Íslendingaþættir Tímans - 04.12.1976, Blaðsíða 9

Íslendingaþættir Tímans - 04.12.1976, Blaðsíða 9
Þorsteinn Jónsson fyrrv. kaupfélagsstjóri, Reyðarfirði Þann 13. október s.l. andaðist á Landspitalanum Þorsteinn Jónsson fyrrv. kaupfélagsstjóri á Reyðarfirði eftir langa og erfiða sjúkdómslegu. Ég sem þessar linur rita, var undir hans stjórn i 29 ár og kynntist ég Þor- steini mæta vel. Hann var aö sumu leyti mikill al- vörumaðurog fasturfyrir.en hann gat lika verið hrókur alls fagnaðar eins og árshátiðir Reyðfiröinga, þorrablótin sýndu beztj áratugi. Æriðoft kom glettni hans vel fram, en Þorsteinn átti fleiri strengi, hann var ákaflega fróður maöur, mjög vel lesinn og alveg sérstaklega minnist ég þess, að svo var sem hann kynni Is- lendingasögurnar eins og faöirvorið. Þorsteinn var mikið glæsimenni aö vallarsýn, bæði karlmannalegur og friður maður, hann var sömuleiöis hörkuduglegur, enda var hann um áratugi forystumaður Reyðfiröinga og raunar Héraðsbúa i mörgum málum. Ég man eitt atriöi sem sannar bezt kjark og dug Þorsteins i starfi sinu sem kaupfélagsstjóri. Harðindavetur einn voru bændur i mikilli hættu vegna fóöurskorts. Þá gerði Þorsteinn sér litið fyrir og flaug til Reykjavikur og sótti snjóbil, þann fyrsta, sem til Austurlands kom, enda var það eina leiöin til þess aö bjarga málunum. Hann var einn þeirra manna, sem aldrei gafst upp hvað sem á bjátaði. Þorsteinn var fæddur á Egilsstöðum 20. jUlí 1889. Foreldrar hans voru hjón- in Margrét Pétursdóttir og Jón Bergs- son kaupfélagsstjóri. Þorsteinn fer i gagnfræöaskólann á Akureyri og konu syni, öldruðum foreldrum og bróður, heimilisfólkinu i Jaöri, ásamt fjölmennu frænda- og vinaliði. Far þú i friði friöur guös þig blessi hafðu þökk fyrir allt og allt. V.B. É.K.Þ. stundar þar nám frá 1905-07. Hann stundaöi nám i verzlunarskóla i Kaup- mannahöfn 1909-1910. Hann var fyrst starfsmaður Kaup- félags Héraðsbúa, en 1917 varð hann kaupfélagsstjóri. Hann geröi kaup- félagið að stórveldi. Undir hans stjórn var það eitt traustasta og sterkasta kaupfélag landsins. I stjórn Sambands islenzkra samvinnufélaga var hann frá 1923-1964. Hann gegndi fjölmörgum öörum trúnaöarstörfum, formaöur Búnaðar- félags Reyöarf jaröar og fulltrúi þess á búnaöarþingum Austurlands um ára- tugi og oddviti Reyöarfjaröarhrepps um fjölda ára, svo eitthvað sé nefnt. Hann var forystumaöur Reyðfirðinga áflestum sviðum og innilega þóttihon- um vænt um Reyðarfjörö, þaöan vildi hann ekki fara, þar vildi hann lifa og deyja. En Þorsteinn stóð ekki einn f lifs- baráttunni. Hann átti sér við hliö mikilhæfa og góða konu, sem stóð eins og klettur úr hafinu við hliö mannsins sins. Sigriöur Þorvarðardóttir Kjerúlf var sannarlega vel gerð kona, en hún var dóttir Þorvarðar Kjerúlfs læknis og alþingismanns. Þau giftu sig 12. ágúst 1916. Gestrisni þeirra var mikil, en gest- kvæmt var þar mjög, alltaf opiö hús fyrir þá, er þurftu aö hitta kaupfélags- stjórann, og þeir voru margir. Heimil- inu var stjórnað af hinum gdöa anda húsmóðurinnar og ekki spillti gaman- semi húsbóndans af þeirra fundi fór margur ánægðari. Þau eignuöust 4 börn 3 syni og eina dóttur, öll eru þau hinir mætustu þjóö- félagsþegnar. Auk þess ólu þau upp Ólaf Bjarnason og sonarson sinn Einar Þorvarðarson umdæmisverkfræðing. Börn þeirra hjóna eru: Þorvarður Kjerúlf sýslumaöur á Isafirði. Kona hans er Magdalena Thoroddsen, Jón yfirlæknir á Landsspltalanum, kona hans er Lovisa Eiriksdóttir frá Eski- firði, Þorgeir lögreglustjóri á Kefla- vikurflutvelli ókvæntur, Margrét. Hennar maður er Björn Ingvarsson yfirborgardómari i Reykjavik. Ólafur Bjarnason er kvæntur Berg- ljótu Guttormsdóttur frá Hallorms- stað. Þess vil ég geta, að sonarsonur þeirra Einar hugsaði ákaflega vel um þau hjónin, þegar aldurinn færðist yfir og ekki siöur um afa sinn, seftir að hann varð ekkjumaður og hafi hann þökk fyrir það. Þorsteinn kveö ég með söknuði og þökk, hann var höfðingi i lund og hans mun ég lengi minnast. Far þú I friöi — Friöur Guðs þig blessi — haföu þökk fyrir allt og allt. Jóhann Þórólfsson íslendingaþættir 9

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.