Íslendingaþættir Tímans - 04.12.1976, Blaðsíða 16

Íslendingaþættir Tímans - 04.12.1976, Blaðsíða 16
Lilja Margrét Jóhannsdóttir frá Enniskoti Hver er mestur y6ar allra? ekki sá, sem mest á til, heldur sá semGuöi geBjast gjörir honum flest í vil. Sá á mest af sönnum auöi, sem á mestan kærleikann. Sá er mestur sem er beztur, sannarlega þaö er hann. V. Briem. Vinkona mín, Lilja Jóhannesdóttir, varö 80 ára 2. október s.l. Ég biö ís- lendingaþættina fyrir síöbúna af- mæliskveöju. Lilja er ein af sjö börn- um, Sigurlaugar Sveinsdóttur og Jóhannesar Bjarnasonar, sem upp komust. Þau hjón bjuggu i Enniskoti i Víöidal Vestur-Húnavatnssýslu. Sigurlaug var systir Sigurbjarnar Sveinssonar, kennara og „Bernsku- höfundar”. Margt af þeim ættingjum á óvenju- lega gleði og lifstrú i fari sinu. Lilja er þar ekki undanskilin, þó hún hafi mátt berjast óstudd við veika heilsu og nauman fjárhag langa ævi. Þaö er núna fyrst, eftir að þau sjálfsögöu mannréttindi, ellilaunin, gera henni fært að vera peningalega sjálfstæö, sem hún þarf ekki aö skera nauðþurftakröfur sinar viö nögl. Þó Lilja hafi lengst af getaö sagt eins og skáldiö „fátæktin er min fylgikona” þá hefur hún sloppið ókalin á hjarta frá þeirri samfylgd, og enginn oröið þess var i fari hennar. Sigurlaug og Jóhannes bjuggu viö mikla fátækt. En bæöi voru þau mjög vel gefin og slstarfandi, Jóhannes til dæmis vefari góöur og verklaginn mjög. En hann lézt frá börnunum ungu,. Þrjú þau elztu, aö minnsta kosti, voru komin yfir 10 ára aldur og aöstoöuöu ekkjuna við aö halda heimilinu saman, á meöan yngstu börnin voru i frum- bernsku. Sigurlaug sagöi mér frá, þegar hún fékk heimsókn ráöamanns sveitarinn- ar, á miöjum vetri, sem skipaöi henni aö leiöa út og lóga einu kúnni á heimilinu, þá myndu meiri möguleik- ar á aö fóöra ærnar til vors. Sigurlaug stóö i dyrum litla bæjarins sfns, hún bauö gestinum inn til umræöna um máliö, en sagöist ekki taka mjólkur- dropann frá börnunum. Guö myndi 16 hjálpa sér. Þá sló sveitarstólpinn svipuskaptinu i dyrastafinn — svo farið sást meöan húsin stóöu — reiö úr hlaöi og sagði snöggt: „Sveitin fær þig meö börnin þegar vorar”. Ekkjan sneri til baöstofu, hlúöi að hópnum sin- um og signdi yfir litlu kollana. Siöan baö hún Guö um hjálp og náö, og sofn- aöi örugg. Hún vaknaöi um miöja nóttina við að regniö draup af lágri þekju bæjarins, þaö var fyrirboröi þess aö skaflarnir myndu minnka og ærnar ná sér i björg. Allt komst af, án sveitarhjálpar. En bróöir Sigurlaugar, ekkill, sá til meö heimili systur sinnar fyrst um sinn. Enniskotssystkinin elskuöu og virtu sina góöu móöur, og læröu aö standa á meöan stætt var. Þau eru öll mjög vel gerö, sérstak- lega er frásagnargleði og rimhneigö rik I fari þeirra. Og þó Lilja vilji litiö láta á sér bera, I þeim efnum sem öör- um, getég ekki stillt mig um aö tilfæra hér örstutt erindi, sem henni varö eitt sinn af munni er hún kom frá aö fylgja ungum kunningja á götu, en honum fannst gæfan gera sig afskiptan. Þegar hjarta sárin sviöa og sorgartárin væta kinn. Endurlausnarans oröiö bliöa æ, þér liði I hugann inn. „Allt þitt böl og allan kvlöa ég mun bera og harminn þinn.” Vonandi er fleirum, aö veröa ljóst, en Lilju Margréti, hvert þjóöin okkar sótti styrk á liönum tlmum, og hvar hugarjafnvægis .er aö vænta. Lilja tel- ur Hka aö á sér sannist, aö þeim sem Guö elskar samverkar allt til góös . Nú á hún fallegt og sólrikt heimili á Njálsgötu 74 I Reykjavík. Þar nýtur hún bókanna sinna og útvarpsins og vinnur listvinnu. Fleirivinkonur henn- ar en ég eiga hekluö og saumuö verk hennar, til aö prýöa meö heimili sin. Og jafnvel þó likaminn láti á sjá, held- ur hún áfram aö auöga anda sinn og una glöö viö sitt. Lilja hefur gert sér far um aö skyggnast inn i dularheim mannssálarinnar, og notiö þess aö kynnast góöu fólki. Glatt bros hennar hefur yljaö mörgum, allt frá sjúkl- ingum á Vifilsstaöahæii en þar vann hún I nokkur ár, til gamla fólksins sem hún hlúöi aö og létti slðustu stundirn- ar. Aö ógleymdum börnunum, sem alltaf hafa getaö leitaö skjóls hjá henni. Börn Sigriöar systur hennar sýna henni umhyggju og hjálp, nú á efri árum hennar, og launa á þann veg, fórnfýsi hennar fyrr á tlmum. Lilja er Kristinu, ömmubarni Sigriöar og hennar manni, mjög þakklát fyrir ýmsa fyrirgreiöslu. Svo er og um alla sem gleöja hana og rétta henni hjálp- arhönd. Lilja vann 16 sumur aö heyskap á heimili okkar hjóna, auk annarra aö- stoöar. — Ég og börnin min, þökkum henni „ömmuhlutverk” hennar á heimili okkar, og biöjum henni bless- unar Guös. G.S. Gunnlaugsdóttir. íslendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.