Íslendingaþættir Tímans - 11.05.1974, Blaðsíða 8

Íslendingaþættir Tímans - 11.05.1974, Blaðsíða 8
Hansína Magnúsdóttir Þriðja ágúst 1971 lézt á Isafirði, Hansina Magnúsdóttir, búsett að Aðal- stræti 33. Hanslnu þekktu flestir miðaldra og eldri Isfirðingar, þegar „Kaffi Hekl- an” barst I tal. Hansina fæddist að Svinaskógi, Fellsströnd, 1. april 1895, foreldrar hennar voru, Kristin Jónsdóttir frá Keisbakka, Skógarströnd og Magnús Hannesson, frá Guðlaugsvik, Strönd- um. Hansina fór ung I fóstur til frænku sinnar, Sigurborgar Jónsdóttir og manns hennar, ólafs Magnússonar bónda að Arnarbæli, Fellsströnd, og ólst hún upp hjá þeim til 18 ára aldurs, þá réðst hún i vist til Isaf jarðar, þar sem hún bjó alla tið siðan. 22 ja ára giftist hún Guðjóni Jóns- syni kaupmanni frá Þambárvöllum i Bitrufirði, en Guðjón var betur þekkt- ur sem vaktari, en þann starfa hafði hann á ísafirði um árabil. Arið 1929 fluttu þau Hansina og Guð- jón I eigið hús að Aðalgtræti 33,og sam- timis hóf Hansina greiðasölu i þessu nýja húsnæði og gaf hún greiðasölunni nafnið: „Kaffi Heklan.” Það mun hafa vakað fyrir henni i byrjun að veita aðkomufólki, sem átti leið um lsafjörð,beina, en fyrr en varði tók hún að sér fastagesti, lausa- gestirnir staðfestust.og innan tiðar var setinn bekkur á „Heklunni” og með árunum varð margt gestanna nánast heimilisfólk. Þess má nærri geta, að nóg var að starfa á heimili, sem þurfti að fæða 20 til 30 manns, og þessu fylgdi erill oft langt fram á kvöld, en á hinn bóginn hafði fjölmennið sina kosti, og kom það oft bezt fram á vetrum, i skamm- deginu, þegar vond veður geisuðu og ekki gaf á sjóinn. Þá skemmti fólk sér á skvöldin við spil, og tafl, þá var lesiðogræðzt við,og ef talið barst að dulrænum efnum, þá var Hansina með á nótunum, og ekki að efa, að hún átti margar góðar minningar slikra kvöldstunda. Þetta var það umhverfi, sem Han- sina lifði og hrærðist i um langt árabil. Hansina var hreinskiptin og stjórnsöm, en jafnframt réttsýn og tillitssöm, og þurfti hún oft á öllu þessu að halda, til þess að alt færi vel úr hendi. Mest reyndi á þrek hennar, þegar erfiðir timar til lands og sjávar gengu yfir, þegar atvinna var stopul, þá gekk oft erfiðlega að'fá greitt fyrir fæðið,og alltaf var til fólk,sem reyndi að komast hjá þvi að borga, en flestir gerðu sitt bezta. Eins og áður var getið,hafði Hansina mikla ánægju af að ræða dulræn efni. Það var henni þvi mikill ánægjuauki að geta sótt fundi á guðspekistúku, sem stafaði um tima á ísafirði, og hafði á að skipa mörgum ágætum fyrirlesurum: henni þótti miður, þegar starfsemi stúkunnar hætti. Hansina var einnig félagskona i kvenfélaginu Ósk, en ósk stóð oft fyrir matargjöfum til fátækra sængur- kvenna á þeim árum. Hansina missti mann sinn 1937, og bjó hún þá með börnum sinum i nokk- ur ár, en þau elztu voru þá farin að stálpast. 1941 giftist Hansina seinni manni sinum, Jónasi Guðjónssyni trésmiða- meistara, og upp frá þvi hættir hún greiðasölunni,og þótti henni umskiptin góð. Nú var heimilið orðið litið og við- ráöanlegt og góður timi til ýmissa áhugaefna,sem höfðu verið i hug henn- ar alla tlð, ferðalög i nágrennið og nærliggjandi sveitir og suður til barna og ættingja, sem flutzt höfðu til Reykjavikur á þessum árum. Hansina var mikill náttúruunnandi, og á ferðum sinum á sumrin skoðaði hún mikið jurtir og grös og nokkrum tegundum safnaði hún og notaði i te og mat. Hún var einnig félagi I Náttúru- lækningafélagi Islands. Hansína var föst fyrir i mörgu,og eitt af þvi var staðfesta hennar i tóbaks og áfengismálum, en hvorugt þessara var.alyfja komu inn fyrir hennar varir. Siðustu ár Hansinu voru henni érfið, en þá var hún farin að kenna veikinda, og naut hún þá góðrar umhyggju Jónasar, eiginmanns sins. Hansina og Guðjón eignuðust fimm börn, fjögur eru á lifi. 'Olafia, gift Benedikt Gunnarssyni, Jens, kvæntur Ingibjörgu ólafsdóttur, Magnús, kvæntur Þuriði ólafsdóttur, og Skúli Rúnar, kvæntur Ingveldi Guð- jónsdóttur. Hansina átti tvær systur og þrjá bræður: Borghildur, sem er látin, Elisabet, sem býr á Isafirði, Ingólfur og Valgarður, sem búsettir eru i Reykjavik, og Guðlaugur, sem er látinn. Einnig átti hún fósturbróður, Berg Hallgrímsson, sem ólst upp með henni i Arnarbæli,en þau voru frænd- systkin, og býr hann i Reykjavik. f.ó. 8 islendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.