Íslendingaþættir Tímans - 11.05.1974, Blaðsíða 2

Íslendingaþættir Tímans - 11.05.1974, Blaðsíða 2
var áhugasamur framsóknarmaöur og studdi Framsóknarflokkinn meö ráöum og dáð alla tið og vann að fram- gangi hans eftir þvi sem hann haföi að- stööu og tækifæri til. Guömundur var góðum gáfum gæddur. Hann var viðlesinn og vel skrifandi og kunni góð skil á islenzkri tungu. Hann var framúrskarandi heiðarlegur og samvizkusamur, bæði i starfi og öllum háttum, sérstaklega trúr starfsmaður og húsbóndahollur og hugsaði eins vel um hag vinnu- veitanda sins, og sinn eigin. Hann bar viðgang og hag kaupfélagsins mjög fyrir brjósti og mátti aldrei heyra þvi hallmælt. Hann var ákaflega vinsæll af öllu starfsfólki kaupfélagsins og öðrum, sem hann vann með og átti samskipti við, sökum mannkosta og drengskapar. Ég veit, að ég mæli fyrir munn þess alls og viðskiptamanna kaupfélagsins, nú, þegar ég færi honum þakkir, við leiðarlok fyrir allt samstarfið I kaupfélaginu og þjónustuna við viðskipamenn þess. Guðmundur átti góða og velgerða konu, Guðrúnu Sveinsdóttur. Hún reyndist manni sinum einstaklega vel, bæði i bliðu og striðu. Hún bjó þeim mjög hlýlegt og snoturt heimili, þar sem gott var að koma og margir áttu skjólshús, stundum þeir sem bágt áttu og þurftu á hjúkrun að halda. Guðrún er ósérhlifin og glaðlynd og reyndist manni sinum góð eiginkona og hjúkr- unarkona i öllum veikindum, svo að á betra varð ekki kosið. Þau Guðrún og Guðmundur eignuðust einn son, sem Leifur heitir. Hann er hinn ágætasti maður og er verzlunarstjóri hjá Kaupfélagi Arnes- inga. Kona hans er Laufey Steindórs- dóttir frá Baldursheimi á Stokkseyri og eiga þau þrjú mannvænleg börn. Guðmundur var aldrei rikur af veraldlegum auði, en hafði þó alltaf nóg, til þess að sjá sér og sinum far- boröa. Hann var hófsmaður og eyddi ekki fé' sinu i óþarfa munað, þó lét hann það eftir sér að kaupa bækur, og að láta binda inn bækur og timarit i fallegt band. Bókasafn hans er ekki mjög stórt að vöxtum, en það er vandað og fallegt. Honum var það mjög kært, enda voru bækur, lengi vel hans hálft lif. — Guðmundur dáði islenzkar bókmenntir og islenzk skáld, enda átti hann verk þeirra flestra i góðu bandi. Sérstaklega hafði hann miklar mætur á Þorsteini Erlingssyni og verkum hans. Hann hafði gaman af að lesa kvæði upphátt og gerði það vel, og þá urðu kvæði Þorsteins Erlings- sonar oft fyrir valinu. Guðmundur dáðist oft að kvæði Þorsteins „Bókin min” og hafði mikið yndi af að lesa siöasta erindi þess, og finnst mér þaö 2 vitna um sannleiksást Guðmundar. Erindið er svona: Og æskunnar menjar það meinlega ber, sem mitt var þar dýrasta og eina — um siðuna þá, sem þar óskrifuð er, ég ætla ekki að metast við neina: mig langar, að sá enga lýgi þar finni, sem lokar að siðustu bókinni minni. Ég veit að Guðmundur er nú tekinn til starfa i öðrum heimi, og þar hittum við hann öll aftur, og þá á ég von á að sjá fyrirheit meistarans rætast: Yfir litlu varstu trúr, yfir mikið mun ég setja þig. Ég flyt Guðmundi Pálssyni beztu þakkir minar og fjölskdylu minnar fyrir samfylgdina og konu hans og öðr- um ástvinum færi ég okkar innilegustu samúðarkveðjur. Ólafur ólafsson f Andlátsfrétt Guðmundar Pálssonar kom ekki alveg óvænt, þvi hann átti við slæmam sjúkdóm að striða, sem loks náði yfirhöndinni, svo enginn mannlegur máttur fær neitt við ráðið. Hann andaðist að heimili sinu þann 16. febrúar s.l. Ég veit,að betri ósk átti Guðmundur ekki, úr þvi sem komið var, en að fá að deyja heima og njóta þannig til siðustu stundar hinnar ein- stöku ástar og umhyggju Guðrúnar konu sinnar, sem hún veitti manni sinum i veikindum hans og reyndar alla tið og þau hvort öðru, það var gagnkvæmt. Þegar ég kom á Hvolsvöll til að setjast hér að fyrir nær 14 árum, þekkti ég fáa, en Guðmund og Guð- rúnu kannaðist ég við.og svo vel vildi til fyrir okkur hjónin og son okkar á öðru ári að búa i sama húsi og þau fyrstu ár okkar hér. Þeirrar sambúðar minnist ég ávallt með þakklæti. Ég minnist, er Guðmundur bauð mig vel- komna, hlýtt handtak.fá orð, en sögð af ynnileik og á þann hátt, aö ég fann, að hugur fylgdi máli, og mér varð strax hlýtt til hans. Aldrei heyrði ég Guðmund hallmæla nokkrum manni eða leggja neitt misjafnt til annarra. Hann var öllum velviljaður, vildi hvers manns vanda leysa, væri það á hans færi, og fann sárt til með þeim, sem i erfiðleikum áttu. Heiðarlegri mann hvort sem var i orði eða verki hef ég ekki þekkt. öll hans verk ein- kenndust af sérstakri snyrtimennsku og skyldurækni. Það var gott að vera barn i húsi Guðmundar og Guðrúnai; og fór sonur okkar ekki varhluta af þvi. Ég man, er sonarsynir þeirra komu i heimsókn og dvöldu tima og tima hjá afa og ömmu. Það voru góðir dagar fyrir drengina og var sonur okkar látinn njóta alls til jafns við þá, enda fannst honum sjálfsagt að kalla þau afa og ömmu. Guðmundur Pálsson var fæddur 6. marz 1904 að Eyvindarmúla i Fljóts- hlið. Foreldrar hans voru hjónin Sig- riður Guðmundsdóttir og Páll Auðuns- son. Ungur fór hann i fóstur til hjón- anna Ingileifar Jónasdóttur, og Þórðar Guðmundssonar að Lambalæk og elst þar upp. Hann kvænist 9. okt. 1935. Guðrúnu Þorgerði Sveinsdóttur frá Hallskoti i Fljótshlið. Taldi Guð- mundur það sina miklu gæfu, svo mjög unni hann konu sinni og mátti ekki af henni sjá. Sonur þeirra, Leifur, búsettur á Selfossi. Þau hefja búskap að Hróarslæk á Rangárvöllum, en 1947 bregða þau búi og setjast að i Hvolsvelli. Þar gerðist Guðmundur starfsmaður Kaupfélags Rangæinga og vann þvi til dauðadags. Ég finn ekki lengur hlýja handtakið og fölskvalausa viðmótið, en minningin lifir, og er ég heyri heiðar- legs eða drengskaparmanns getið, kemur mér ávallt i hug Guðmundur Pálsson. Ingibjörg Þorgilsdóttir f Mig langar að skrifa nokkur kveðju- orð, þegar vinur minn, Guðmundur Pálsson,er að fara til himnarikis. Ég minnist þess, þegar ég hóf störf, hjá Kaupfélagi Rangæinga fyrir 15 árum, þá kom Guðmundur til min og bauð mig velkomha með sinu trausta og einlæga handtaki. Hann var svo sannarlega ekki eitt i dag og annað á morgun og á okkar langa samstarf hefur aldrei borið neinn skugga. Guðmundur huldi ekki sinar talentur i gryfju, heldur ávaxtaði þær af fá- gætri trúmennsku i öllum sinum störfum. Ekki kæmi mér á óvart, þó hann hafi þegar verið boðinn til farnaðar herra sins og settur yfir mikið. Guðmundur var mikill gæfumaður i sinu einkalifi. Hann eignaðist glað- lynda ágætiskonu, Guðrúnu Sveins- dóttur, og hann mátti vera stoltur af einkasyninum og fjölskyldu hans, enda fylgdist hann af áhuga með framförum sonarbarnanna þriggja og gladdist yfir sigrum þeirra i námi og starfi. Þau hjón voru alla tið miklir vinir og 1 veikindum hans siöustu ár annað- ist Guðrún hann af þeim kærleika, sem eru engin takmörk sett. Jæja, Guðmundur minn. Nú þegar ég kveð þig, langar mig að þakka þér islendmqaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.