Íslendingaþættir Tímans - 11.05.1974, Blaðsíða 11

Íslendingaþættir Tímans - 11.05.1974, Blaðsíða 11
dóttir veikrar móður sinnar. Hún gerði allt, sem kraftar leyfðu henni til hjálpar og hjúkrunar, og ekki vissi ég til þess að hún gerði neinar kröfur á hendur systkinum sinum né öðrum fyrir þá miklu fórn er hún færði þá. Á þessum árum átti Dagbjört einnig við að fást fleiri dimmari skugga mann- legrar tilveru, á sinu eigin heimili. En brosin hennar Dagbjartar frænku brugðust aldrei. Þau eru mér alla tið i fersku minni sem vermandi ijós- geislar, og þótt þeir geislar hafi oft á tiðum brotist út úr dimmum rauna- regnskúrum, báru þeir fyllilega sina birtu og fegurð. Og einatt var Dagbjört tilbúin með sitt góðlátlega grin og gamansemi. Samfara prýðilegri frásögn þegar hún sagði frá ýmsu,sem hún kynntist og hafði upplifað um ævina. Dagbjört var bæði dulræn og draumspök, hana dreymdi oft merka drauma,sem hún gat ráðið og vísuðu til þess er siðar varð. Sá yndisþokki.sem af Dagbjörtu skein er öllum ógleymanlegur sem henni kynntust. Skapgerð hennar var svo mild og mjúk að það var tæpast hægt að þar gæti komið hnökri á. Oft var gestkvæmt á heimili þeirra hjóna. Þangað komu vinir og ættingjar úr Grindavik, af Miðnesi, úr Njarðvikum og viðar að. Við systkinin eigum margar góðar minningar frá heimili þeirra hjóna. Þar komum við oft sem unglingar og börn að finna ömmu okkar. Kynntumst við þá vináttu þeirra mæðgnanna. Þó oft væri knappt um efnahaginn þar var aldrei lát á gestrisni né góðgerðum við gesti og gangandi. Dagbjört var hið mesta snyrtimenni: vildi hún að börnin væru það engu sfður, ef möguleikar væru á. Þá kom sér vel kunnátta hennar i kjólasaumnum. Sæi hún telpu út á götu i nýjum og finum kjól er henni leist vel á, þurfti hún ekkert á neinum málum eöa sniði að halda, en saumaði annan eins eftir minni. Sagði Dagbjört að á meðan á saumaskapnum stóð hafi kjóllinn er hún sá i svip á telpunni, svifið fyrir augum sér, þar til saumi hins nýja var lokið. A þessum árum varð allt að nota og nýta til hins ýtrasta, venda flikum, bæta og stoppa, og allt varð að ganga sinn gang i henni Keflavik meðan þar var dvalið. Árið 1946 flytjast þau Dagbjört og Eyvindur til Reykjavikur með fjölskyldu sina. Þar átti Eyvindur skamma ævi fyrir höndum, dó þar 22. febrúar 1947, rösklega fimmtugur að aldri. Börn þeirra hjóna eru þessi, Jóhanna Magna Margrét, fór til Danmerkur 18 ára gömul fyrir nær islendingaþættir fjörutiu árum, giftist þar dönskum mani og býr i Kaupmannahöfn: Guðrún, gift Reyni A. Sveinssyni skóg ræktarmanni, Ingibjörg, gift Skúla Sigurbjörnssyni leigubilstjóra, Jón simamaður, Guðmundia Guðrún, gift Jóni Franklin útgerðarmanni, Gisllaug afgreiðslustúlka. öll eru þau búsett i Reykjavik. Friðrik Elias dó fertugur að aldri árið 1969. 1 Reykjavik bjó Dagbjört lengst af með sonum sinum Jóni og Friðrik að heimili þeirra i Stóragerði 18. Það var þó ekki hægt að segja að þau mæðgin væru að staðaldri bara þrjú i heimili. Þangað þurftu margir að koma og vera. I fyrsta lagi voru það dætur Dagbjartar, sem bjuggu i borginni. Þær þurftu að hafa náið samband við móður sina alla tið og reyndust móður sinni góðar og gegn- ar dætur, er lögðu henni allt sitt besta eftir þvi sem ástæður leyfðu, enda var á milli þeirra mikil og gagnkvæm vinátta. Barnabörnin voru heimavön hjá ömmu sinni. Þau fundu og nutu hennar vinarhlýju og velvildar- umhyggju.sem þau hændust að, og nú siðustu árin voru barnabarnabörnin komin á kreik til að njóta hins sama hjá henni langömmu sinni. Fórnarlund Dagbjartar var alveg sérstök til barna sinna og afkomenda. Og nú þegar hún er farin er mikill og innilegur söknuður þeirra.er mest hafa misst. Ekki má gleyma drengjunum hennar, Jóni og Friðrik, sem voru móður sinni stoðir og styttur eins og best varð á kosið. Það var mikil blessun fyrir þau öll, sú góða samvera sem þau áttu. Hvert þeirra studdi annað til hins besta, og nú siðustu fimm árin eftir að Friðrik dó voru þau mæðginin Jón og Dagbjört ein um sitt heimilishald. Var Jón hinn sami góði umhyggjusami sonur allt til enda dægurs móður sinnar. Nú þegar þessum minningarorðum fer að ljúka, vil ég láta þess getið að Dagbjörtu kom það engan veginn á óvart eftir að Baldvin bróðir hennar dó, að hún ætti þá stutta stund eftir ólifaða. Hún vissi það fyrir löngu að svo ætti að vera; samband syst- kinanna var með afbrigðum náið og kærleiksrikt frá þvi er þau voru smábörn i móðurhúsum og allt til siðustu stundar. Siðast kvaddi ég Dagbjörtu frænku mina suður i Njarðvik, þegar hún fór þ. 5.febrúar s.l. tii þess að vera við kistulagningu Jórunngr systur sinnar. Og ennþá vil ég kveðja elsku frænku mina og þakka henni af hjarta, fyrir hönd konu minnar og barna, foreldra og systkina alla vináttuna, birtuna og tryggðina,er hún lét okkur i té af sinum veitandi veruleika. Hjartans þakkir fyrir allt. Guðs á vegum gakk þú bjarta heima. Innilegar samúðar- og vinarkveðjur til hinna fjörutiu afkomenda,sem eftir lifa. Guðmundur A. Finnbogason. f Fædd 23. ágúst 1893. Dáin 3. marz 1974. Hún elsku amma min er dáin. Söknuður okkar er meiri en orð fá lýst, og við fáum ekki trúað og viljum ekki trúa, að við sjáum hana ekki framar, hún sem var sólargeisli okkar allra, alltaf svo góð og blið, við okkur öll, og hennar heimili var alltaf opið fyrir alla, nótt sem nýtan dag, alltaf var hún jafn ánægð þegar einhver birt- ist i dyragættinni. Allir.sem kynntust ömmu heilluðust af henni bæði vegna skemmtilegrar framkomu og hversu falleg hún var, einnig hafði hún sérstakt aðdráttarafl, sem dró til sin marga vini og kunningja, sem alltaf héldu sambandi við hana og margir daglega. Alltaf fylgdi hún timanna rás, og tók strax við öllu þvi sem nýtt var, best undi hún sér hjá ungu og hraustu fólki. Alltaf hafði hún samband við börn sin og barnabörn, enda afkoemndurnir orðnir 38 og aðeins einn skuggi fallið á, þegar Frissi yngsti sonur hennar dó fyrir u.þ.b. fjórum árum,en það var mikil sorg fyrir hana. Vildi hún alltaf vera viss um að okkur liði öllum vel, og ef eitthvað brá út af var auðvelt að lesa úr svip hennar að allt ekki var með felldu. Amma hafði lika skemmti- lega kimnigáfu, þó svo hún væri mikið veik þá gat hún oft gert að gamni sinu, minnist ég þess þegar hún sagði mér sögur þegar hún var ung og hraust og hún hló að prakkarastrikum?sem hún hafði gert, en allt var þó meinlaust grin, og er ég viss um að ekki er til nein mannvera^ sem var henni óvinveitt. Þó að við höfum vitað að hún var orðin mikið veik og að hún óskaði þess svo innilega að fá að deyja og hitta alla sina ættingja og vini, þá vorum við svo hræðilega eigingjörn, að við sættum okkur ekki við að hún færi frá okkur. En við vitum að núna liður henni vel hjá Guði, og sinum stóra systkina- og vinahópi, og ekki sist hjá Frissa syni sinum. Ég kveð elsku hjartans ömmu mina, og þakka henni fyrir yndislegar samverustundir, og bið þig góði Guð að vernda hana um ókomnar stundir. Rósa. 11

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.