Íslendingaþættir Tímans - 11.05.1974, Blaðsíða 6

Íslendingaþættir Tímans - 11.05.1974, Blaðsíða 6
Margrét Sigfúsdóttir bann 21. febr. var jarðsungin frá Fossvogskapellu Margrét Sigfúsdótt- ir, fyrrum húsfreyja á Uppsölum i Miðfirði, siðast búsett á Hrefnugötu 8, Reykjavik, en hún andaðist i Borgar- spitalanum 12. febr. s.l., liðlega 82 ára að aldri. Margrét fæddist að Uppsölum i Mið- firði, Vestur-Húnavatnssýslu, 29. sept. 1891, dóttir hjónanna Ingibjargar. Jónsdóttur og Sigfúsar Bergmann Guðmundssonar, er þar bjuggu lengi við mikla rausn og komu upp mörgum mannvænlegum börnum, sem eiga nú orðið fjölda afkomenda, vel gefið og dugmikið fólk. Ung að árum gekk Margrét i Kvennaskólann á Blönduósi, það, kunna og merkilega menntasetur Húnvetninga, er svo mikinn og heilla- drjúgan þátt hefur átt i menntun og menningu fjölmargra kvenna viðsveg- ar um land, og þó mest i Húnavatns- sýslum. — Að loknu kvennaskólanám- inu varð Margrét farkennari um nokk- urra ára skeið i heimabyggð sinni, og fóst henni það úr hendi með miklum ágætum, svo til var tekið um svo unga stúlku. Mátti þannig snemma sjá það, sem kom æ betur i ljós, eftir þvi sem árunum fjölgaði og verkefnin stækk- uðu , að hún var gædd miklum hæfileikum og gáfum, samfara lifsþrótti og afkastagetu, þót nettvaxin væri og létt i spori fram eftir ævi. Tuttugu og eins árs að aldri giftist Margrét Bjarna, elzta syni þeirra Núpsdalstunguhjóna, Björns og As- gerðar, er þar bjuggu um fimmtiu ára skeið, vel metin og kunn i sinni sveit. Ungu hjónin höfðu frá barnæsku stundað hvers konar sveitastörf, svo sem þá tiðkaöist, og varla var um annað lifsstarf en búskap og ræða á þeim slóðum, enda ákváðu þau að feta þannig i fótspor foreldranna. Mesti vandinn var að komast yfir hentugt jarðnæði, og urðu þau, sem fleiri, að flytja oftar en einu sinni búferlum, en iengst bjuggu þau á föðurleifð Margrétar, Uppsölum, sem er góð jörð og vel i sveit sett. Þau hjónin eignuöust 8 börn, sérlega efnileg og vel gefin, og hafa þau öll orðið nýtir þjóðfélagsþegnar og borið ætt sinni og foreldrum gott vitni um manndóm og uppeldi. Eru þau öll á lifi nema elzti sonurinn, Sigfús, stofnandi og framkvæmdastjóri heildverzlunar- innar Heklu, en hann andaðist 1967. Var það mikið áfall öldruðum foreldrum, eiginkonunni Rannveigu Ingimundardóttur og börnumþeirra fjórum, svo og öllum hinum fjölmörgu vinum o vandamönnum. En sennilega hefur enginn misst þar meira en aldurhnigin móðir hans, enda gat ekki betri son en Sigfús, sem var, eins og stundum er til orða tekið, augasteinn móður sinnar. Það liggur i augum uppi, hvert afrek það er, efnalitlu fólki i sveit.að ala upp svo stóran barnahóp þannig að ekkert skorti. Þau hafa áreiðanlega engan dag legið á liði sinu, ungu hjónin, sem hér um getur og lögðu saman út á lífsbrautina fyrir sextiu og tveim árum, en hafa nú bæði safnazt til feðra sinna, Bjarni andaðist 1970. — Mikils hefur þurft að afla og vel að nýta öll búsins gæði, að svo undraverðum árangri yrði náð. Það var mikils virði fyrir heimilið, hversu vel húsfreyjan hafði búið sig undir lifsstarfið, auk þess sem Margrét hafði flesta þá kosti og eiginleika, sem góða móður má prýða. Hún var kannski fyrst og fremst móðir, það hlutu allir að finna sem henni kynntusU og vitanlega mest hennar nánustu afkomendur sem nú eru orðnir 45 i þrjá liði. Til Reykjavikur fluttust þau Bjarni og Margrét 1949 enda voru börnin þá öll uppkomin og flest flutt þangað á undan þeim. Gerðist Bjarni starfs- maður við fyrirtæki sonarins, Sigfús- ar, en Margrét hélt sinni reisn sem húsfreyja, fyrst á Vesturgötu 9, þá á Lugarnesvegi 67, og siðast að Hrefnu- götu 8. Alltaf var jafngott að heim- sækja þau hjón,enda oft gestkvæmt fjölskyldumeðlirnir margir, börn tengdabörn og barnabörn, frændur og vinir, bæði úr borginni og heimabyggðinni fyrir norðan. Skorti aldrei góðar veitingar og hlýlegl viðmót, eða það sem nefnt hefur verif einu nafni islenzk gestrisni. Slðustu 2 árin var Margrét rúmliggj andi IBorgarspitalanum, þar sem hún naut hinnar beztu hjúkrunar og umönnunar þar til yfir lauk. Þessari góðu og göfugu konu fylgja nú kærar kveðjur og þakkir fyrii rita, er einn þeirra, sem margt oé mikið hafa að þakka, allt frá þvi ég tii ára gamall hóf mina fyrsti skólagöngu hjá henni á þein sögufræga stað, Bjargi. Gott er þreyttum að sofa. Far þú friði. G.B. í f. 29. sept. 1891. d. 12. febr. 1974. Margrét Sigfúsdóttir fæddist að Uppsölum i Miðfirði þann 29. sept. 1891, og þar ólst hún upp hjá foreldrum sinum, þeim Ingibjörgu Jónsdóttur og Sigfúsi Bergmann Guðmundssyni. I æsku hlaut hún meiri menntun en þá tiðkaðist almennt. Hún var á Kvenna- skólanum á Blönduósi, og siðar fór hún á námskeið I Kennaraskólanum i Reykjavik. Slikt mun ekki hafa verið algengtá þeim tima, að sveitastúlkum gæfist kostur á jafnmikilli menntun. Þegar hún hafði lokið námi i Kennara- skólanum, gerðist hún um tima barna- kennari i sinni sveit, og þótti farast það mjög vel úr hendi, þvi henni var mjög eiginlegt að leiðbeina, bæði börnum og fullorðnum. Ung að árum giftist Margrét sveit- unga sínum, Bjarna Björnssyni frá Núpsdalstungu. Bjuggu þau lengst af á Islendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.