Íslendingaþættir Tímans - 04.12.1976, Blaðsíða 2

Íslendingaþættir Tímans - 04.12.1976, Blaðsíða 2
Þaö er frásagnarefni, að nú fór hún að kynna sér tsland af sinni venjulegu alúð og kostgæfni. Fór um landið fót- gangandi með vinstúlkum — byggðir og öræfi — óð vötn og kleif fjöll, — til þess að kynnast náttúru þess, finna kraftinn i sjálfri sér og fá yfirsýn. t fám orðum sagt: Hún var ekki óundirbúin að sinna kalli erfiðrar hús- freyjustöðu, þegar þar að kom. En skapgerðin og hin hreina sál var þó hennar mikilverðasta skart, aflgjafi og leiðarljós. II. Hinn 30. mai 1925 giftist Vigdis Her- manni Jónassyni, sem þá var fulltrúi hjá bæjarfógetanum i Reykjavik. Var það vissulega örlagarikt skref, sem hún þá steig. Má segja, að hún hafi þá vigt sig i stórbrotna þjónustu við ætt- jörð sina, að visu óvitað, en til þess þó ágætlega i stakk búin. Húsfreyjustarfið á heimili baráttu- garpsins i þjóðmálunum hófst i allri þess fjölbreytni. Hlutverk húsfreyj- unnar varð auðvitað eftir atvikum: Aðhlynning, friðun, hvatning, varð- staða að baki------ Fljótt kom i ljós, að þessi kona kunni að unna, — kunni að þjóna — og kunni að vera drottning á heimili striðshetju og þjóðhöfðingja. En eitt kunni hún ekki, sem skáldið Einar Benediktsson gerði ráð fyrir að hið ,,friða fljóð” (Snjáka) mundi kunna, sem hann orti um. Vigdis virtist aldrei kunna aö hata. 1 veg fyrir það kom hennar ,,horska hjarta”. Hún laut ekki svo lágt. Samt fylgdi hún manni sinum fast að málum, og gerði sér glögga grein fyrir þvi, sem var að gerast hverju sinni. Eitt kom á fætur öðru ellegar sam- hliða: Hermann Jónasson var lögreglu- stjóri i Reykjavik 1929-’34. Bæjarfull- trúi i Reykjavik 1930-’38, Alþingismað- ur i Strandasýslu 1934-’59 og siðan i Vestfjarðakjördæmi til 1967. Forsætis- ráðherra l934-’42. Landbúnaðarráð- herra 1950|’53. Forsætisráðherra 1956- ’58. Formaður Framsóknarflokksins 1944-’62 — o.s.frv. o.s.frv. — Áður en embætti forseta Isiands var sett á stofn, hvildi á forsætisráöherra skylda til að annast aðalmóttökur er- lendra þjóðhöföingja og annarra gesta rikisins, erlendra og innlendra. Stóð Vigdis sjálf fyrirslikum veizluhöldum, sem komu i hlut manns hennar. Fóru þau fram i bústað þeirra og hlaut hún frægðarorð af þeim. Kom sér þá vel frábær kunnátta hennar i veizlubún- aði, framreiðslu og tildurslausri hátt- visi. Lofuðu háir sem lágir veizlur henn- ar. Var hún snillingur i að stjórna mót- 2 tökum þannig að allt gengi eins og af sjálfu sér og engum gæti fundizt sér of- aukið. Vann hún á þessu sviði þrek- virki i þágu þjóðarinnar. III. Við Hermann Jónasson vorum skólabræður úr gagnfræðaskólanum á Akureyri. Höfðum haft þar mikið sam- an að sælda ng tekizt með okkur var- anleg vinátta. Báðir allmikið lesnir i Islendingasögum. Ennfremur talsvert ljóðlesnir og gefnir fyrir þá hugheima. Báðir vorum við sveitamenn, fremur félitlir. Báðir taldir orkumiklir, enda fúsir til likamlegra átaka. Lögðum báðir stund á islenzka glimu og áflog, þegar færi gafst. Fengum ósvikin hvor af öðrum á þeim vettvangi. Ef menn reyna með sér i glimu eða lausatökum, finna menn betur hið raunverulega innræti hvor annars, en þótt þeir ræðist við. Ekki hafð-fundum okkar Hermanns borið saman frá þvi, að skólasamvist- um lauk 1916 og þar til 1930 að við hitt- umst á alþingishátiðinni á Þingvöll- um. Eitthvað höfðum við þó skrifazt á, en sjaldan. Að aflokinni hátiðinni tók hann mig með sér til Reykjavikur — og inn á sitt fallega heimili við Laufásveg. Þar dvaldist ég nokkra daga. Húsmóðirin, Vigdis, sem ég i þessari ferð sá i fyrsta sinn, var mér strax nærgætin og um- hyggjusöm, eins og bezta systir. Siðan kom ég um ára skeið alloft til Reykjavikur og tafði þar við erinda- rekstur fyrir byggð mina og hérað. Heimsótti ég þá ætið Hermann og naut á heimili hans dásamlegrar vináttu, þeirrar tegundar, sem aldrei er hægt að fullþakka. Venjulegt var, að við Hermann rifj- uðum þá upp ævintýri frá skólaárun- um og brygðum okkur i glimu eða lausatök til áréttingar. Hann var alltaf að hugsa upp brögð, er betur dygðu en þau gömlu. Ég vefengdi að nýju tökin dygðu, ef rétt væri viðbrugðizt. Þá var að prófa — og úr varð ofurkapp. Aldrei fann Vigdis að við okkur, hvað sem á gekk. En hún fjarlægði brothætt húsgögn og sagði brosandi, að hún gerði þetta til þess að rýmra yrði um okkur. Lét okkur siðan eina. Þannig tók hún ærslum okkar með nærgætni og umburðarlyndi. Eftir að ég var kosinn á þing, var ég oft daglegur gestur á heimili þessara ágætu hjóna, þvi við formann Fram- sóknarflokksins þurftum við liðsmenn hans margt að ræða og heimili hans var alltaf ,;opið hús” fyrir okkur. Aldrei var húsfreyjan önuglynd, þótt þetta yki henni stórlega umsvif og lengdi löngum kvöldvökur i húsi henn- ar. Þess minnumst við Pálina kona min með innilegu þakklæti, að þegar tvö yngstu börn okkar, Gunnsteinn fyrst og seinna Svava, hleyptu heimdrag- anum i fyrsta sinn til dvalar i höfuð- staðnum, buðu þau Vigdis og Hermann þeim vist i húsi sinu — og reyndust þeim að velvilja eins og ættmenn ættu i hlut eftir það. Á seinni árum þingmennsku minnar dvaldist kona min með mér i Reykja- vik um þingtimann og stundum leng- ur. Þá leigðum við okkur i hálfan ára- tug ibúð i húsi Vigdisar og Hermanns, Tjarnargötu 42. Ekki er hægt að hugsa sér betri húsráðendur en þau voru, eða ágætari húsfélaga. Alltaf i góðu jafn- vægisskapi. Tillitssöm, laus við að- sjálni, greiðvikin, góðviljuð og veitul. Margir kynntust Vigdisi auðvitað aðeins við liátiðleg tækifæri, þar sem henni lét mjög vel að skipa sæti sitt. En sannleikur er, að á heimili þeirra Hermanns var aldrei hversdagslegt, heldur hátiðlegt með einhverjum hætti. Þannig manneskjur voru þau Það er af miklum og nánum kunnug- leika, að við Pálina kona min nú við andlát Vigdisar Steingrimsdóttur lýs- um söknuði okkar og blessum minn- ingu hennar. IV. Hermann Jónasson fór iðulega ferð- ir fyrir hönd þjóðar sinnar til útlanda á ráðstefnur. Mætti á allsherjarþingum Sameinuðu þjóðanna. Var fulltrúi Is- lands i Evrópuráðinu frá stofnun þess, svo eitthvað af mörgu sé nefnt. Vigdis var oftast með honum i utanlandsferð- unum. Þótt hún sóma sér vel þar i söl- um meðal þjóðhöfðingja, hæversk og virðuieg. Stjórnmálamenn eru ekki taldir sér- staklega orðprúðir alla tið um and- stæðinga sina, en aldrei heyrði ég nokkurn minnast á Vigdisi Stein- grimsdóttur, nema með virðingu, þótt harður andstæðingur Framsóknar- flokksins væri. I stuttri dánarkveðju til konu, sem á mikla sögu, verður margt að vera ósagt, sem þyrfti að segja. Ég sé i vel gerðum minningargrein- um, er birtust á prenti jarðarfarardag Vigdisar Steingrimsdóttur, að hennar var minnzt með þakklæti fyrir mikil störf og farsæl i samtökum kvenna. Hafði hún t.d. verið þátttakandi i að stofna Húsmæðraskóla Reykjavikur 1942, og átt sæti i stjórn hans til 1974 og verið formaður stjórnarinnar frá 1951. Stofnaði hún verðlaunasjóð við skólann 1950 og ber hann nafn móður hennar. Efldi hún sjóðinn stöðugtmeð framlögum til hans. ,,Arlega hefir sjóður þessi veitt náinsmeyjum, er sköruðu fram úr i húsmæðradeild, islendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.