Íslendingaþættir Tímans - 04.12.1976, Blaðsíða 10

Íslendingaþættir Tímans - 04.12.1976, Blaðsíða 10
Helgi Gíslason bóndi og fræðimaður á Hrappsstöðum i Vopnafirði F. 6. febrúar 1897. D. 27. júli 1976. Helgi Gislason var fæddur og uppal- inn á Egilsstöðum i Vopnafirði, sonur hjónanna Gisla Sigurðar Helgasonar og JónínuHildar Benediktsdóttur, sem bjuggu allan sinn búskap á Egilsstöð- um. Þau voru bæði af kunnum bænda- ættum á Fljótsdalshéraði. Þau hjónin voru prýðilega greind og vel hagmælt bæði, svo þeir bræöurnir, synir þeirra, eiga ekki langt að sækja skáldgáfuna. Helgi var bróðirBenediktsfrá Hofteigi og sr. Sigurðar Z. — Hallgrlmur heit- inn Gislason, fyrrv. bóndi á Hrafna- björgum i Jökulsárhliö var hálfbróðir þeirra. Helgi ólst upp við venjuleg sveita- störf, einsog þau gerðust á uppvaxtar- árum hans, en drakk jafnframt i sig áhuga á ýmsum framfaramálum sveitar sinnar, þvi að heimilið fylgdist vel með sliku, og Gisli var áhugamað- ur um opinber mál. Haustið 1915 fór Helgi á bændaskól- ann á Hólum og útskrifaðist þaðan sem búfræðingur vorið 1917. Arið 1923 kvæntist hann Guðrúnu Scheving frá Gagnstöð i Hjaltastaðahreppi. Hún varhinbezta kona og mjög myndarleg til allra verka. Sama ár byrjuðu þau búskap i Haga viö mjög litil efni eins og þá var algengast. 1 Haga bjuggu þau i rþjú ár, og siöan á Rauðhólum i tvibýli i eitt ár. Ariö 1927 keypti Helgi Hrappsstaöi, sem var og er stórbýlisjörð, og bjó þar siöan allan sinn búskap, eða til ársins 1967, aö synir hans tveir, Siguröur og Einar, keyptu jörðina. Þá var heilsa Helga mjög tekin að bila, enda hafði hann siðustu árin búiö með aðstoð sona sinna. Aöur höfðu Hallgrimur sonur hans og Siguröur Björnsson, tengda- sonur hans, byggt sitt nýbýlið hvor úr Hrappsstöðum, Háteig og Hrappsstaði II. Ariö 1937 varð Helgi fyrir þeirri miklu sorg að missa konu sina frá níu börnum þeirra, og má nærri geta hvi- likt áfall það hefur veriö. Hann kvænt- ist ekki öðru sinni. Þegar svona var komið mun hafa látið nærri að hann 10 hætti búskap, en sem betur fór varð það ekki, enda urðu ýmsir til þess að rétta honum hjálparhönd. Um þetta leyti, eða litlu fyrr, voru þrjú börnin tekin i fóstur, og auk þess tvö til dvalar um nokkurn tima. Arið 1938 réöist til hans sem ráðskona Ingibjörg Alberts- dóttir frá Guðmundarstööum, og sá bún um heimilið upp frá þvi með ein- stakri fórnfýsi og umhyggjusemi, og börnunum reyndist hún eins og bezta móöir. Hún dvelst nú á Hrappsstöðum, og ég veit aö hún muni eiga þar öruggt skjöl svo lengi sem ástæöur frekast leyfa. Þeir sem muna, hvernig ástæöur Voru yfirleitt hjá mönnum á fyrstu bú- skaparárum Helga, geta undrazt, hversu vel honum farnaðist, enda þótt hann stæöi ekki alveg einn, og eins og áður segir, þá voru ekki neinar fjöl- skyldubætur eða styrkir, eins og flest- um þykir sjálfsagt og eðlilegt nú á dögum. Ibúðarhús úr steinsteypu, og öll útihús, byggði Helgi að nýju á Hrappsstöðum, og ræktaöi mikið, svo að nú er á hans hluta, Hrappsstöðum I, eitthvert stærsta fjárbú hreppsins. Helgi var mikill ræktunarmaður og áhugasamur um allar framfarir i bún- aði. Hann var, á meöan heilsa hans entist, hamhleypa til allra verka og smiður bæði á tré og járn. Nutu margir þess hér I sveit, þvi hann var greiðug- ur með afbrigðum, og fáa mun hann hal'a látið bónleiða frá sér fara. Helgi var gamansamur maður, og kryddaði oft spjall sitt og annarra með smellnum spaugsyrðum. Um langt árabil yar Helgi starfs- maður Búnaðarsambands Austur- lands. Hann vann aö túnmælingum og túnkortagerð 1919 og 1920, en árið 1925 fór hann á námskeiö hjá Búnaðarfé- lagi Islands, og eftir það mældi hann allar jarðabætur i Vopnafjarðar- og Skeggjastaöahreppi, tilársins 1953, og mörg siðari árin, sem hann hafði þetta með höndum, náöi starfssvæði hans allt austur að Lagarfljóti. Þaö er stórt svæði yfir að fara og mikið aukaverk búandi manni. — Svo hratt gekk Helgi með stikuna, þegar hann vann að mælingum, að lausgangandi maður átti fullt i fangi með að fylgja honum eftir. Helgi átti i mörg ár sæti i skólanefnd Vopnafjarðar-skólahéraðs, og hann var fyrsti maður sem stóð aö myndun sjóðs til stofnunar heimavistarskóla i sveitinni, og lagði fyrstur manna fram fé i þann sjóð. Og fleiri aukastörfum sinnti Helgi um dagana. Hann var meðal annars i sóknarnefnd Hofssókn- ar um langt árabil og var mjög kirkju- rækinn. Kom þar fram skyldurækr.i hans, eins og i öllu sem hann tók sér fyrir hendur. Mörg siðari ár ævinnar var Helgi mjög heilsuveill og varð þá að dveljast um skeið á sjúkrahúsi. En þótt hann gæti ekki unnið neina erfiöisvinnu á seinni árum, sat hann ekki auöum höndum. Þá tók hið andlega starf við. Hann las öllum stundum, og lagöi sig einkum eftir ættfræði, enda var með ólikindum hve fróður hann var orðinn um ættir, einkum á Austurlandi. Og svo traust var minni hans, að þaö var eins og hann gleymdi aldrei neinu, sem hann hafði einhvern tima heyrt eða lesið. Hagmæltur var hann i bezta lagi, og fengu margir Vopnfirðingar islendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.