Íslendingaþættir Tímans - 11.05.1974, Blaðsíða 5

Íslendingaþættir Tímans - 11.05.1974, Blaðsíða 5
Guðrún Jakobsdóttir F. 9. april 1910 D. 28. febrúar 1974 Enginn veit hvar linan liggur lifs og dauða milli. Aðeins eitt vitum við, að yfir þá linu verða allir eitt sinn að stiga. „Milli min og dauðans er aðeins eitt fótmál”. Svo segir hið sigilda spakmæli, og þetta hvort tveggja vekur ökkur sér- staklega til ihugunar um samband lifs og dauða, þegar okkur virðist einhver kallaður mjög óvænt til þess að stiga þetta eina og jafnframt siðasta fótmál yfir linuna mjóu milli lifs og dauða Ég hrökk þvi ónotanlega við, er mér bárust þau óvæntu tiðindi, að mágkona mina og fjölskyldu vinkona, hús- freyjan að Hliðarbraut 1, Hafnarfirði, Guðrún Jakobsdóttir, hefði um kvöldið 28. febr. orðið fyrir slysi, sem leiddi nær samstundis til þess, að hún steig þetta örlagarika siðasta fótmál. Ég ætla ekki að rekja æviferil hennar i verulegum atriðum, heldur eiga þessi fáu orð min fyrst og fremst að vera þakklætisvottur fyrir rúmlega þriggja áratuga kynningu og alla þá vináttu, sem þeirri kynningu hefir fylgt milli fjölskyldna okkar. Guðrún var fædd að Urriðaá i V- Húnavatnssýslu og ólst upp ásamt mörgum systkinum þar nyðra. Ekki var ég kunnugur á þeim slóðum og get þvi litið dæmt af; eigin reynslu um uppeldisháttu og siði þar. En eftir mikil kynni siðar af þeim systkinum öllum, móður þeirra og fjölda ná- kominna ættingja þá er ég þess fullviss, að uppeldi Guðrúnar og þeirra systkina var byggt á grundvelli kristinnar trúar og þess siðgæðis, sem gegnum aldirnar hefir orðið drýgst til hins sannasta og bezta uppeldis- þroska með þjóð vorri. Skólaskylda var þá aðeins til barna- prófs. En heimili þeirra tima var skóli og það oftast merkilegur skóli. Undir- stöðugrein þess skóla var að vissu leyti aðeins ein, það var vinnan. En hún skiptist lika i margar valgreinar. Hin margbreytilegu störf gáfu ótal tækifæri til lærdóms og þroska, bæði kona með langt að heila öld á herðum og óbugaða lifsþrá i brjósti. Ég held að þá hafi mér orðið ljóst hvað Sigrið- ur var gædd mörgum þeim eiginleik- um, sem bezt hafa dugað íslendingum íslendingaþættir huga og handa. Þvi fylgdi ómetanleg þjálfun i sjálfstjórn og sjálfbjargar- viðleitni, sem fléttaðist saman við hina félagslegu samhjálp milli systkina og allrar fjölskyldunnar. Orðin námsleiði og unglingavandamál voru óþekkt i þessum skóla. En keppt var til prófs i slikum skólum, bæði munnlega og verklega. En i stað einkunna i tölum komu orðin: Verkhæfi á sem flestum sviðum, hugkvæmni, trúmennska og heiðarleiki i hvivetna. Reynslan sýndi mér siðar og sannaði,að Guðrún Jakobsdóttir hafði staðið sig með ágætum á þessu prófi. Unglingar þessa tima lásu lika mikið af úrvals bókmenntum, ljóðum, sögum og ævin- týrum og tóku sér ýmsar fyrirmyndir eða völdu sér ákveðið takmark að stefna að. Ekki er mér beinlinis kunnugt um hug Guðrúnar sáL.þegar hún leggur út i lifið,eins og sagt er, en af kynningunni siðar þá held ég,að ég myndi helzt leggja henni i munn sem einkunnarorð þessar ljóðlinur skálds-' ins: „0, faðir ger mig blómstur blitt, sem brosir öllum mót, og kviðlaust við kalt og hlýtt er kyrrt á sinni rót.” til þess að búa i landi sinu svo lengi sem raun ber vitni. Þess vegna þykir mér vel við eiga að minnast hennar nú, á ellefu alda afmælisári tslandsbyggð- ar Þuriður Arnadóttir. Ung hefur hún brosað við sinum verðandi, ágætis eiginmanni,Finnboga Ingólfssyni, sem nú lifir konu sina ásamt fimm börnum þeirra, 4 sonum og einni dóttur. Þau eru öll hin mann- vænlegustu, og hvort þeirra sinni stétt og stöðu til hins mesta sóma. Og aldrei heyrði ég Guðrúnu mæla æðruorð eða kvlða, þótt vafalaust hafi hún ekki komist hjá að mæta ýmsum erfið- leikum, sem hverju stórheimili hlýtur ætið að fylgja. Og svo sannarlega var hún föst á sinni rót, og frá þeirri rót er nú þegar vaxinn mikill og fagur blómakrans, þvi þótt Guðrún sál. næði tæplega 64 ára aldri, þá eru fjöl- skyldurnar frá þeim hjónum orðnar margar og afkomendur blómstra i 4 lið. Þegar ég þannig lit yfir kynningu mina af fjölskyldunni á Hlíðarbraut 1 i Hafnarfirði, þá hlýt ég að finna til innilegrar gleði með þeim, sem eftir lifa, yfir þvi einstaka barnaláni, sem þar virðist ganga i erfðir lið fram af lið. Ég minntist á valgreinar i skóla heimilis og skóla lifsins. Guðrún iðkaði einmitt eina sérstaka valgrein. Auk allra húsfreyjustarfa og heimilis anna þá lagði hún óþreytandi kapp á hannyrðir og heimilisprýði. Er mér kunnugt um,að flest eða öll heimili, sem henni voru tengd, og jafnvel út fyrir þær raðir, eiga ýmsa muni, sem gerðir eru af hennar hugviti og unnir af hennar handasnilli. Ég endurtek þakklæti mitt til Guðrúnar og allrar fjölskyldunnar fyrir staðfasta vináttu mér og minum til handa. Ég vptta eiginmanni hennar, börnum og öllu skyldfólki og vinum hinnar látnu merkiskonu innilega samúð og bið ykkur öllum yngri sem eldri hugg- unar og Guðs blessunar um langa framtið. Við skulum svo að lokum minnast þeirra sérstöku sanninda, að við ást- vina söknuð er það mesta huggunin og gleði að hafa mikiisað sakna. Slik til- finning lyftir minningu þess, sem saknað er, upp i hærra og ærða veldi, sem varpar ljósi og nýjum vona- bjarma á framtið þeirra, sem syrgja og sakna, en stefna þó ótrauðir upp á við og áfram á lifsins braut. '7 marz 1974 Halldór Guðjónsson. 5

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.