Íslendingaþættir Tímans - 04.12.1976, Blaðsíða 1

Íslendingaþættir Tímans - 04.12.1976, Blaðsíða 1
ÍSLENDINGAÞJETTIR Laugardagur 4. desember 1976 —43. tbl. 9. árg. Nr. 276 TIMANS Vigdís Steingrímsdóttir forsætisróðherrafrú „Fríö í sjón og horsk i hjarta höföingslund af enni skein, svipur, athöfn — allt nam skarta af þvi sálin var svo hrein. Lét ei glys né böl sig blekkja bein hún gekk og veik ei spönn, meyja, kona, aldin ekkja upplitsdjörf og prúö og sönn.” (Matth. Joch.) Fædd 4. október 1896 — Dáin 2. nóv. 1976. Hún fæddist I Hafnarfiröi. Foreldrar hennar voru hjónin Margrét Þorláks- dóttir og Steingrimur Guömundsson byggingameistari. Ættir þeirra kann ég ekki aö rekja, en fróöir og skiloröir menn hafa sagt mér, aö þau hafi bæði veriö af góöu bergi brotin. Til Reykja- víkur fluttust þau búferlum 1897, eða áriö eftir, að Vigdis fæddist. 1 Reykja- vik áttu þau siöan heima til dauða- dags. Heimili þeirra haföi orö á sér fyrir reglusemi og rækt fornra dyggöa. Húsmóöirin stjórnsöm en háttprúö. Gætt var hófsemi i meðferö fjármuna innan heimilisins, sem var á timabil- um nokkuö f jölmennt, þvi heimilisfaö- irinn haföi mikiö i starfi, smiöanema og verkamenn. Rýmra var þó um hendur en almennt geröist vegna yfir- gripsmikillar iöju húsbóndans. En þeirri iðju fylgdu ákvæöisverk og byggingaframkvæmdir til sölu á eigin ábyrgö, — svo aögát varö aö beita. Vigdis Steingrimsdóttir mun hafa notiö skólamenntunar I fyllra mæli en algengt var um stúlkur hérlendis á fyrstu tugum þessarar aldar, Hún gekk i Verzlunarskóla Islands og út skrifaöist þaöan 1913 meö hárri ein- kunn. Allt nám, bæöi til munns og handa, virtist henni vera mjög auö- velt, — og tungumál ekki sizt. Aflaöi hún sér snemma góörar þekkingar i ensku og þýzku, sem kom henni vel seinna á lifsleiöinni. Hannyröanám stundaði hún i uppvextinum. Einnig eignaðist hún pianó og lærði aö leika á þaö. Aö loknu námi i Verzlunarskólanum réö Vigdis sig til starfa i Landsbank- anum. Þaöan fór hún svo til Kaup- mannahafnar og vann þar i banka um skeið. Jafnframt haföi hún þaö fyrir stefnumiö, aö nota hvert tækifæri, er gafst, til að afla sér þekkingar og viö- sýnis. Afturkom hún heim til Reykjavikur og starfaöi þar.

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.