Íslendingaþættir Tímans - 11.05.1974, Blaðsíða 14

Íslendingaþættir Tímans - 11.05.1974, Blaðsíða 14
væri að ræða i okkar uppvexti. Það eitt nægði okkur öllum að eiga hvert annað og styðja hvert við annars bak. Svo samstæð vorum við, að væri á eitt ráð- izt, fannst hinum sem á heildina væri ráðizt. Þú varst bókamaður mikill, og fátt var þér betra gefið en góð bók. Ljóðelskur varstu með afbrigðum enda gaztu þulið kvæðin utanbókar, hvort heldur þau voru stutt eða löng. En fyrir tæpum fjórum árum misstir þú vininn, sem aldrei þér brást. Það var hún elsku mamma, sem staðið hafði við hlið þér i tæp fimmtiu ár. Eft- ir það áfall varstu aldrei samur og jafn, og fátt virtist geta veitt þér hugg- un. Bækurnar þinar lágu litt hreyfðar i bókahillunum, sem ekki hafði gerzt áður. Þó minnist ég þess einu sinni, þegar ég var að lesa fyrir þig úr Þyrn- um eftir Þorstein Erlingsson, að þú virtist gleyma um stund og hreifst með. Þegar ég heimsótti þig á spital- ann i siðustu legu þinni, óskaði ég þess eins sjálfum þér til handa, að biðtimi þinn yrði sem stytztur, þvi ömurlegt er aðþurfa aðhorfa á þá, sem eru manni kærir, þjást, án þess að geta nokkra hjálp veitt. A meðan þú, pabbi minn, lást i þinu meðvitundarleysi á spitalanum, gerð- ist annar sorgaratburður i fjölskyld- unni. Elzta barnabarn þitt lézt af slys- förum i Sviþjóð. Hún Maddý okkar er dáin. Þvilik sorgarfrétt. Hvernig má það vera, og hver er tilgangurinn? Að hrifsa hana, sem var aðeins 27 ára, frá manni og tveim litlum yndislegum dætrum. En draumurinn, sem þig dreymdi, pabbi, kom þá fram. Þú sagðir, að ein- hver úr fjölskyldunni færi með þér, þegar stundin kæmi, og það var þá engin tilvlljun, þegar mamma dó, að þú baðst um,að grafreiturinn yrði fyrir þrjá hlið við hlið. Til að forðast beiskju og reiði verð- um við hin, sem eftir erum, að reyna að sætta okkur við og vona, að einhver sé tilgangurinn, þegar þeir, sem svo miklu verki virðast eiga eftir að ljúka hér á jörðu, eru svo óvænt kallaðir burt. Margrét Austmann Jóhannsdótt- ir fæddist 30. des. 1946, i Reykjavik, dóttir hjónanna Þórhöllu Karlsdóttur og Jóhanns Eymundssonar Hún var elzt af sex börnum þeirra hjóna. Ég minnist þess, með hvilikri eftirvænt- ingu beðið var, þegar Madda litla kom i heiminn. Hún var fyrsta barnabarn- ið, og tilhlökkunin var þvi enn meiri en ella, enda varð reyndin sú, að hún átti eftir að verða hvers manns hugljúfi, þvi i vöggugjöf hafði henni hlotnazt sú náð að fá yndislegt viðmót, glaðværð Minning Margrét Austmann Jó- hannsdóttir Kveðja frá móðursystur og fjölskyldu hennar. I blóma lifs og vona er endað æviskeið, min elskulega frænka, ég blessa minning þina. En gleðin, ljúfa og hreina, hér lýsti farna leið, þúlézthiðgóðaogfagra i orði og verki skina. Ég man frá bernskudögum þin bros og bliðu lund, er barnsins góða, oft ég var að gæta. Og eins þótt árin liðu, hér ætið hverja stund ég átti hjá þér sannri elsku að mæta. Og fjölskylda min þakkar þér árin, ásamt mér, já, allt hið góða, er veittir, frænka kæra. Viðbiðjum æðstan Drottin það allt að launa þér og ástvinunum styrk og huggun færa. Guðrún Karlsdóttir og fjölskylda. Minning Margrét Austmann Jó- hannsdóttir Kveðja frá ástvinum. Svo óvænt, kæra dóttir, þin hinzta kveðja hljómar, en hugljúf er sú minning, sem geymir horfin ár. Þin fagra ævisaga af elsku og göfgi ljómar, og er sem bjartur geisli, er hniga sorgartár. Þú, dóttir góð og systir, við saman áttum heima, svo sælar gleðistundir, á meðan dvaldir hér. En fórst þú, elsku Maddý, við munum aldrei gleyma, og hlýju, sem yljaði hverjum þeim, sem kynntist henni. Maddý var mjög söngelsk, og með tilkomu hennar bættist svo sannarlega liðstyrkur i fjölskyldukórinn. Hún ólst upp i föðurhúsum, þar sem hún hlaut ástúð sinna góðu foreldra. Maddý gift- ist eftirlifandi manni sinum, ómari Péturssyni, og eignuðust þau tvibura- stúlkur, Helenu og Sigrúnu, sem urðu sjö ára á afmælisdaginn hennar mömmu, sem var langamma þeirra. Missir telpnanna er einna mest- ur, þvi hvað er sorglegra en missa móður slna, þegar hennar er hvað mest þörf. Fyrir þremur árum hugðust ungu hjónin freista gæfunnar og kanna nýj- hve mikið þin var saknað, þvi heitt við unnum þérr Þitt unga hjarta geymdi þann yl frá kærleik sönnum, sem ávallt breiddi gleði og fegurð kringum þig. t æskuleikjum heima, og eins I dagsins önnum, þú öðrum blessun veittir um farið ævistig. Nú, dóttir kær og systir, við þökkum samfylgd þina, og þökkum allt hið góða, sem okkur veittir þú. Og afi og amma kveðja hér, elsku Maddý sina, með ástarþökk og trega, i kærleik, von og trú. Frá mömmu, pabba, systkinum og afa og ömmu. ar slóðir og fluttust þá til Sviþjóðar, þar sem slysið átti sér stað og klippt var á þráðinn. Um leið og ég votta litlu dætrunum, eiginmanni, foreldrum og systkinum hinnar látnu samúö mina og einnig hinum, sem eftir lifa og vona, að þið tvö, sem nú er verið að kveðja, megiö leiðast, þú, elsku Maddý min, og elsku pabbi minn, saman inn um hliðið, og þar tekur mamma örugglega vel á móti ykkur, eins og I draumnum, sem þig dreymdi, pabbi minn, og þess óska örugglega þeir áttatiu afkomendur, sem eftir lifa. Þin dóttir og frænka. Kristín. 14 íslendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.