Íslendingaþættir Tímans - 11.05.1974, Blaðsíða 13

Íslendingaþættir Tímans - 11.05.1974, Blaðsíða 13
Karl Þórhallsson og Margrét Austmann Jóhannsdóttir Fimmtudaginn 21. marz fór fram frá kapellunni i Reykjavik Utför Karls Þórhallasonar bifreiðarstjóra. Hann fæddist 25. febrúar 1896, i Reykjavik, en andaðist i Borgarspitalanum 11. marz 1974. Foreldrar hans voru Þór- halli Þórhallason frá Tungu, Hörðu- dalshreppi i Dölum og Guðrún Hjálmarsdóttir,Hagaseli, Staðarsveit. Karl Þórhallason stundaði mestan hluta ævi sinnar vöruflutninga. Fyrst var hann árum saman með hestvagn til flutninga og flutti þá alls konar vörur um bæinn. Hann átti þá oft marga hesta, sem hann notaði til vinnu, og var oft með fleiri og færri menn sér til aðstoðar. Þegar svo vöru- bifreiðarnar komu til sögunnar eftir 1920, var hann ekki seinn til að læra bifreiðaakstur og kaupa sér vörubil, sem varð óðara hans atvinnutæki. Seinna fjölgaði hann vörubilunum og hafði þá bilstjóra i þjónustu sinni. Vörubilarnir útrýmdu svo að kalla flutningum með hestum og vögnum. Karl reyndist frábær bifreiðarstjóri, duglegur og öruggur stjórnandi. Enda var hann verðlaunaður fyrir ágætan akstur. Karl var og mikill hestamað- ur og átti marga góða reiðhesta um áratugaskeið. Hann var dugnaðar- maður mikill, enda þurfti mikið til að sjá farborða hans stóra heimili. Hann eignaðist niu börn, sem nú eru öll uppkomin og búin að stofna sin heimili, og hafa öll reynzt hinir nýt- ustu borgarar. Nú eru barnabörnin hans orðin fimmtiu og þrjú og barna- barnabörnin 18 talsins. Þetta er mikið og gottævistarf að koma vel upp þess- um stóra barnahópi og öll hafa börnin reynzt sérstaklega vel uppalin og hátt- vis. Ég tel, að þar hafi ekki átt minni hlut að máli hans góða kona, sem mér virtist vera mikil móðir og uppalandi af guðs náð. Fyrir nokkrum áratugum kynntist ég þessum heiðurshjónum, og var það vegna þess að börn þeirra voru þá að koma til min i barnaskólann. Orsökin til þess að ég lagði leið mina fyrst á þetta heimili var sú, að eitt barnið vantaði i skólann. Þetta barn þeirra var þá veikt. Mér féll vel við þessi hjón, við fyrstu sýn. Þau voru svo samhent i öllu. Bæði töluðu þau vel um kennarana og skólann. Þetta gera yfirleitt foreldrar, sem eiga góð og vel uppalin börn. Ef til vill sýndu þau mér meiri velvild og virðingu en ég átti skilið, en það eitt er vist,að hinn góði kunningsskapur minn við þetta heimili rofnaði ekki i áratugi. Nú eru þessi heiðurshjón dáin. Karl Þórhallason var maður, sem vakti at- hygli,hvar sem hann fór. Hann var vel meðalmaður á hæð, þreklega vaxinn, léttur i hreyfingum og svipmikill. Hann var málsvari allra þeirra, sem stóðu höllum fæti i lifinu,og hjálpsam- ur. Hann var skapstór, en kunni flest- um betur að stjórna skapi sinu. Greind ur og gætinn var hann i orði og orð- heldinn i bezta lagi. Ég heyrði hann aldrei tala illa um nokkurn mann. Hann hafði á hinn bóginn stundum samúð með mönnum, sem miskeppnaðist jafnvel margt i lifinu sökum yfirsjónar og umkomuleysis. _Það var alltaf hressandi og skemmtilegt að spjalla við Karl Þór- hallason. Ég er honum og heimilisfólki hans öllu þakklátur fyrir allar gleði- stundirnar á hinu góða heimili hans og sendi börnunum hans og öllum vanda- mönnum minar beztu samúðarkveðj- ur. Böðvar Pétursson. Minning og kveðja Frá dóttur og móðursystur. Elsku pabbi minn! Nú, þegar skilnaðarstundin rennur upp og þú ert horfinn yfir móðuna miklu, finn ég til saknaðar og trega yf- ir því að hafa misst þann, sem ég hafði hvað mesta ánægju af að ræða við, þvi svo næman skilning hafðir þú á hinum ólikustu málefnum. Þú varst geðrikur, en svo fádæma hjartahlýr, að þér var allt fyrirgefið. Tilfinningamaður varstu mikill og áttir ríka samúð með litilmagnanum. Aldrei varð ég vör við afbrýðisemi hjá þér 1 garð nokkurs manns, enda gladd- ist þú innilega með, þegar vel gekk, sama hver átti i hlut. Þegar ég sit hér og læt hugann reika aftur i tlmann, er mér minnisstæðast, þegar við börnin þin niu, ásamt þér og mömmu, sungum öll saman, jafnvel margraddað sem i kór. Hve oft var þá glatt á hjalla. Það var erfitt að ala upp stóran barnahóp, eins og þið mamma gerðuð. Þá voru enghr fjölskyldubætur eins og nú er. Þin kynslóð var ekki alin upp við styrki eða niðurgreiðslur, enda var það ykkar stolt að koma barnahópnum upp hjálparlaust. Ég minnist ekki annars, en að öll höfum við verið ánægð yfir þvi einu að hafa nægan mat á borðum, enda skorti matinn aldrei, þótt um litinn nútima lúxus islendingaþættir 13

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.