Íslendingaþættir Tímans - 04.12.1976, Blaðsíða 4

Íslendingaþættir Tímans - 04.12.1976, Blaðsíða 4
inu. Hverfulleiki mannlifsins er háður sömu lögmálum og hamskipti náttúr- unnar. Oss kann að sortna fyrir augum um stund þegar lifið, sem vér njótum, fer frá oss. En lifið varir um eilifö og sækir sér orku og mátt, ef það þekkir heimsins ljósið, sem kom til vor og er hjá oss. Það ljós lyftir augum vorum yfir h iö stundlega, birt ir nót t og bræðir vetrarklaka og fær oss til þess að festa sjónir á dagsbrún hins eilifa. Þannig magnást maðurinn af krafti og æðru- leysifyrirtrúnaá Jesúm Krist, heims- ins ljós. Hann nær þá að sjá vitt og djúpt og eygja fjarlæg stefnumörk, sem eru hátt hafin yfir rúnir hégóma og hverfulleika þann, sem þessi heim- ur vor er um of markaður. Heimsins ljós nær þá að lýsa svo sterkt inn í sálu mannsins, aö allt verður jafnbjart fyrirhonum, bæði lif og dauði— sumar og vetur — dagor og nótt. Þessi orð koma i hugann þegar vér kveðjum og minnumst konunnar, er naut þeirrar náðar aö styrkjast svo af trú sinni, að hún rækti hiö vandasama lifshlutverk sitt meö ágætum. Frú Vigdis var kölluð til þess aö skipa æösta húsmóöursess þjóöarinnar um fjölda ára meðan enn var meira kraf- izt af eiginkonum hinna valdamestu manna heldur en nú er gert. Heimili hennar var þá jafnframt móttökustað- ur allra gesta, hárra sem lágra, inn- lendra sem erlendra. Og mátti hún þá ein bera ábyrgð á öllum veitingum, sem fram voru bornar. En hún þurfti ekki að breyta sér eða skapa sig frammi fyrir neinum. Eðlislæg rósemi hennar, yfirlætisleysi og hjartahlýja kom ávallt til skila, hvort sem i hlut áttu þjóðhöfðingjar, landsmenn vorir, vinir eða fjölskylda. Hún var jafn- framt traust eiginkona og móðir og styrk stoð skyldmennum sinum á erfiðleikastundum. Tók hún m.a. til sin aldraða móður og ungabarn lát- innar systur sinnar. Þannig var hún imynd hinnar traustu, látlausu og gjöfulu islenzku húsfreyju, sem menn- ing vor byggði á um aldir. Vigdisar verður samt ekki getið náið á spjöld- um sögunnar og því réði hún sjálf. Hún kaus að hljótt yrði um sina persónu, afbað skrif um sig á tímamótadögum og neitaði þrábeiöni manna um að mega rita um hennar æviþátt. Mér er vandi á höndum, þvi ég veit að það sem hér hefur verið sagt og verðursagt um Vigdisier henni eigi að skapi, en ég treysti á fyrirgefningu i skjóli þess, að Guði sé þóknanlegt að vér vitum af hollum mannlegum fyrir- myndum. Vigdis Oddný Steingrimsdóttir var fædd i Hafnarfirði 4. okt. árið 1896. Foreldrar hennar voru hjdnin Stein- grimur Guðmundsson, byggingar- 4 meistari, og Margrét Þorláksdóttir. Þau voru bæði fædd á Alftanesi hér syðra og stóðu að þeim traustar ættir og sterkar. Heimili þeirra stóö hér i borg allt frá þvi fyrir aldamót og lengst af á Amtmannsstig 4. Þar var gestkvæmt, þvi að lærlingar og svein- ar bjuggu tiðast á heimili bygginga- meistarans. Einn góður vinur hjón- anna hefur skrifað svo um heimilið: „Þar rikti glaðværö og góðvild, rausn og myndarskapur, en þó hófsemi á öll- um hlutum”. Af þessari lýsingu má sjá, að Vigdis hefur að góðu búið frá uppvextinum. Sem barn sótti hún nám i Landakotsskóla og bera hannyrðir hennar þaðan vott um undraveröan þroska og handlægni. Hún sýndi einnig afburðahæfni i námi við Verzlunar- skóla tslands. Hún var góö málamann- eskja og vann til verðlauna i vélritun. Þar kann að finnast hvatinn að þvi að hún hélt siðar til Kaupmannahafnar og vann þar um hriö við bankastörf. Þá nam hún hljóðfæraleik og hannyrðir og vann mikið að þeim siöar. Vigdis var mjög elsk að einkasystur sinni Sigriöi og ferðuðust þær saman vitt um landið fótgangandi, sem ekki var almennt þá frekar en nú. Þvi var það henni mikið áfall er hún lézt á bezta aldri frá fjórum börnum, svo sem fyrr er getið. Þá átti hún yngri fóstursystur, sem látin er fyrir 10 árum. Vigdis giftist Hermanni Jónassyni, siðar forsætisráöherra, árið 1925. Af fjórum börnum þeirra náðu tvö að lifa og bera þau eiginleika manndóms góðra foreldra svo og barnabörnin tiu. Mótlætið við barnamissinn þroskaði ást þeirra og gaf þeim sameiginlega fullnægju að takast á við skyldur lifs- ins. Vigdis stóð þannig viö hliö stjórn- málaskörungsins i stormasömum at- höfnum hans og fann þá gleði mesta aö gefa og gleyma sjálfri sér fyrir gæfu maka sins og þeirra lifs- verkefna, sem hann helgaði krafta sina, Og öll þekkjum vér aðdáunar- verðan þátt hennar i hjúkrun mannsins sins allt þar til yfir lauk. Vigdis unni húsmóðurstarfinu öllu fremúr og taldi heimilið eiga aö vera traustustu stofnun þjóöfélagsins. Þvi fann hún sárt til þeirrar upplausnar, er almennt sækir að þvi nú. Hún sýndi vilja i' verki fyrir þessu áhugamáli sinu með þvi aö taka sæti i skólanefnd Húsmæðraskóla Reykjavikur við stofnun hans og var hún lengst af for- maöur nefndarinnar. Þá lagöi hún og fram mikla vinnu viö kvennasamtök Framsóknarflokksins. öll þessi störf eru henni þökkuð nú viö leiðarlok. Ég flyt hér kveöjur og þakkir frá Pétri Jónassyni og fjölskyldu á Sauðárkróki til hinnar látnu fyrir góðverk hennar þeim veitt og samúðarkveðjur til syst- kynanna frá frændfólkinu nyrðra. Þá eru hér fluttar alúðarþakkir frá upp- komnum sonum barna Vigdísar, sem dvelja i Bandarlkjunum við nám og vinnu. Skammt er siðan vér kvöddum Her- mann Jónasson héöan frá þessum stað, sem helgaður er lofgjörð og þjón- ustu við föður alls sem lifir. Þá kom dauðinn sem likn og það gerir hann enn, þótt oss finnist að Vigdis heföi lengur getað gefið og þjónað oss með návistsinni. Hún hafði að mestu leyti náð heilsu og kröftum að nýju eftir lát manns sins. Hinn 4. fyrra mánaðar hélt hún nánustu vinum sinum veizlu I tilefni áttræðisafmælis, þar sem hún sá ein um allan undirbúning veitinga. Þannig kvaddi hún með þakklæti og reisn samferðafólk og ástvinina, sem af alúð léttu henni einverustundirnar. Þeir ámálguðu þá við hana að ferö til sólarlanda mundi veita henni hvild. Þvi svaraði Vigdís. ,,Ég á bráðum fyrir höndum aðra miklu merkilegri sólarferð”. Siðasta bréf sitt skrifaði hún styrkri hendi daginn fyrir veik- indin örlagariku dóttursyni sinum i Bandarikjunum, og þar getur hún ekki leynt eftirsjá sinni eftir makanum. Og siðustu setninguna hér i heimi sagði hún brosandi við son sinn, „kannski fæ ég nú að fara til hans pabba þins”. Dauði Vigdisar veldur þvi ekki sorg i hugum þeirra nú, sem trúa á eilift lif. Skammt varð milli hjóna að þau kvöddu oss og minnirdauðiþeirra mjög á fráfall stjórnmálajöfursins Jóns Sigurðssonar og konu hans. Báðir unnu mennirnir óskiptir að heill þjóð- arinnar við hlið óeigingjarnra, sterkra kvenna. 1 ást var unniö og i eindrægni upp skorið. Vigdis kaus að lifa i hógværð, hún vildi ekki sýnast, heldur vera. Þvi var það henni likt að skilja engar skrifaöar heimildir eftir um sjálfa sig. öllu meira virði fyrir oss er þd sú gamla bænajátning, sem fannst i kompu hennar. „Verk min Drottinn þóknist þér, þau láttu allvel takast mér. Avaxtasöm sé iðjan min, yfir mér vaki blessun þin”. Vér gerum þetta vers Vigdísar nú að hinni hinztu bæn fyrir henni um leið og vér biðjum Guð að blessa oss hinar beztu mihningar um mæta móöur og húsfreyju svo vér megum af þeim þroskast meðan oss er enn ætluö hér verk að vinna af þeim er sendi oss. t íslendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.