Íslendingaþættir Tímans - 04.12.1976, Blaðsíða 3

Íslendingaþættir Tímans - 04.12.1976, Blaðsíða 3
viðurkenningu”, segir i minningar- grein. Kemur þá i hugann listvirkni Vigdis- ar, sem setti svip á heimili hennar. Enn fremur hin mikla verklund, er lét henni sjaldan faila verk úr hendi. En þrátt fyrir þetta var eins og hún ætti aldrei annrikt, svo fumlaus var hún og viðfangsefnin henni jafnan auðsveip. Frændfólk manns hennar að norðan og gamlir vinir hans frá bernsku og æskudögum fengu allir viðtökur hjá henni eins og þetta væri lika hennar fólk. Leyndi sér einnig ekki, hve það virti hana mikils og dáði. Strandamenn voru langdvölum gestir Hermanns Jónassonar þing- manns sins. Voru það ekki alltaf ein- göngu menn, sem höfðu kosið hann. Lét hann áreiðanlega ekki pólitiska af- stöðu ráða röðun Strandamanna i sæti á heimili sinu, — hvað þá að húsfreyj- an gerði mannamun. Ég þori að full- yrða, að af hennar völdum muni hann aldrei hafa tapað atkvæði en mörg grætt. Margt studdi sigursæld hans i kosningum. Areiðanlega átti Vigdis sinn þátt i sigursældinni. V. Enginn vafi lék á þvi, að Vigdis Steingrimsdóttir fylgdi manni sinum að öllum hans áhugamálum með sinni sjálfstæðu hógværð og miklu kvenlegu virkt. Hún vann með honum i Fossvogi að ræktun og landnámi. Og hún byggði upp með honum fullbúið býli að Kletti i Borgarfirði, svo að hann gæti svalað þar erfðu eðli bóndans og bústólpans i sjálfum sér. Ekki varð annað fundið, en þetta væru engu siður hennar ham- ingjuþarfir en hans. Það var lifsróm- antik að koma til þeirra bæði i Fossvog og að Kletti. Mér fannst ég stiga þar inn i ævintýri „Þúsund og einnar næt- ur” eða einhvers konar skáldheima, á- kaflega töfrum magnaða, en mann- eskjulega i alla staði þó. Nú hækkaði aldurinn ört, eins og mönnum finnst alltaf, þegar liður á ævi. Ævikvöldið virtist samt siður en svo kviðvænlegt. Vigdis hafði með miklum drengskap borið móður sina á höndum sér gegnum elliþrautir. Hún hafði séð á eftir hjartkærri einkasyst- ur, Sigriði, sem dó i blóma lifsins, gift ágætis manni, Birni Rögnvaldssyni byggingameistara. Ennfremur hafði hún misst frumburð sinn, dóttur ný- lega fædda. Hún þekkti þvi sorgir. Fá- ir komast hjá þeim, en timinn tekur jafnan sviða úr sárum. Framundan var heiðrikja að sjá — og sólskinslegt. En veður skipast ti) breytinga á stuttri stund oft og einatt. Sama er að segja um ævir manna. Vigdis átti eftir að ganga undir þungt próf. Hermann Jónasson, hraustmennið islendingaþættir vleþjálfaða, varð haldinn af svo- nefndri „Parkinsons-veiki”. Allra hugsanlegra læknisráða var leitað hérlendis og erlendis, en enginn var- anlegur bati fékkst. Þetta mikla karl- menni varð likamlega ósjálfbjarga en h£lt hins vegar minni og andlegri heil- brigði. Svo fór að sökum lömunar i raddfærum gat hann ekki gert sig skiljanlegan með orðum. Ekki gat hann heldur nærzt með venjulegum hætti. Heima þótti honum iangbezt að vera og var heima, nema stutt timabil á sjúkrahúsum, þegar læknis gat þurft með á hverri stund. Vigdis hjúkraöi honum sjálf heima i húsi þeirra. Var hjá honum dag og nótt. Las óskirnar úr augum hans, þegar varirnar gátu ekki komið þeim á framfæri. Þannig liðu ár. Þetta voru ósegjan- legar mannraunir fyrir hana andlegar og likamlegar. En kærleikurinn veitti henni.krafta og þol. Hún sagði, að sér hefði verið það ómetanlegt, að Her- mann hefði aldrei nokkurn tima kvart- að yfir hlutskipti sinu. Sú var hetju- lund hans til hinztu stundar. Hann andaðist 22. janúar 1976. Vigdis fylgdi manni sinum til grafar harmþrungin en „upplitsdjörf og prúð og sönn”. Hún hafði lokið hinu mikla.prófi eig- inkonunnar með hæstu einkunn. VI. Við vinir Vigdisar Steingrimsdóttur áttum von á þvi, að hin aldna ekkja fengi að eiga vel útilátnar rólegar elli- stundir með ástvinum sinum. Hin mik- ilhæfu og góðu börn hennar, Pálina ráðuneytisstjórafrú og Steingrimur al- þingismaður, voru verndarar hennar eins og þau hafa alltaf ástundað að vera, eftir þvi sem i þeirra valdi hefir staðið. Tengdabörnin og barnabörnin dáðu hana og elskuðu — og hún unni þeim. Nóg virtist vera að lifa fyrir — og timinn leið. Hún bjó áfram i húsi sinu, 42 við Tjarnargötu, og virtist safna kröftum á ný. Seint að kvöldi 20. október hringir siminn hjá Steingrimi Hermannssyni. Móöir hans, sem hafði virzt vel hress þennan dag, er i simanum. Hann heyr- ir strax á mæli hennar að henni er brugðið. Hún segist hafa fengið aðsvif. Hann segist skuli koma og brá strax við. Hún gat mjög litið talað við hann: „Kannske fæ ég nú að fara til pabba þins”, voru seinustu orðin, sem hún mælti. Hún var strax flutt i sjúkrahús. Þar lá hún lömuð, þar til hún andaðist, og virtist aldrei koma til fullrar meðvit- undar. Hún dó 2. nóvember. Hinn 10. nóv. fór útför Vigdisar Steingrimsdóttur fram frá Dómkirkjunni að viðstöddu fjölmenni. Séra Arni Pálsson flutti mjög vandaða og hlýja ræðu Ljóðakór- inn söng. Orgelleikari var Páll H. Friðleifsson. Heimilisvinir báru kist- una úr kirkju. Nú hvilir Vigdis Steingrimsdóttir við hlið manns sins i Fossvogskirkjugarði. VII. Við útför Vigdisar Steingrlmsdóttur voru meðal annars sungnar þessar ljóðlínur: „Astin er björt, sem barnsins trú Frá heli til lifs hún byggir brú og bindur oss öðrum heimi” Þetta átti sannarlega vel við að syngja, af þvi að Vigdis var tállaus fulltrúi hinnar björtu ástar og færði henni dýrustu fórnir. Og lifsþróttur Vigdisar og mannkostir eru trúnni á annað lif „brú yfir djúpið” á milli heimanna. „Hún lét ei glys né böl sig blekkja” Vigdis gegndi hæstu húsfreyjustöðu þjóðarinnar árum saman og hlaut fyr- ir það einróma lof og þakkir án þess að miklast af þvi. Hún gekk I gegnum eldraunir sjúk- dómsböls með elskhuga sinum án þess að vikja sér undan nokkurri áreynslu ellegar aumkva sjálfa sig. Sagnaþjóðin islenzka hefir ástæðu til að skipa minningu Vigdisar Stein- grimsdóttur á bekk meö göfugustu og mikiihæfustu konum, sem tslendingar hafa aö minnast. Blessi guð vors lands Vigdisi Stein- grimsdóttur og ástvini hennar lifs og Karl Kristjánsson. t Séra Árni Pálsson: Ræða við útför Vigdisar Steingrimsdóttur „Oss ber að vinna verk þess er sendi mig meðan dagur er: það kemur nótt, þegar enginn getur unnið”... Þetta eru orð Krists til lærisveina sinna og hann bætir við. „Meöan ég er I heimin- um er ég heimsins ljós”. (Jóh. 9.4.). Dagar sumarsins eru fyrir nokkru taldir, jarðargróðurinn' sölnaður og ljós sólarinnar lækkar enn á lofti. Framundan er veturinn, sem varpar fölva sinum á jörðina og breiðir yfir hana litum visnunarhinna löngu nátta. En þótt allt þetta sé orðið, þá vitum vér að aftur sumrar og þá ris náttúran aftur upp endurfædd til nýs lifs. Þannig skynjum ver lögmál sköpunar- innar um lif og dauða i hinni ytri náttúru og hið sama gildir i mannlif- 3

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.