Íslendingaþættir Tímans - 11.05.1974, Blaðsíða 16

Íslendingaþættir Tímans - 11.05.1974, Blaðsíða 16
Áttræð Ólöf Sigfúsdóttir Eftir þvi sem árin færast fleiri yfir mann, finnst manni þau fljótari að liða. bað er ekki fyrr en maður er kominn á efri ár, sem maður áttar sig á þvi, hve mannlifið er stutt. Oðru hvoru hrekkur maður við, þegar samferöamenn okkar hafa náð merkilegum áfanga á ævibrautinni, og okkur finnst svo ákaflega stutt frá þvi er maður kynntist þessari persónu fyrst. Jafnvel þó um hálfa öld eða meira sé að ræða. Hálf öld er þó ekki svo litill áfangi á þeim skeiðvelli sem hverjum er úthlutaður. Gömlum og gleymdumatvikum skýtur upp i huga manns, þvi rétt mun það vera, sem skáldið segir: Hin gömlu kynni gleymast ei. Og nú er mér sagt að vinkona min og áratuga kunningi. ólöf Sigfúsdóttir, sé áttræði dag. Ég hef litt lagt það i vana minn að skrifa afmæliskveðjur eða annað þess háttar, en kynni min af Olöfu Sigfúsdóttur og manni hennar, Benedikt Jónssyni, hafa verið á þann veg, að ég get ekki látið hjá liða að senda afmæiisbarninu heillaóskir i til- efni af þessum merkilegu tima- mótum og þakklæti fyrir margháttaða vinsemd i minn garð og minna. Það er sannarlega margs að minnast og verð- ur mér þá fyrst fyrir en ég ungur maður réðst i kaupavinnu að Aðalbóii til þessara hjóna, en þar bjuggu þau rausnarbúi um margra áratuga skeið. Mér er það i minni, þótt litils sé um vert, þegar Benedikt orðaði fyrst við mig að fara til sin i kaupavinnu. Þá spurði ég hann i góðlátlegri glettni: ,,Er ekki vont að vera hjá þér Benedikt”. Alveg var þetta nú tilefnis- laust og spurt út i loftið af ungæðis- hætti. Benedikt kimdi við og sagði: „Ekki verra en hjá mörgum öðrum”, og ekki var hann að gylla það fyrir mér á neinn hátt að það væri betra en hjá öðrum. Um dvölina á Aðalbóli vil ég aðeins segja þetta. Óviða eða hvergi hef ég kunnað betur við mig og bar þar margt til. Frjálslyndi og glað- værð húsbóndans og reisn og röggsemi húsfreyjunnar. bar rikti islensk gest- risni svo sem best verður á kosið. Þetta sérkennilega ták islenzkrar bændamenningar. Frá Aðalbóli fór enginn svo að honum væri ekki einhver greiði gerður. Fyrir um það bil 50 árum ferðaöist þyzkur prins og menntamaður um sveitir Islands. Þetta var heims- borgari, sem viða hafði farið. Hann rómaði mjög hina islenzku gestrisni og kvaðst hvergi hafa fundið eins inni- legan hlýleika og hjá islenzku sveita- fólki, og hann spáði þvi jafnframt að þetta myndi breytast með vaxandi fólksfjöldun og örari samgöngum, — og hann bætti við: ,,Þá verður ekki eins gaman að koma til Islands”. tslenzku sveitaheimilin eins og þau voru og eru vonandi enn, voru sann- kallaðir vermireitir. Alveg skrumlaust tel ég að Aðal- bólsheimilið hafi verið i fremstu röð hvað þetta snerti. Þess vegna minnist maður verunnar þar með þakklæti. Ég minntist þess áðan að Ólöfu Sig- fúsdóttur hefði ég margt að þakka bæði fyrir mig og mina. Sérstaklega vil ég þakka henni fyrir þá innilegu ástúð og hlýju,er hún sýndi börnum minum og þá sérstaklega Sigrúnu heitinni dóttur minni. Og fæ ég það seint fullþakkað. Ég hef svo þessar linur ekki lengri, en óska afmælisbarninu og sifjaliði hennar alis velfarnaðar á ókominni ævibraut. Jónatan Jakobsson. Sextugur: Asgeir Gunnarsson Hann er fæddur að binganesi i Nesjum 22. febr. 1914, sonur hjónanna Astriðar Siguðardóttir og Gunnars Jónssonar bónda þar. Asgeir ólst þar upp og dvaldi til þess tima, er hann fór að heiman til að afla sér menntunar, fyrst i bændaskólann á Hvanneyri og siðar i skóla á Akureyri. Hann kom svo heim og var um skeið bóndi i Þinganes: Árið 1936 kvæntist Ásgeir Maren Þor- kelsdóttur frá Rauöanesi i Borgar- sókn^ Mýraisýslu, ágætri konu. Þau eiga fjögur myndarleg börn. Meðan Ásgeir bjó hér i sveitinni vann hann mikið að umbótum á jörð sinni. Var hlynntur nýjungum i búnaði. Þennan tima voru honum falin ýmis trúnaðar- störf hér. Skal aðeins nefna aö hann var þá i stjórn Búnaðarfélagsins Afturelding og formaöur þess. Þau hjón fiuttu á Höfn 1947 og hafa dvalið þar síðan. Verð ég að segja.að ibúum Neshrepps fannst skarö fyrir skildi, þegar þau hjón fluttu héöan. Þaö verður alltaf tilfinnanlegt að missa góöa starfskrafta úr dreifbýli, eða þar sem fámennt er. Bót var þó hér i máli Frh. á bls. 15 16 islendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.