda nefnda og ráða, sem getið er hér að framan, sem fallið hefur í hlut Halldórs að finna farsæla lausn á, er ýmis- legt enn ótalið en skal látið kyrrt liggia að þessu sinni. Eitt er þó, sem sízt skvldi í gleymsku falla, en það er sauðfjár- ræktarbúið á Ilesti. Það stofnaði Halldór 1943 í sambandi við starf- semi hans í búnaðardeild Atvinnu- deildar Háskóla íslands. Hann hef- ur vakað með mikilli alúð yfir þessu kynbótabúi og starfað við það af vísindamennsku. Þegar hann var ráðinn búnaðarmálastjóri lá beint við, að haiín hyrfi um leið frá því starfi. Slíkt var hon- um mjög um geð, og óskaði að hann mættf annast búið áfram. Það leyfi veitti stjórn Búnaðarfé- lags íslands honum fiislega, með fullum skilningi á nauðsyn þess, að þetta kvnbóta- og vísindastarf væri áfram í hans traustu höndum. Það er kannski varla von, að bændur geri sér almennt ljóst hve mikið og frábært starf Halldór hefur unnið íslenzka sauðfjárstofn- inum til bóta. Það hefur kostað hann meiri vinnu og margs konar erfiði, en menn geta gert sér grein fyrir. Enginn íslendingur hefur talað jafnmörg orð um sauðfjár- rækt og hann, enginn skrifað jafnmörg orð um þá búfræðigrein og hann og enginn kveðið upp jafnharða, ég vil segja vægð- ariausa, dóma um illa vaxið und- aneldisfé eins og hann. Hann hef- Or blátt áfram sent slíkt fé út 1 yztu myrkur tortímingarinnar. Náttúrlega hefur mörgum bóndan- um sviðið slíkur dómur, en aldrei til lengdar. Bændur hafa fyrir löngu lært að virða þekkingu hans á sviði sauðfjárræktar og hinn geysimikla árangur af starfi hans fyrr og seinna. Og einlægni hans, hreinskilni og drengskap kunna þeir að meta. Frá því er vert að segja, að dr. Halldór vann sér óvanalega mikið álit kennara sinna við þá háskóla þar sem hann stundaði nám, bæði sem afburða námsmaður og glöggskyggn vísindamaður. Það kom á daginn 1950, þegar heims- kunnur prófessor við Cambridge háskóla þurfti að fá vísindamann til að vinna úr margþættum hávís- indalegum tilraunum um áhrif fóð- urs á vöxt og þroska lamba. Pró- fessorinn komst að þeirri niður- stöðu, að tveir menn kæmu til greina. annar frá Nýja-Sjálandi en hinn var dr. Halídór Pálsson, en báðir þessir menn höfðu verið nem endur prófessorsins. Halldór varð fyrir valinu. Búnaðarfélag íslands gaf honum frí frá störfum um 8 mánaða skeið, nieðan hann vann þetta vísindastarf við háskólann í Cambridge með styrk frá The British Council. Það þarf varla að taka það fram, að hann lauk þessu starfi með ágætum. Árið 1953 kom enn beiðni frá Bretlandi að fá Halldór til Cambridge um 3ja mánaða tíma til að semja kafla í kennslubók um lífeðlisfræði búfjár. Það var bóka- útgáfan Butterworths Sld, sem fékk hann til að skrifa þennan kafla í bókina. Árið 1954 fór hann í 3ja vikna ferðalag um England og Sviss á vegum Framleiðsluráðs land búnaðarins í markaðsleit fyrir ís- lenzkt dilkakjöt. Og enn fór hann til Bretlands 1958. Sat 3ja vikna námskeið um hagnýtingu kjarnorku við framleiðslu og geymslu land- búnaðarafurða. En lengsta vísinda- 28 ÍSLENDINGAÞÆTTIR

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.