Íslendingaþættir Tímans - 11.05.1974, Blaðsíða 10

Íslendingaþættir Tímans - 11.05.1974, Blaðsíða 10
Dagbjört Ágústa Jónsdóttir Bergmann Kædd 23. ágúst 1893, Dáin 3-marz 1974. Dagarnir koma, og dagarnir fara. Allir dagar eiga kvöld: eins þeir björtu sem hinir dimmu. Það er lögmál lifsins. Morgun, miður dagur og kvöld. allt er þetta samofið og kallast heill dagur. Þegar sagt er að einhver, hann eða hún, hafi lokið sinu dags- verki, er átt við að þá sé ekki úr meiru að spila af getu þeirra né framlagi til þessa jarðneska lifg. Hann er mis- jafnlega langur hérvistardagurinn hjá mannfólkinu. og enginn veit með vissu fyrirfram hver sinn dagur verður. ,,Ungur má, en gamall skal”, segir máltækið. Það er lögmál lifsins og stendur óhaggaö þó svo margt annað breytist. Dagbjört er einn þeirra góðu gengnu. HUn átti' langan ævidag að baki þegar hUn var öll, og var hún þvi ein af þeim sem skal. Þaö má nú segja að skammt sé stórra stunda milli hjá þeim þremur systkinanna frá Hópi, er nú á þremur og hálfum mánuöi hafa horíið af þessum heimi. Baldvin þann 13. nóvember siðastliöinn, Jórunn þann 4. febrúar, og nú siðast, yngsta systkinið, Dagbjört þann 3. marz. Og er nú allur blessaður systkinahópurinn kominn til feðra sinna, og þar með stóru blaði flett i lifsbók ættarinnar. Hjá hinum mörgu afkomendum og vinum þeirra lifa og geymast bjartar og hugljúfar minningar um gott og traust manndómsfólk, sem lifði lifinu sjálfu sér og öðrum til gagns og blessunar. Dagbjört Ágústa fæddist að Hópi i Grindavik á sólbjörtum ágústdegi sumarið 1893. Henni voru gefin skirnarnöfn til minningar um hirin bjarta fæðingardag hennar, og hefur Dagbjört sannarlega borið nöfnin sin með rentu allan sinn langa ævidag. Þegar Dagbjört var á fyrsta árinu dó faðirhennar, Jón Guðmundsson, bóndi og formaður á Hópi, var þvi ekki um að ræða minningar er hún ætti frá lifandi föður sinum, en frásagnir móður og eldri systkina um hann voru henni samt lifgrös sem barni, og þau lifgrös geymdi hún vel i sinni vitund alla ævina. Þegar eitt A bregst veröur annað meira, svo var með Guðrúnu Guðbrandsdóttur móður Dagbjartar. Hún varð að vera i flestu og öllu^. hvort tveggja móðir og faðir barna sinna, þeirra sem hún þurfti ekki að láta frá sér til annarra. I móðurhúsum ólst Dagbjört upp, og þar átti hún sfnar mestu og bestu hamingjustundir i glaðværum systkinahópi. Hún var yngst af systkinunum, fegursta og smæsta blómið á heimilinu. Oft á efri árum minnist Dagbjört á heimili sitt á Hópi, þaö voru sælar minningar,sem hún átti frá þeim timum, um móðurást og systkinavináttu. Þaö voru ekki minningar um veraldarauð,sem gladdi hjarta hennar frænku minnar þegar hún sagði frá sinum bernskudögum, og það svo eftirminnilega aö hún varö uppljómuð að sjá og heyra við þær frásagnir. Lengi getur góður gert það mátti segja með sanni um hana Gðrúnu frá Hópi. Hún geröi meira en til sinna barna, meðal annars tók hún á sitt heimili holdsveika stúlku, er hún hjúkraði i nokkur ár, og það til hinstu stundhr hennar af frábærri kærleiks- umhyggju. Merk kona fædd og uppaiin I Grindavik nú komin á áttræðisaldur, mikil vinkona Dagbjartar sagöi nokkru áður en Dagbjört dó, er þær ræddu um sina bernskudaga i Grinda- vik: ,,Ég hefi alla tið verið hamingjusöm kona, en þó vildi ég ekki upplifa neitt af minni ævi annaö en þau fimm sumur.sem ég var hjá móður þinni og ykkur systkinunum á Hópi”. Strax þegar kraftar leyfðu fór Dagbjört að vinna, heiman og heima. Fljótlega eftir fermingu fór hún i vist, eins og það var þá kailað, og þegar aldurinn og aflið leyfðu fór hún að fara lengra frá heimahögum. Hún var meðal annars i sumarvinnu á Eskifirði, og i kaupavinnu á Valda- stöðum i Kjós. Frá þessum stöðum átti Dagbjört sérlega góðar endur- minningar um góða veru og gott fólk: voru Valdastaöir ekki þar siðari. Það voru ekki langskólagöngurnar sem gerðu fólkinu leiða eða lifsspjöll á þeim árum er Dagbjört var ung stúlka. Guðstrú og góðir siðir voru hæst skrifaðar einkunnir frá móðurinni og barnakennaranum, samofnar fyrirbænum þeirra sem veganesti út á lifsbrautina, og dugði slikt vel og lengi. Það sem Dagbjört lærði á þessum árum var á þriggja mánaða námskeiði i matreiðslu,er hún sótti i Reykjavík. Þegar hún var um tvitugsaldur var hún einn manuö á saumanámskeiði i Reykjavik, og lærði hún þar kjólasaum. Þótt lærdómstim- inn væri stuttur varð árangurinn góður: lærði hún bæði fljótt og vel. Sem dæmi um hæfni hennar var það að saumakennarinn vildi fá hana með sér til Noregs, þar sem hún ætlaði að vinna áfram meö saumaverkstæðið. Dagbjört og móðir hennar voru óaðskiljanlegar: var þvi ekki um að ræða að hún færi neitt til annarra landa. Þegar Dagbjört var 23 ára gömul giftist hún Eyvindi Magnússyni Bergmann frá Fuglavik á Miðnesi: var það 16. nóvember 1916. Þau hjón hófu búskapinn i húsi þvi sem nú er Kirkjuvegur 23. Það hús þótti á þeim árum myndarlegt timburhús. Þar áttu þau sitt heimili um þrjátiu ára skeið. Þar fæddust börnin þeirra,sjö að tölu. Guðrún móðir Dagbjartar dvaldi hjá þeim hjónum. Lá hún þar rúmföst siðustu niu ár ævinnar, dó þar 1936, þá komin nokkuð yfir áttræðis aldur. Á þeim árum reyndi mikið á þaö hvað Dagbjört var kærleiksrik og elskuleg 10 íslendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.