Íslendingaþættir Tímans - 11.05.1974, Blaðsíða 1

Íslendingaþættir Tímans - 11.05.1974, Blaðsíða 1
ISLENDINGAÞOTTIR Laugardagur 11. mai 1974,11. tbl. 7. arg. nr, 162. TIMANS Guðmundur Pálsson Hvolsvelli F. 6. marz 1904 D. 16. febrúar 1974 Guðmundur andaðist að heimili sinu 16. febrúar s.l. og var jarðsettur að Breiðabólstað i Fljótshlið 23. sama mánaðar. Guðmundur var fæddur og uppalinn i Fljótshliðinni, sonur hjónanna Sigriðar Guðmundsdóttur frá Gafli i Villingaholtshreppi og Páls Auðuns- sonar frá Eyvindarmúla, en þau bjuggu að Nikulásarhúsum. Guðmundur var elztur 7 systkina. 3 af þeim dóu ung, en 3 komust til fullorðinsára auk Guðmundar, Sólveig, Steinunn og Auðunn. Guð- mundur fæddist að Eyvindarmúla 6. marz 1904. Hann var tekinn i fóstur að Lambalæk til fósturforeldra sinna nokkurra vikna gamall, en þau voru Þórður Guðmundsson og Ingileif Jóns- dóttir, afasystir Guðmundar. Hjá þeim ólst hann upp og hlaut gott uppeldi, sem hann bar vott um alla ævi. A Lambalæk átti Guðmundur heimili i 26 ár, en var á þeim tima 6 vertiðir i Vestmananeyjum, eins og margir aðrir Rangæingar. Arið 1930 réðst Guðmundur vinnu- maður að Breiðabólstað til hjónanna sr. Sveinbjarnar Högnasonar og Þórhildar Þorsteinsdóttur, og var hann hjá þeim i 6 ár. Vera hans á Breiðabólstað varð honum til mikillar gæfu m.a. vegna þess, að þar hitti hann konu sina Guðrúnu Sveinsdóttur frá Hallskoti i Fljótshlið. Þau giftu sig árið 1935 og voru á Breiðabólstað til vorsins 1936, en þá stofnuðu þau sitt eigið heimili og reistu nýbýli i Reyðar- vatnslandi á Rangárvöllum, sem heit- iðHróarslækur og er rétt hjá Gunnars- holti. Sama ár keypti Sandgræösla rik isins Gunnarsholt og lenti Hróarslækur þá innan sandgræðslugirðingarinnar miklu við Gunnarsholt. Þá voru landkostir litlir að Hróarslæk og ungu hjónin máttu ei hafa sauöfé vegna sandgræðslunnar, en það var mikill galli fyrir bónda i þá daga, samt reistu þau snoturt býli og komust vel af þau 11 ár, sem þau bjuggu að Hróarslæk, en Guðmundur drýgði tekjur sinar með þvi að vinna hjá Sandgræðslunni, þegar tækifæri gafst. Snemma árs 1947 veiktist Guðmundur af mænuveikis- faraldri, sem þá gekk yfir, og var lengi óvinnufær. Þá hættu þau hjónin búskap að Hróarslæk og um haustið fluttu þau i Hvolsvöll og hóf Guð- mundur þá störf hjá Kaupfélagi Hali- geirseyjar, sem nú er Kaupfélag Rangæinga, og starfaði hjá þvi meðan heilsa og kraftar leyfðu. Fyrstu árin vann hann við afgreiðslustörf, þar af nokkur ár sem deildarstjóri, en frá 1954 við skrifstofustörf og simaþjón- ustu. Auk þess sá Guðmundur um bóksölu félagsins frá þvi hún tók til starfa, þar til fyrir tveimur árum, að hann varð að hætta þvi vegna heilsu- brests. Þau störf, eins og önnur, vann hann af mikilli alúð og samvizkusemi og einlægri gleði, þvi hann var mikiil bókavinur og átti sjálfur mjög gott og fallegt bókasafn. Bóksalafélag Islands og einstök bókaforlög veittu Guðmundi sérstaka viðurkenningu, nokkrum sinnum, fyrir gott starf og árangur i bóksölu. Arið 1967 kenndi Guðmundur erfiðra veikinda, sem þjáðu hann meðan hann lifði. Hann gekkst undir þrjár skurðað- gerðir, og þá siðustu mjög erfiða og tvisýna, en alltaf reis hann upp aftur og tók til starfa á ný. Á miðju siðasta sumri var heilsu hans svo komið að hann gat ekki sótt vinnu á skrif- stofuna.enþá tók hann verkefni heim og vann þau þar, þangað til seint i nóvember, en þá þrutu kraftarnir alveg, en hugurinn og starfsþráin, ekki fyrr en hann var allur 16. febrúar s.l. Guðmundi var kennd reglusemi og snyrtimennska i uppvextinum, ásamt mörgum öðrum dyggðum, sem fylgdu honum alla ævi. Hann var mjög hirðu- samur og snyrtilegur bóndi og hafði hvern hlut á sinum stað, og þá reglu hafði hann i heiðri, hvar sem hann var og hvar sem hann vann. Guðmundur var mikill félags- hyggjumaður og félagsmálamaður. Hann var ungmennafélagi frá ung- lingsárum og til dauðadags. A yngri árum starfaði hann mikið i U.M.F. Þórsmörk i Fljótshliðð og var for- maður þess um skeið. Og þegar hann fluttist i Hvolsvöll gekk ha hann i U.M.F. Baldur.og minnist ég margra ánægjustunda með honum þar i félagsstarfi og skemmtanalifi, og veit ég, að svo gera margir fleiri vinir okkar, bæði karlar og konur, sem minnast hans nú með þakklæti og virðingu. Guðmundur var einn af stofnendum Verzlunarmannafélags Rangárvalla- sýslu. Hann var þar mjög virkur félagi og átti sæti i' stjórn þess um skeið. Hann var einlægur samvinnumaður og var félagsmaður i Kaupfélagi Rangæinga og sat marga aðalfundi þess sem fulltrúi félagsdeilda og tók þátt i starfi þeirra, sem ritari og áhugamaður um velferð þess. Hann

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.