Íslendingaþættir Tímans - 11.05.1974, Blaðsíða 4

Íslendingaþættir Tímans - 11.05.1974, Blaðsíða 4
foreldra minna, sem þá bjuggu enn vestur i Haukadal. En aldrei slitnaði samband þeirra móður minnar og höfðum við alltaf spurnir af Sigriði gegnum bréfaskipti þeirra. Arið 1934 brugðu foreldrar minir búi og fluttum við þá til Reykjavikur. Man ég að þá var Sigriður ein þeirra fyrstu af vinum og kunningjum, sem við hittum eftir að þangað kom. Þessi ár voru sá timi, sem setti óafmáanleg merki sin á kjör hins almenna borgara, merki at- vinnuleysis og örbirgðar. Þá man ég Sigriði á heimili sinu og frænda sins og samferðamanns, Jóns Lárussonar, en þau bjuggu i litilli leiguibúð vestur á Bráðræðisholti. Þar var hvorki vitt til veggja né hátt til lofts en snyrtilegt einsog alltaf var i kringum Sigriði. Þá stundaði hún ýmis konar vinnu,sem til féll, aðallega saumaskap ef einhver hafði efni á að láta sauma flik. Fisk- vinnu hafði hún einnig sem Igripavinnu þegar hana var að fá, eins og algent var að konur gerðu til að drýgja tekjur heimila sinna, á þessum árum, kreppuárunum. Ekki minnist ég þess að Sigriður bæri neitt vonleysi i brjósti þó illt væri I ári, enda hefði það ekki verið henni likt. Hverju, sem framundan beið, varð að taka og komast ósigraður út úr erfiðleikunum. Þannig var hennar lifsstefna. Starfsorku sina mátti segja.að hún hefði nú að fullu endurheimt og fjár- hagslega sjálfstæð hafði hún verið alla tið. Nú keppti hún að þvi að halda þvi óbreyttu þó hart væri i ári. Er bygging var hafin á II. áfanga verkamannabústaða festi Jón Lárus- son kaup á ibúð þar. Að búa I eigin Ibúð var þá talið stórt skref til framfara. Lét Sigriður ekki sitt eftir liggja til að- stoðar við þessa fjárfestingu. Komu þá starfsvilji og hagsýni hennar að góöum notum. Þegar byggingu var lokiö fluttu þau inn I nýja og bjarta ibúð að Ásvallagötu 57. Sú ibúð átti eftir að vera hennar eftilætis dvalar- staður um langt árabil. En nú voru nýir timar skammt und- an. Striðsárin breyttu ástandinu i at- vinnumálum landsmanna svo um munaði. Þau ár stundaði Sigriður iðngrein sina af miklu kappi. Saumaði hún nú mestmegnis drengjafatnað. Viöskiptavinir hennar voru oft þeir sömu ár eftir ár og veit ég að hún taldi sér ávinning að viðkynningu við marga þeirra, hefur það trúlega verið gagnkvæmt þvi ófáir þeirra héldu sambandi við hana upp frá þvi. Nú liðu nokkur ár en þá kom að erfiöum kaflaskiptum i lifi Sigriðar. Sjúkleiki sótti Jón Lárusson heim. Þá kom vel i ljós hvað tryggð og vinfesta voru rikir þættir i skapgerð hennar. Er vonlltið þótti um bata flutti Jón 4 af sjúkrahúsi heim á heimili þeirra. Þar lá hann að miklu leyti rúmfastur og oft mjög sjúkur maður um allt að tveggja ára skeið. Sigriður hjúkraði honum af mikilli alúð og hlifði sér hvergi. Grunar mig að þessi timi hafi orðið hvað eftirminnilegastur i sambúð þeirra. Hann naut umhyggju og hjúkrunar hennar og mat alúð hennar að verðleikum. Sjálf naut hún þess ef til vill ekki siður að veita honum allan þann styrk og aðstoð.sem hún mátti þessar siðustu samveru- stundir þeirra. Að ósk hans hélt hún ibúð þeirra að honum látnum og^J?ar bjó hún ein svo lengi sem hún gat séð um sinar daglegu þarfir. Ég held» að fullyrða megi að þessi reynslutimi hafi einnig fært henni vináttu og ævilanga um- hyggju þess manns, sem hún taldi sér nákomnastan upp frá þvi, en það var Friðrik Jónsson lögregluþjónn, sonur Jóns Lárussonar. Friðrik var stoð og stytta föður sins I veikindum hans og eftir lát hans lét hann sér svo annt um Sigriði að betri aðstoð gat hún ei kosið sér. Enda efast ég um að hún hefði metið hann meira, þó hann hefði verið hennar eigin sonur. í skjóli hans fékk hún þá ósk sina uppfyllta að búa fram á siðustu ár i ibúð sinni að Asvallagötu 57. Þar undi hún bezt, jafnvel eftir að starfsorka hvarf henni að mestu. Hún var svo lánsöm að halda sjón og heyrn óskertri til siðasta dags, en siðustu árin tók hennar trausta minni að bila. Skömmu fyrir niræðis afmæli sitt, varð að flytja hana á sjúkrahús, þar sem hún dvald- ist nokkurn tima. Komst hún aftur til sæmilegrar heilsu en var nú ekki leng- ur fært'Sð-búa ein sins liðs. Fluttist hún þá á Elliheimilið Grund og undi þar hag sinum vel til hinztu stundar. Mörgu mætti hér við bæta, ef gera ætti mannlýsingu Sigriðar þau skil, sem vert væri. Marga eðlisþætti hafði hún I skapgerð sinni.sem haldgóðir reyndust á hennar löngu lifsgöngu. Hún var mikill unnandi ljóða og ann- arra góðra bókmennta. A yngri árum veitti hún sér þann munað að eignast þau bókmenntaverk, sem hún dáði mest. Man ég vel, að eitt sinn færði hún mér að gjöf af bókakosti sinum, ljóðasöfn nokkurra þjóðkunnra skálda. Ég hygg að þá hafi hún kunnað nær allt,sem þar stóð og hafi henni fundizt timi kominn til að fleiri nytu þessa menningararfs. Siðan eru meira en þrjátiu ár. A þeim árum var hugur minn bundinn öðru fremur en ljóðagerð, en siðar fann ég I þessum bókum perlur, sem ég hefði ekki viljað án vera. Þessar bækur eru nú meðal þeirra,sem ég met mest i eigu minni. Sjálf var Sigriður hagorð vel en hélt þvi lítið á lofti. Kimni var sá eininleiki, sem oft var grunnt á dagfari hennar. Vona ég að ekki mundi hún misvirða það þó ég láti, til gamans fylgja þessum linum eina af þeim fáu visum hennar, sem ég kann. Visu þessa lærði ég sem ungling- ur. Þótti mér hún vel gerð og hnyttin. Tilefni visunnar varð.er Sigriður var vinnandi hjá velmetinni fjölskyldu i Reykjav. í þá tið þótti mikil heimil- isprýði að málm-munum af ýmsu tagi, sem komið var fyrir hér og hvar. Lá mikil vinna I þvi að gljáfægja þessa muni i viku hverri, auk annarra starfa. Eitt sinn tókst svo til, að Sigriður hafði komið einum slikum hlut fyrir á öðrum stað,en þeim, er honum var ætlaður. Húsfreyju gramdist þessi ónákvæmni og hafði þar um nokkur orð og vandaði um við Sigriði. Næsta dag rakst húsfreyja á blað með þessari visu i stofu sinni: Gleður lyndi látúnspragt ljúfur myndast friður. Það er synd að setja skakkt svona myndir niður. Ekki var meira um atvik þetta rætt og góður vinskapur rikti áfram milli Sigriðar og húsfreyju. Mörg af ljóðum Sigiðar hefðu fremur verið þess verö að geymast en þessi visa. En hugsmið- ar hennar munu nú að mestu gleymd- ar. Er það mjög miður, ekki sizt vegna þess að þar kom i ljós málfar hennar, kjarnmikið og vandað, er orðið hafði henni tamt i æsku. Sigriður er ein þeirra, sem bera hvað skýrast svipmót i minningasafni minu frá liðinni ævi. Mynd hennar er tengd lifsferli minum allt frá barnsminni. Einnig á ég i fórum minum ljósmynd af Sigriði á æskuárum. Sú mynd sýnir svipsterka, tápmikla stúlku með mikið dökkt hár. En ef til vill er mér hugstæðust sú mynd er ég geymi i huga mér frá þvi erég eitt sinn heimsótti hana, háaldr- aða á Elliheimilið Grund. Með ánægju leit hún yfir farinn veg, minntist samferðafólks, sem flest var horfið sjónum, jafnt vinir sem ættmenni. Til liðandi stundar var afstaða hennar einnig jákvæð. Einn draum átti hún enn: þann að lif og heilsa mættu end- ast henni i heila öld. Sá draumur rætt- ist þó ekki að fullu. Ógleymanlegt er mér, þegar hún fylgdi mér alla leið til útidyra þar sem leiðir okkar skildu. Um leið og ég hélt áfram út i sólskiniö horfði ég á eftir henni hverfa aftur inn i hið stóra hús, sem var athvarf hennar á þessum siðasta áfanga jarðlifsins. Snjóhvit var hún á hár, léttstig og kvik á fæti, klædd sinum islenzka búningi: isiendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.