Íslendingaþættir Tímans - 04.12.1976, Blaðsíða 14

Íslendingaþættir Tímans - 04.12.1976, Blaðsíða 14
kapphlaup við timann. A þvi þurfti ekki að halda sökum þess að hús- bændurnir kunnu sitt verk. Þennan blæ heimilisins komst þú ekki hjá að finna um leið og þú tókst í höndina á þeim Sigriðiog Jens og heilsaöir þeim, þú varst öruggur og viss um að þú var velkominn. Vonarland er fallegt bæjarstæöi, túnið smá hallandi á móti vestri, út- sýni er mikið, þvi þaðan sér út um allt ísafjarðardjúp með sinum marg- breytilegu sviöum. Bærinn stendur i skjóli undir felli sem heitir Fagra- hliðarfell.sem veitir skjólfyrir austan- áttinni. Felliö er grasivaxið og veitti með svip sinum ákveðna hlýju og féll þvi vel inn 1 heimilisbraginn á Vonar- landi. Það var þvi ekki að furða þó fólkinu liði þar vel. Arið 1967 andast svo Jens og var það mikið áfall fyrir Sigriði, þvi aö á Vonarlandi gathún ekki verið ein. Hún dvaldi svo hin siðustu ár hjá börnum sinum og fósturbörnum, en henni veittist samt sú ánægja, að fá að dvelja á Vonarlandi öll sumur og var henni það ómetanlegt, enda var hugur hennar bundin órjúfandi böndum viö Vonarland og sveitina sina. Vonarland var hennar sólarland. Þegar við kveðjum Sigriöi á Vonar- landi og litum til baka, þá sjáum við fósturdótturina á Nauteyri hlaupa um tún og engi og dafna þar i skjóli góöra fósturforeldra. Við sjáum hana staö- festa ráð sitt og hefja ævistarf meö dugmiklum eiginmanni. Við sjáum siðan ekkjuna, sem ekki lét bugast, standa fyrir búi i Hraundal, afla heyja og hirða um búpening ásamt sinum ungu og dugmiklu börnum. Við sjáum börn hennar sitja hjá kviaám fram i Dagmálalækjum og Leynihjöllum og halda þeim til beitar, þar sem beitin var kjarnmest, þannig að mjólkin yrði sem bezt. Við sjáum hana vinna úr mjólkinni smjör og skyr. Við sjáum hana nytja land og búpening, þannig að sem mestu gagni mætti koma fyrir heimilið og hægt væri að veita börnunum gæði og klæði. Ekki er vafi á þvi, að vinnudagur Sigriöar hefur verið oft langur á þessum tima, þar sem I mörg horn var að lita bæði úti og inni, og var þvi enginn timi til að sitja auðum höndum. Ég vil nefna sem dæmi um eljusemi Sigriðar, sem mér er sérstaklega minnisstætt og það er þaö, að þegar hún fór á milli bæja, hún fór að sjálf- sögöu oftast gangandi, sem venjulegt var á þeim timum og prjónaði á leiöinni. Virtisthún ekkert finna fyrir þessu, henni var þaö svo tamt, þó yfir ójafnan veg væri að fara. Vinnan hjá þessu fólki var sjálfsagðurog eðlilegur hlutur. 14 Helga Sveinsdóttir sjúkraliði fædd 15.5. 1938, dáin 16.11. 1976 Foreldrar Helgu voru Sveinn Július- son, hafnarvörður frá Eyrarbakka. Helga ólst upp hjá foreldrum s son, hafnarvörður á Húsavik, og Magnea Guðlaugsdóttir frá Eyar- bakka. Helga ólst upp hjá foreldrum sinum á Húsavik, en fluttist sautján ára gömul til Reykjavikur eftir að hafa lokið gagnfræöanámi á Húsavik. Eftir fárra ára dvöl i Reykjavik giftist hún árið 1958 eftirlifandi manni sin- um, Hans Guðmundi Hilariussyni, húsasmlðameistara i Reykjavik. Börn þeirra eru Gunnar, fæddur 1957, Magnea, fædd 1960, Sveinn fæddur 1961, og Guðmundur Freyr, fæddur 1962. Helga lauk sjúkraliðanámi á Landakoti 1973 og starfaði á þeim spitala til dauðadaga. Helga hafði til að bera óvenjulega heilsteyptan persónuleika og viö sem þekktum foreldra hennar sáum glöggt hver rök lágu til þess. Hún mótaðist Sigriður á Vonarlandi var ekki metorðagjörp og sóttist ekki eftir frama, en hún var kona menntuð af skóla lifsins. Hún leysti sitt hlutverk velaf hendi. Hún eignaðist fimm börn, sem hún ól upp auk fósturbarna, þannig að hún skilaði þjóðfélaginu um tug nýtra og traustra þjóðfélagsþegna, sem eru þjóö sinni til sóma. Þetta uppeldisstarf tókst henni vel, og þurfti ekki að leita til sálfræöinga eða annarra uppeldisspekinga sér til aðstoðar. Henni var þetta eðlislægt. Væri ekki úr vegi aö þeir, sem mest fjalla um uppeldismál og vandamál æskunnar i dag, kynntu sér hvernig fólk eins og Sigriður á Vonarlandi og hennar likar fóru að i sambandi við uppeldi barna og ungmenna. Ef hægt væri að tileinka sér og hagnýta sér uppeldisaðferðir þessa fólks, þá væru ekki eins mörg vandamál I okkar þjóð- félagi I dag eins og raun ber vitni. Sigriður andaöist á Landakots- viö heimilislif skapfasts föður og um- hyggjusamrar móöur. Þegar við hjónin kynntumst Helgu var það einmittþetta samræmii skap- gerð,sem við tókum eftir. Nú þegar við spitala 5. nóvember s.l. eftir sólar- hrings legu þar. Hún var siðan jarðsett á Melgraseyri við Isafjarðardjúp 13- s.m. og var hún þar kvödd af venzla- og vinafólki i góðu veðri, og sló geislum vetrarsólarinnar yfir leiði hennar að jarðarförinni lokinni. Ég vil svo að lokum þakka Sigríöi fyrir elskulega viðkynningu og þakka henni alla vináttu, sem hún hefur sýnt mér og minu fólki á liönum árum. Til hennar var maður alltaf velkominn, þar var alltaf hlýja og vinátta, hjá henni var engum ofaukið. Innsigli undir þessa eiginleika var hennar blíöa og falslausa bros, sem aldrei mun gleymast. Ég votta svo börnum hennar, fósturbörnum og öllu venzlafólki samúð mina. Blessuð sé minning hinnar látnu heiðurskonu. Jóhann Þóröarson frá Laugalandi. íslendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.