Íslendingaþættir Tímans - 04.12.1976, Blaðsíða 7

Íslendingaþættir Tímans - 04.12.1976, Blaðsíða 7
• • Ölver Fannberg F. 30. april 1924. I). 3. nóv. 1976 Daglega lesum viö dánarminningar i blöðunum. Margar fjalla þær um fólk, sem átti langa ferð að baki og hafði skilað drjúgu ævistarfi. En við lesum lika æði oft um f<^lk, sem kveður þetta jarðlif á miðjum aldri eða jafn- velyngra. Verðurþá okkur, sem kom- in erum á þennan aldur, oft á að spyrja: Fer nú kannski lokadagurinn að nálgast? Ég kveð hér með nokkrum orðum jafnaldra minn, sem nú hefur hlotið hvild eftir langt og erfitt sjúkdóms- strið, er hlaut að hafa einn endi. Hann vissi sjálfur að hverju stefndi með sjúkdóminn. En hann var jafnan með bros á vör, þegar hann fékk heimsókn á sjúkrahúsið. ölver Fannberg var fæddur i Bolungarvik 30. april árið 1924. Eru foreldrar hans Bjarni Fannberg, fyrr- um útgerðarmaður og skipstjóri, og Kristjána Guðjónsdóttir kona hans. ölvers-nafnið mun þannig tilkomið, að fyrsta skipið, sem Bjarni stýrði, hét þessu nafni. ölver ólst upp í Vikinni til 11 ára aldurs, en þá fluttust foreldrar hans til Isafjarðar. Byrjaði Ölver snemma að stunda sjó. Og til þess að vera vel hlutgengur á þeim vettvangi, sótti hann um inngöngu i Stýrimanna- skólann og lauk þaðan fiskimanna- prófi 1949. Stundaði hann sjóinn nokk- ur næstu árin, en tók að þvi búnu að vinna að uppsetningu á fiskinetum og viðgerðum hér i bæ, hjá Thorberg Einarssyni netagerðarmeistara. Má ætla, að þarna hafi ölver veriö á réttri hillu i lifinu, en svo fór þó, að land- búnaður varð aöalstarf hans siðustu árin. En orsök er til alls. Arið 1952 kvæntist ölver Þóru Ólafs- dóttur frá Jaöri i Þykkvabæ, sem lengi haföi starfað á heimili Soffiu og Magnúsar Kjarans stórkaupmanns, aö Hólatorgi 4 hér i bæ. Bjuggú þau á nokkrum stöðum i bænum, þar til þau fluttust i Þykkvabæinn vorið 1965. Bjuggu þau þar upp frá þvi til hausts- ins 1975, er heilsa ölvers var orðin mjög tæp. Var þá seld jörð og bú, en ibúð keypt hér, sem Þóra dvelur nú i ásamt syni þeirra, Ólafi, sem nú er 15 ára að aldri og stundar nám við Haga- skólann. ölver kunni vel við búskapinn i Þykkvabænum, sem er, eins og flest- um mun kunnugt, mestmegnis kartöflurækt. Hann hefði vafalaust sinnt búskapnum i Þykkvabænum meðan kraftar entust. Jarðrækt og skepnuhirðing var honum yndi. Má það þó merkilegt teljast, þar sem hann var alinn upp i sjávarplássum. Heimilisfaöir var ölver góður og heimakær. Hann hafði yndi af þvi aö fegra heimilið yzt sem innst og var þar samhuga konu sinni, sem öllu vill halda snyrtilegu og i reglu. ölver las bækur og timarit og átti reyndar a 11- mikið af hvorutveggja. Ég kom oft á heimili Þóru og ölvers meöan ég dvaldi i Þykkvabænum og get um þetta borið af eigin raun. Ég kenndi syni þeirra fyrsta árið, sem hann gekk i skóla og á um þetta heimili góöar minningar sem og um önnur heimili á þessum stað. Ég vil láta það koma fram, að i Þykkvabænum býr gott fólk. ölver var aðkomumaöur i Þykkva- bæ, en hann samlagaöist þar fólkinu, eins og hann væri innfæddur, er mér óhættað segja. Hann var hrókur alls fagnaðar á mannmótum og kunm að meta krydd lifsins, allt þó i hófi. Nú er komiö að leiöarlokum. 1 dag verður ölver Fannberg jarösettur i Hábæjarkirkjugarði i Þykkvabæ. Þar kaus hann aö hvila við hlið ættmenna konu sinnar. Auk konu hans og sonar fylgja honum til grafar foreldrar hans og bróðir Eyþór, sem einn er nú á lifi fimm systkina. Tvö hvila i Isafjarðar- kirkjugarði, eitt i Bolungarvik. Þá fylgir ölver til grafar ólafur tengda- faðir hans, nærri hálfniræður, svo og systir Þóru, tsafold, sem annazt hefur föður sinn viö þverrandi kraft og heilsu undanfarin ár. Hefur þá hér verið upptalinn nánasti hópur ætt- menna og tengdafólks ölvers sáluga. öll sakna þau öölingsmanns, sem horfinn er sjónum okkar á miöjum aldri.Enmesthafa aðsjálfsögöu kona hans og sonur misst. En sú er trú min, að timinn græði sárin og eftir veröi þakklæti fyrir árin öll, sem hann fékk með þeim að dvelja á þessari jörð. Haf þökk af hjarta, þetta Ijóö til þin i fjarlægð nær. Nú sé þér hvildin sæt og góð og siöasti blundur vær. 13. nóvember 1976 Auðunn Bragi Sveinsson t Vinur minn ölver Fannberg lézt á Landspitalanum miövikudaginn 3. nóvember. Hann var fæddur i Bolungarvik 30. april 1924, sonur hjónanna Kristjönu Jónsdóttur Fannberg og Bjarna Fann- berg skipstjóra. ölver ólst upp i ,,Vik- inni" hjá foreldrum sinum og komst þá fljótt i kynni við sjóinnog beitingar- skúrana, enda var hann mjög góður sjómaður. Hann fluttist með foreldrum sinum til Isafjarðar 1935, og lauk þar gagn- fræðaprófi. ölver var afburða linu- maður, og tók oft þátt i kappmótum á Isaíirði og vann til verðlauna. Hann islendingaþættir 7

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.