Íslendingaþættir Tímans - 04.12.1976, Blaðsíða 5

Íslendingaþættir Tímans - 04.12.1976, Blaðsíða 5
í dag kveðjum viö Vigdisi Steingrimsdottur ekkju Hermanns Jónassonar, fyrrv. forsætisráöherra, en útför hennar verður gerð frá Dóm- kirkjunni i Reykjavik. Hún fæddist 4. okt. árið 1896 og andaöist eftir stutta legu hinn 2. nóv. s.l. Vigdis Steingrimsdóttir var ein af stofnendum Félags framsóknar- kvenna i Reykjavik og i fyrstu stjórn þess, en það var einmitt heima hjá henni, sem nokkrar konur komu saman fyrir réttu 31 ári til þess að undirbúa stofnun kvenfélags innan Framsóknarflokksins. Það þótti þá orðið timabært, að flokkurinn hefði á að skipa konum, til þess að taka sæti i ýmsum nefndum á vegum Fram- sóknarflokksins. Einnig vildu þær með stofnun félagsins styðja og styrkja Framsóknarflokkinn auk annarra áhugamála sinna, og var það þvi eðli- legt að Vigdis stæði að stofnun félags- ins sem kona Hermanns Jónassonar eins aðalforustumanns Framsóknar- flokksins og stoð hans i gegnum árin allt til hinztu stundar. Vigdis Steingrimsdóttir lét sér alla tið mjög annt um félagið og hag þess, og ég held það sé ekki ofsagt, að hún lét sig ekki vanta á árlegan bazar og fjáröflunardag þess. Hún varein af fystu heiðursfélögum okkar og við minnumst hennar með hlýhug og þökk. Börnum hennar og fjölskyldum þeirra vottum við okkar dýpstu samúð. Þóra Þorleifsdóttir. 10. nóvember 1976 t Þegar f rú Vigdis Steingrimsdóttir er héðan kvödd er mér bæði ljiift og skylt að minnast hinnar prúöu konu, sem um mörg. ár gegndi þýöingarmesta húsmóðurstarfi landsins. Eiginmaður hennar, Hermann Jónasson varð for- sætisráöherra, er þau hjón voru bæði ung aðárum. Hann gegndi þvi embætti samfleytt i átta ár og síðar á ævinni gegndi hann bæði þeirri stööu og öðr- um ráðherraembættum um lengri eða skemmri tima. Heimili þeirra varð að taka aö sér alla opinbera framkomu af hálfu þjóðarinnar gagnvart erlendum sem innlendumgestum og erindrekum allt frá 1934 og fram á fyrstu striðsár- in. Slíkt var vandaverk, sem krafðist mikils af húsmóöurinni. En það er allra manna mál, að svo hafi frú Vig- dis leystþetta verk af hendi að á betra varð ekki kosið. Heimili þeirra Vigdls- ar og Hermanns var alla tlð látlaust en islendingaþættir vel búið, þar sem vinum fjölskyldunn- ar var ávallt fagnað af alúö og hlýju. Foreldrar frú Vigdisar voru þau Steingrlmur Guðmundsson bygginga- meistariog Margrét Þorláksdóttir, vel kynnt og vel metin hér i Reykjavik á fyrstu tugum aldarinnar. Vigdis ólst upp i foreldrahúsum ásamt systur sinni Sigriöi, sem giftist Bimi Rögn- valdssyni byggingameistara en iézf ung að árum. Vigdis lauk prófi frá Verzlunarskólanum, en að þvi búnu lagði hún stund á frekara málanám i ensku og þýzku og varð vel að sér I þeim greinum. Þá vann hún um nokk- ur ár I Landsbankanum og um skeið var hún viö bankastörf i Danmörku. Mér hefur verið sagt, að þau störf hafi leikið I höndum hennar þvl að hún var hannyröakona svo af bar, og hún fór næmum höndum um planó, sem hún lék á sér tii afþreyingar. Slikur undir- búningur undir lifið var fremur ó- venjulegur á uppvaxtarárum Vigdis- ar, þvi þá var menntun kvenna enn skammt á veg komin. Hún lagði og fyrir sig annað og eigi siður óvenjulegt á þeim árum. Eitt sumar lagöi hún land undir fót ásamt stallsystrum sin- um og fóru þær fótgangandi frá Sel- fossi aö Gullfossi og Geysi en þaðan um Laugardal og Þingvöll til Reykja- vikur og annað sumar fór hún I langa gönguferö um Borgarfjörð meö við- komu á Baulutindi. Þótti slikt mikið afrek ungs fólks i þann tið. Arið 1925 giftist Vigdis Hermanni Jónassyni, sem þá var nýlega orðinn lögfræöingur, og voru þau saman i ást- riku hjónabandi i hálfa öld. Hún var hin hógværa og hljóðláta húsfrevja og gaf sig ekki að opinberum málum svo eftir væri tekið, enda var hún fremur hlédræg að eðlisfari og ekki óþarflega margmál. En væri til hennar leitað, lá hún ekki á liði sinu, og þannig vann hún að mörgum hagsmunamálum kvenna án þess að mikiö bæri á. Ég hef heyrt margar konur minnast hennar með virðingu og þökk fyrir ýmis störf hennar á þessu sviði. Hvaðeina, sem hún tók tryggð við, var i öruggum höndum, enda var trygglyndi hennar hvarvetna við brugöið. Þau frú Vigdis og Hermann áttu vel skap saman og þeim gekk flest i hag fram á allra siðustu ár. Um mörg ár var Hermann i fremstu röð stjórn- málamanna, einaröur og reifur, orö- heldinn og drenglundaður i hvivetna, en Vigdis stóö ótrauð við hlið hans og bjó honum fagurt og hlýtt heimili. Börn þeirra tvö, Steingrimur og Pál- ina, urðu þeim til yndis og sóma, svo og barnabörn, er þau komu til. En svo fer oft á langri leið, að menn bera ekki gæfu til að sigla beggja skauta byr og áfallalaust ævina alla. Fyrir rúmum sex árum tóku veikindi að leggjast þungt á Hermann, svo að hann varð rúmfastur og siðar ósjálf- bjarga.enda þótthann heföi óskert ráð og rænu. Þessi ár urðu báðum erfið, þótt Hermann tæki þeim með æöru- leysi, en frú Vigdis lagði þá meira á sig en nokkur gat vænzt af svo aldraðri konu enda mun heilsa hennar ekki hafa þolað þá raun. Og nú, nokkrum mánuöum eftir lát Hermanns og mánuðieftir áttræðis af- mæli sitt, fylgir hún honum héðan af heimi eftir langt og viðburðarikt lif. En þeir, sem kynntust þeim ágætu hjónum, horfa aftur i timann með trega, en minningin er bæði björt og hlý. Hákon Bjarnason. Þeir sem skrifa minningar- eða afmaelisgreinar í Islendingaþætti, eru eindregið hvattir til þess að skila vélrituðum handritum, ef inögulegt er 5

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.