Íslendingaþættir Tímans - 25.06.1971, Blaðsíða 17

Íslendingaþættir Tímans - 25.06.1971, Blaðsíða 17
Það var mikið sagt um ungan mann fyrir aldamót, að hann væri Möðruvellingur, enda var það með ólíkindum, hve margir þeirra hófust til mikils trúnaðar og rnann virðinga, jafnvel þegar að námi loknu, að vísu flestir komnir yfir tvítugt. Vafalaust lærðu þeir mik- ið á Möðruvöllum en enginn þarf að ætla, að kennslan þar hafi ver- ið neitt betri en nú gerist í gagn- fræðaskólum, svona upp og ofan. Það var afstaða nemendanna til námsins, sem skipti öllu máli. Nú eru unglingarnir skyldugir að vera í skóla, þeim er þröngvað inn á þá og hafa sumir einkabíl til af- nota. Þá komu þeir sumir gang- andi, jafnvel þvert yfir landið til þess að njóta skólavistarinnar. Og það vitum við kennarar að furðu sætir hve langt er hægt að koma nemanda í námi, jafnvel á skömm- um tíma, sé áhuginn á náminu nógu brennandi. í þessum hópi var Halldór Stefánsson. Hann var að vísu að nema allt sitt líf, þótt í öðrum skóla dveldi hann ekki en Möðru- vailaskóla. Þessi menntun hans dugði honum til allra þeirra starfa, er honum voru falin eða hann fékkst við, hvort heldur var um að ræða trúnaðarstörf í héraði, þing- mennsku, forstjórastarf, fræði- mennsku eða rithöfundarstarf. Efti Möðruvalladvölina verður Halldór verkstjóri og kennari á Egilsstöðum á Völlum o,g tveim ár- um síðar ræðst hann sem verk- stjóri qg kennari til frænda síns á Skriðuklaustri, Halldórs Bene- diktssonar. Egilsstaðir og Klaustur voru þá mestu stórbýli á Héraði og hús- bændurnir þar, Jón Bergsson og Halldór, mestir félagsmála- og bún aðarfrömuðir á Austurlandi, svo ætla má að vandlátir hafi þeir ver- ið í ráðsmannsvalinu, og ekki virð- ist aldur ráðsmannsins, tuttugu og tveggja ára, hafa staðið þar í vegi. Það er einmitt á meðan á Klaust urdvöl Halldórs stendur að við hittum hann aldamótavorið á Val- þjófssdal, þá heitbundinn eldri heimasætunni á Skriðuklaustri, Björgu Halldórsdóttur. Þau Björg og Halldór giftust haustið 1900. Eftir þriggja ára sambúð á Klaustri og sex á Seyð- isfirði, en Halldór fékkst þar við verzlunarstörf sem sölustjóri, flytj ast þau hjón, Halldór og Bjöng að nýju upp í Fljótsdal og setja sam- an bú í Hamborg, sem var smá- býli, utan við Skriðu-Klaustur, næsti bær. Þar bjuggu þau til vors 1921- við sístækkandi bú og batn- andi efnahag. Þá er orðið svo þröngt um þau, að Halldór kaupir stórbýlið Torfastaði í Vopnafirði og flutti þangað með fjölskyldu sína. Börnin voru fjögur, einn son sinn höfðu þau misst tólf ára gaml an, hinn mesta efnispilt, hét hann Stefán. Voru börnin á aldrinum tíu til nítján ára. Eftir sumarlanga dvöl í nýjum heimkynnum andast Björg. Hún hafði reynzt manni sínum frábær förunautur, hagsýn og myndvirk svo sem hún átti kyn til. Halldór býr áfram á Torfastöð- um með börnum sínum við frá- bæra rausn og vinsældir. Á þeim árum bætist þingmennska ofan á önnur trúnaðarstörf. Þáttaskil verða í ævi Halldórs 1928, þá bregður hann búi og flyzt til Reykjavíkur og kvænist öðru sinni. í þetta sinn heimasæt- unni frá Hofströnd í Borgarfirði eystra, Halldóru Sigfúsdóttu. í Reykjavík átti svo Halldór heima til dauðadags og gegndi þar hinum ábyrgðarmestu störfum. Frú Halldóra bjó manni sínum hið fegursta heimili, friðsælt og ástríkt. Börnum Halldói's frá fyrra hjónabandi var hún Hildur góða stjúpa. Ekki fyrir alls löngu sagði Haildór mér, að það teldi hann einn mestan hamingjudag í lífi sínu, er forsjónin leiddi leiðir þeirra saman, hans og Halldóru, svo mikils mat hann konu sína. Frú Halldóra annaðist um mann sinn til hinztu stundar af einstakri nærgætni og hugulsemi. Þeim varð tveggja barna auðið, sonar og dóttur, sem urðu föður sínum til mikillar gleði í ellinni, ekki þó sízt barnabörnin, sem kepptust við að strá sólskini í kringum sjón- dapran afa. Halldór lézt á heimili sínu að morgni hins 1. apríl. Fram til hins síðasta fylgdi hann fötum og fylgdist með öllu sem gerðist, andlát hans varð friðsælt og hægt. I-Iann vantaði þá 56 daga upp á að vera orðinn fullra 94 ára, f. 26. maí 1877. Hann níddist aldrei á því sem honum var tiltrúað. Halldór var ekki fyrr setztur að í Fljótsdal eða Vopnafirði en á liann hlóðust trúnaðarstörf. Svo var og á Alþingi og utan, þann tíma, sem hann var alþingismaður. Voru trúnaðarstörf þessi af ýms- um toga, allt frá formennsku í ýmsum félögum, hreppsnefndar- og oddvitastörfum til þing- mennsku og forstjórnar stórfyrir- tækis. Telst mér svo til, að þau hafi verið um tuttugu trúnaðar- störfin, sem Halldór gegndi og þó aldrei talið sama starfið, nema einu sinni. Upplýsingar um þessi störf má fá í uppsláttarbókum og því sleppt að telja þau upp hér. Þessi trúnaður er ekki tilviljun og hafa ber í huga að í þá daga voru þau ekki kölluð bitlingar, enda flest ólaunuð trúnaðarstörf. Mér er það í barns- og unglings- minni frá því er við Halldór vor- um sveitungar, að á orði var haft, hversu vel honum tækist að bræða saman ólík sjónarmið og finna þá lausn á málum, sem flestir gátu sætt sig við Eitt trúnaðarstarf er þó enn ótal ið, sambúð Halldórs við landið. Eins og fyrr sagði var jörðin Ham- borg í Fljótsdal smábýli, er Hall- dór settist þar að og farsæld í bún aði hlaut því að byggjast á gernýt- ingu landkosta. Það var gert, en ekki með því að níða landið held- ur með því að bæta það. Halldór var í eðli sínu mikill ræktunar- maður. það sýndi bæði búskapur hans og skrif. Hann taldi það skyldu sína gagnvart landinu að skilja eftir tvö strá þar sem hann PSLENDINGAÞÆTTSR 17

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.