Íslendingaþættir Tímans - 04.12.1976, Blaðsíða 8

Íslendingaþættir Tímans - 04.12.1976, Blaðsíða 8
var einnig mjög góöur netamaður, handfljótur, handlaginn og vandvirk- ur. Fjölskyldan flyzt suöur til Reykja- vikur 1943. Þar kynnist hann konu sinni, Þóru ólafsdóttur, Friörikssonar frá Jaðri i Þykkvabæ. Þóra vann þá hjá Magnúsi Kjaran og Soffiu konu hans.Við ölver vorum mikiösaman á þessum árum, og eru margar ljúfar minningar i huga minum frá þeim timum. Olver fer i Stýrimannaskólanna 1947 og lýkur prófi þaöan 1949. Þáttaskil verða i lifi hans þegar tengdamóðir hans og mágur deyja með stuttu milli- bili og Ólafur er eftir með eina dóttur. ölver og Þóra flytja austur og fara að búa að hálfu á móti þeim. Siðan versn- aðiheilsa Ólafs og aldurinn færðist yf- irhann, tók þá Olver viðhelmingi bús- ins. Fyrstu árin voru þau með skepn- ur, en siðustu árin eingöngu með kartöflurækt. En siðan kom slæma fréttin, ölver kominn á sjúkrahús. Þegar menn, sem aldrei hafa kennt sér meins, þurfa á sjúkrahús, án þess að slasast, eru þaö slæmar fréttir. Þó birti upp i sumar, þá var ölver kominn heim og við fórum i bæinn, eins og i gamla daga, sátum á bekkn- um á torginu og gengum meö höfninni. En birtan stóð ekki lengi, næst þegar ég kom i land var ölver kominn á sjúkrahús aftur. ölver og Þóra áttu kjörson, Ólaf Fannberg, sem nú stundar gagnfræða- nám i Hagaskóla. ölver var vina- margur, sem bezt sást þegar hann lá á sjúkrahúsinu, og var það þó smáhópur af öllum hans vinum. Honum likaöi vel i Þykkvabæ og þar var hann til moldar borinn laugardaginn 13. nóvember. Ég og kona min, Aðalheiður Sigurðardóttir, biðjum Guð að blessa hann, og styrkja konu hans Þóru, son hans Ólaf, foreldra og önnur skyld- menni. Skarphéðinn Magnússon t Til jarðar hniga hlýtur þaö henni er komiö af. Vor ævi flugsnör flýtur sem fljótið út i haf, og dauðahafiö dökkva vér daprir störum á, og harmatárin hrökkva t svo heit af vina brá. (B.H.) Hinn 13. nóvember s.l. var gerð frá Þykkvabæjarkirkju útför ölvers 8 Fannbergs að viöstöddu íjöimenni. Fyrr um daginn var kveðjuathöfn i Fossvogskapellu. Þar sem margt fólk var saman komið til að kveðja hinn látna. Yfir þessum athöfnum báðum hvildi virðuleika og helgiblær sem verður þeim minnistæður sem þar voru viðstaddir. ölver var fæddur i Bolungarvik 30. april 1924, sonur hjónanna Kristjönu Herdisar Guðjónsdóttur og Bjarna Þórðar Fannberg einn fimm systkina ogeru nú fjögur látin. Vegna ókunnug- leika frá uppvaxtarárum Ölvers mun ég f ara fljótt yfir sögu og aðeins stikla á þvi stærsta. Hann flyzt hingaö suður með fjölskyldunni, starfsvettvangur hans er tengdur sjó og sjómennsku ásamt almennri vinnu til lands, svo sem bezt hafa hverju sinni. Hann tek- ur próf frá Stýrimannaskólanum 1949 eftir það er starfsvettvangur hans á sjónum. Seinna hóf hann störf við netagerðariðn og vinnurvið það ásamt öðrum störfum er til féllu. 3ja júli 1952 gekk ölver að eiga eftirlifandi konu sina Þóru Ölafsdóttur ættaða úr Þykkvabæ i Rangárvallasýslu. Þau reistu sér bú hér i Reykjavik og áttu heima hér i borg til ársins 1965 að þau flytjast austur i Þykkabæ og hefja þar búskap. 1 tæp ellefu ár eru þau búsett fyrir austan eða þar til fyrir rúmu ári að þau verða að bregöa búi og flytjast hingað til Reykjavikur aftur vegna sjúkdóms sem ölver hafði þá tekið og nauðsynlegrar spitalavistar. Þau fengu inni i leiguhúsnæði fyrst en i júli s.l. fluttust þau i eigið húsnæði að Birkimel 6 bér i borg. Þau Þóra og 01- ver eiga eitt barn, Ólaf Guðjón, fædd- an 1961, nú við nám i Hagaskóla hér i Reykjavik. Hér að framan hef ég num- ið staðar við örfá atriði sem tengd eru rúmlega hálfrar aldar æviskeiði öl- vers og hverf nú til baka til ársins 1966. Við hjónin höfðum þá um voriö komið syni okkar til sumardvalar hjá þeim. Heimiliö að Rósalundi þar sem Þóra og ölver bjuggu var hlýlegt, þangað var gott að koma enda komu þar margir. Leiö okkar hjóna lá oft austur þangað þvi dvöl drengsins sem þá var aðeins 6 ára er hann fór fyrst austur var endurnýjuð á hverju vori og mun hann hafa dvalist hjá þeim 8 sumur, enda leit hann á Rósalund sem sitt annað heimili og húsráðendur sem sina aðra foreldra meðan hann dvald- istþar. Kynniokkar ölvers voru allná- in á þessum árum. Frá þeim kynnum ber birtu. Ég minnist viðræðna við hann og þess hlýleika sem maður mætti. Við hann var gaman að ræða um menn og málefni. Mér fannst ölver fremur dulur, hann sagði ekki öðrum hug sinn við fyrstu kynni en traustur vinur og góður félagi var hann sem gott er aö minnast, frábær heimilis- faðirsem með vökulu starfi og umönn- un gerði heimilið að sannkölluðum friðar- og sælureit sem hann átti svo rikan þátt i aö móta. Hann tengdist byggöarlaginu traustum böndum og ég held að sá timi sem ölver átti heima fyrir austan, þau tæp ellfu ár sem þau hjón bjuggu i Rósalundi, hafi verið honum tvennt i senn anna- og gleðitimi. Samskipti hans viö fólk t fjölmennri byggð ásamt fögru um- hverfi hafi gefið honum meira heldur en búseta á mölinni sem svo er kölluð. En skjótt skipast veöur i lofti, fyrir einu ári verður ölver að yfirgefa heimili sitt fyrir austan, hann er flutt- ur fársjúkur hingaö til Reykjavikur, lagður inn á sjúkrahús þar sem hann varö að dvelja að meira eða minna leyti siðan, meö örstuttum frávikum þó, er hann dvaldi heima og nú siöast eftir að fjölskyldan hafði búið sér heimili að Birkimel 6. Ég minnist heimsókna til ölvers og minnist oröaskipta við hann svo veik- anaö hann litt mátti mæla vegna þján- inga, ég minnist þess ekki að I eitt ein- asta skipti hafði hann látið æðruorö falla eða minnst á hlutskipti sitt á Landspitalanum þar sem hann dvald- ist lengstum eftir að hann veiktist. Heimsóttum við hjónin hann oft. Þar kynntumst við hetjulegri baráttu hans sem háö var viö erfiðan sjúkdóm sem nú siðustu mánuðina var auðséð aö ekki fengist bót á. Mérer hugsað til eiginkonunnar sem allan þann tima stóð viö hlið hans f erfiðu sjúkdómsstriði óþreytandi aö dvelja viö sjúkrabeð hans unz yfir lauk, leitandi allra hugsanlegra ráöa sem til hjálpar mættu koma. Ég kom stuttu fyrir andlát ölvers á sjúkrastof- una þar sem hann lá, sýnt var að skammt var til umskipta, hann haföi þó rænu og fylgdist með, þróttur var þorrinn og hann mátti litt mæla. Ég stóð þögull við sjúkrabeðinn friður og kyrrð varað færast yfir ásjónu hans ég tafði ekki lengi, við tókumst I hendur handtakiö var traust og ég fór leiðar minnar. Tvéim dögum siðar var hann allur. Og nú er striöinu lokiö þjáning, vonbrigöi og hrörnun, linnulaus bar- átta viö hina slynga sláttumann er aö baki, sjá allt er oröiö nýtt. Nú hefur hann sem við kveðjum ýtt úr vör, leyst landfestar og beint fleyi sínu i átt til þeirrar strandar sem viö hér sem eftir biðum eigum eftirað stefna til. Ég trúi þviað þar sé landsýn fögur og þar hafi vinir beðiö og visað leið til hinna eilifu bústaða þar sem þreyttum er búin hvild.Kristursagði: Égerupprisan og lifið, hver sem trúir á mig mun lifa þó hann deyi. Honum fel ég kæran vin um leið og ég flyt samúöarkveðjur eigin- íslendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.