Íslendingaþættir Tímans - 11.05.1974, Blaðsíða 9

Íslendingaþættir Tímans - 11.05.1974, Blaðsíða 9
Dísa Ragnheiður Magnúsdóttir Disa Ragnheiður Magnúsdóttir er fædd á Kinnarstöðum i Reykhólasveit þann 4. ágúst 1932 — Dáin á Land- spitalanum þann 3. febrúar 1974. Hún var dóttir hjónanna Ingibjargar Pálsdóttur og Magnúsar Sigurðssonar, sú 4 i röðinni af 8 börnum þeirra hjóna. Föður sinn missti hún aðeins 8 ára gömul og móður sina fyrir tæpu ári. Disa lærði til ljósmóður og út- skrifaðist úr Ljósmæðraskóla Islands 30.9. 1954 og var þá ráðin ljósmóðir 1 Reykhóla- og Geiradalsumdæmi og hefur verið ljósmóðir þar slðan að einu ári undanskildu. Nú þegar ég og við öll kveöjum hana hinztu kveðju er svo margs að minnast, en fæst af þvi mun koma hér fram. Fyrstu kynni okkar, sem hægt var að kalla, var fermingarárið okkar, en við gengum saman til prestsins. Þá var oft glatt á hjalla. Siðan þá höfum við alltaf þekkzt og alltaf farið vel á með okkur og vináttan aukizt með árunum. í ágúst 1955 tengdist hún mér svo ennþá nánar, er hún og Sigurgeir bróðir minn gengu i hjónaband og hófu búskap á Reykhólum', fyrst i sambýli við foreldra mina, en siðan sér, er þau reistu nýbýlið Mávavatn á Reyk- hólum, þar sem þau hafa svo að mestu búið siðan. Svo fæddust synirnir fjórir, Tómas 7. júli 1956, Magnús 6. okt. 1957, Valgeir 23, marz 1961 og Egill 20. mai 1965 og var ég þeirrar ánægju aðnjótandi að taka á móti þeim, nema einum. En i það skipti gat ég ekki fengið mig lausa úr vinnu minni á Fæðingardeildinni og þótti mér það mjög leitt, þvi allir eru þeir fæddir heima. Allir eru þeir elskulegir og efnilegir drengir sem þau mega vera stolt af.Og alltaf var gaman að koma heim, skreppa vestur og hitta ykkur öll. En nú er stórt skað höggvið þar sem henni hefur nú verið kippt i burtu frá sonum og okkur öllum, sem þótti vænt um hana. Ýmsir erfiðleikar urðu á vegi þeirra svo sem þegar húsið var næstum fokið ofan af þeim um miðja nótt og þau rétt komust i bilinn og upp á hól til pabba og mömmu. Siðan fyrir tæpum 2 árum i júni, þegar hún var að vinna i sumarafleysingum á Fæðingardeildinni og fékk þær fréttireinn morguninn að húsið og inn- bú að mestu hefði brunnið um nóttina, en mannbjörg orðið, sem þakka hefði mátt henni Pilu, tikinni þeirra, enda naut hún ýmissa forréttinda eftir það. En þau ákváðu að vera áfram fyrir vestan og byggja upp. Og 3 mánuðum siðar fluttust þau i nýtt hús, sem má segja, að fyrst núna sé fullbúið, er henni svo til óforvarað er kippt i burtu. Ég man hvað hún var glöð I sumar að geta keypt teppi á gólfin og ýmislegt til að prýða heimili sitt. Og þegar við skruppum noður i land með Braga i sumar, mikið var gaman að af þvi ferðalagi varð, endá sagði hún einu sinni við mig i veikindum sinum: ,,Ég held ég sé komin norður i Reykjadal”. Veikindi hennar hófust I júli og þó e.t.v. fyrr, án þess að við vissum það. Þó grunaði engan, að svo stutt væri eftir, það var ekki fyrr en seinnihluta október, að ég fékk að vita hversu alvarleg veikindi hennar voru og það var erfitt. En örlitil von var um bata og i hana var haldiö i lengstu lög. Um hátiðar var þó ekki lengur vafi að hverju stefndi, en um jólin var hún heima þótt liðan hennar væri slæm. Þann 28. desember kom hún svo i siðustu ferðina suður og lagðist þá strax inn á Landspítalann og var þá þungt haldin. Von min er þó sú, að hún hafi ekki liðið mjög mikið, þvi frábær- lega vel var hugsað um hana af hjúkrunarfólki á deild 4 D Land- spitalanum. Við eigum oft eftir að sakna hennar, en við hittumst eflaust aftur og við þökkum þá samleið, sem við áttum. Hafðu þökk fyrir allt og allt. Bróðir minn góður og frændurnir minir, Tumi, Maddi ^Valli og Egill. Við Bragi sendum ykkur okkar innilegustu samúðarkveðjur og biðjum Guð að vera með ykkur. Ykkar Didi. ATHUGIÐ: Fólk er eindregið hvatt tii þess að skila vélrituðum handritum að greinum í íslendingaþætti, þótt það sé ekki algjört skilyrði fyrir birtingu greinanna. íslendingaþættir 9

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.