Íslendingaþættir Tímans - 11.05.1974, Blaðsíða 3

Íslendingaþættir Tímans - 11.05.1974, Blaðsíða 3
Sigríður Helgadóttir Konu einnar er mér hugleikið að minnast. Hún andaðist 22. mai 1972 á nitugasta og fimmta aldursári. Þessi kona hét Sigriður Helgadóttir. Sigriður fæddist 26. sept. 1877, að Köldukinn á Fellsströnd. Foreldrar hennar voru hjónin Helgi Sveinbjörns- son og Ingibjörg Sigurðardóttir, en þau bjuggu siðar að Stóra-Galtardal og Hellu i sömu sveit. Á þeim slóðum mun Sigriður hafa eytt bernskudögum sinum. Einn bróður átti hún, Einar Helgason. Þá er nær upptalið það, sem eg kann að segja með vissu um ætt- menni Sigriðar. Væri þó vel viðeigandi að gera þvi atriði betri skil, þar sem hún á i hlut, svo ættfróð sem hún sjálf var. Hefði e’g hlýtt með meiri athygli 6 orðræður hennar og móður minnar, sem löngum ræddu ættir manna af sameiginlegum áhuga, væri mér ekki vandi á höndum i þvi efni nú. Um uppvaxtarár Sigriðar er mér fátt eitt kunnugt, þar sem þau voru langt að baki þegar mig rekur fyrst minni til. Þó var mér ljóst af ummæl- um hennar sjálfrar. að mikils ástrikis naut hún hjá foreldrum sinum i æsku, enda var hún einkadóttir. Liklegt er að fljótt hafi komið i ijós hæfileikar hennar t'i að nema, hvort heldur var til orðs eða athafna. Möguleikar hennarMl menntunar takmörkuðust af þröngum efnahag og mun það hafa verið fyrsti mótbyr á lifsleið hennar. Það hindraði hana þó ekki i þvi að afla sér alls þess fróðleiks, sem fundinn varð, strax i barnæsku, og hvar sem leiöir lágu siðan á langri ævi. Með vak- andi athygli og mcöfæddu stálminni varð hún margt visari á sinni löngu leið og var með réttu talin fróð kona. Þó ekki rættist þrá Sigriðar til meiri menntunar og skólagöngu var auðsætt að holl og traust hafa þau áhrif verið, sem i bernsku tóku að móta persónuleika hennar, þann persónuleika, sem langt að heila öld varað skapastog taka á sig endanlegt svipmót, það svipmót.sem enn lifir i jnnilega fyrir samveruna, bæði i dag- legum störfum hjá kaupfélaginu og lika þegar við fögnuðum nýjum árum i vinahópi. Einnig þakka ég þér hlýju móttökurnar, þvi oft tritlaði ég yfir róluvöllinn til að spjalla við ykkur islendingaþættir hugumþeirra, sem þekktu hana bezt . Þau uppeldisáhrif, sem einkenndu við- horf hennar alla ævi voru greinilega runnin upp úr islenzkri bændamenningu, byggðri á rótgróinni trú á landið og arfleifð liðinna kynslóða, með starfsemi og heiðarleika að leiðarljósi. Hlutskipti hennar varð eins og langflestra ungmenna á þeirri tið, að taka hendi til við vinnu. Vinnan virtist henni sjálf- sögð, ekki sem skylda heldur sem einn veigamesti þáttur i lifinu sjálfu, enda mun hún hafa verið talin góður starfs- kraftur þar sem hún réðist til vinnu. Framan af ævi voru störf hennar aðal- lega bundin við bústörf á heimilum, eins og tiðast var þá um ungar stúlkur. t fyrstu hefur það trúlega verið i nágrenni heimahaganna en siðar i - Suður-Dölum, þar sem hún dvaldi á ýmsum stöðum. Sérstaklega er mérx minnisstætt að oft minntist hún á dvöl sina á Hamraendum i Miðdölum. Gunnu og skoða bækurnar þinar. Megi sá góði guð, sem þú trúöir á, geyma þig og fjölskyldu þina, og ég óska þér til hamingju með kórónu lifs- ins. Magga Björgvins. Þaðan minntist hún margra skemmti- legra stunda i félagsskap húsfreyjunn- ar, Halldóru Guðmundsdóttur, en báð- ar voru þær hagorðar og unnu hvers konar fróðleik. Einnig heyrði ég hana minnast dvalar sinnar i Brautarholti i Haukadal og reyndar fleiri stöðum i Suður-Dölum. Einkennandi var það fyrir Sigriði að húsbændum sinum bar hún hið bezta orð og mat þá mikils. Skömmu eftir aldamót mun Sigriður hafa verið heitbundin ungum efnis- manni, ættuðum úr Miðdölum, en hann drukknaði i sjóróðri við Suðurnes. Ef svo hefði ekki farið má telja liklegt að leiðir hennar hefðu ekki legið burt af þessum slóðum. ■ Um 1920réðist Sigriður að Hörðubóli i Miðdölum, en foreldrar minir voru þá heimilisföst þar um tima. Hófust þar kynni hennar og móður minnar og héldust þau óslitið meðan báðar lifðu eða þar til móðir min dó árið 1959. Man ég að oft minntust þær samveru sinnar i Hörðubóli og húsfreyjunnar þar, Sig- urrósar Hjálmtýsd., sem þær báðar dáðu og virtu sakir mannkosta hennar. Einhvern tima á þessum árum kenndi Sigriður heilsubrests af þvi tagi, sem mörgum varð skeinuhættur á þeim tima. Var hún frá störfum um nokkurt skeið og starfsorka hennar varð ekki hin sama til erfiðisvinnu á næstu árum. En sjúkleika sinn yfirvann hún og náði smámsaman nokkurn veginn fullu starfsþreki. Má vera að hin skerta starfsorka ásamt þeirri bjargföstu skoðun hennar að allar konur þyrftu að kunna eitthvað fleira en heimilisstörf, hafi orðið til þess að hún lærði þá iðngrein, er hún æ siðan vann að ásamt öðrum aðkall- andi störfum. Að þessu námi loknu kom henni vel að geta unnið það starf, sem ekki krafðist mikillar likamlegrar áreynslu. Næstu ár fór hún milli heim- ila i Dölum og saumaði karlmanna- og drengjaföt, svo sem hún hafði starfsþekkingu til. Nokkrum árum siðar réðist hún enn til heimilisstarfa og nú nær sinum heimahögum. Var hún um skeið ráðskona að Arnarbæli á Fellsströnd. Þaðan fluttist hún til Reykjavikur. Er mér ekki kunnugt um störf hennar á þvi timabili, þar sem færra varð um komur á hennar heimili 3

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.