Íslendingaþættir Tímans - 04.12.1976, Blaðsíða 6

Íslendingaþættir Tímans - 04.12.1976, Blaðsíða 6
Valgerður Lýðsdóttir Valgerður fæddist 31. okt. 1890 aö Skriðnesenni i Strandasýslu. For- eldrar hennar voru hjónin Anna Magnúsdóttir og Lýður Jónsson, hreppstjóri. Anna, móðir Valgerðar var dóttir Magnúsar Jónssónar al- þingismanns Dalamanna Bjarna- sonar. Hann bjó um skeið i ölafsdal, enskagfirzkrarættar. Kona Magnúsar Jónssonar var Guörún Jónsdóttir Samsonarsonar alþingsmanns, Keldu- dal Skagafiröi. Lýður hreppstjóri var Jónsson, hreppstjóra Jónssonar hreppstjóra Andréssonar Sigmunds- sonar frá Gilsfjarðarmúla. Andrés hóf búskap á Skriðnesenni árið 1765. Til hans er rakin „Ennisætt”, sem búið hefur óslitið á Skriðnesenni siðan og býr þar ennþá. Anna og Lýður eignuðust 12 börn, sem öll náðu fullorðinsaldri og sum mjög háum aldri, og dætur þeirra, Anna búsett á Akureyri, og Ragn- heiður, húsfreyja á Kirkjubóli, Strandasýslu, halda báðar reisn sinni og skörungsskap, þrátt fyrir háan aldur og annasaman starfsdag. Heyrt hef ég það að systkinin frá Enni hafi öll verið glæsileg og miklum mann- kostum búin, eins og ættfeður þeirra og mæöur. Ég hef lika séð og kynnzt sumum þeirra og get tekið undir það sem einn kunningi þeirra sagði, þegar rætt var um systkinahópinn: „Þau voru öll ágætisfólk og hefðu gjarnan mátt vera fleiri”. Valgeröur var 10. i röðinni i systkinahópnum og vandist hún snemma við heimilisstörfin, sem eru margþætt á þessum slóðum, þvi þar fer saman gæðaland fyrir sauðfé og hlunnindi til sjávarins. Heimilið var fjölmennt og þurfti þvi mikils með, og húsbóndinn oft við smiðar annars staðar, þvi hann var fjölhæfur hag- leiksmaður. „Hollur er heimafenginn baggi”. Veganestið aö heiman reyndist Val- geröi drjúgt á lifsleiðinni auk þess sem hún stundaði nám við Kvennaskólann á Blönduósi. Valgeröur var um skeið ráðskona hjá Jóni bróður sinum, hreppstjóra á Skriðnesenni. Arið 1915 giftist hún Rögnvaldi Sturlaugssyni Guðbrandssonar frá Hvitadal i Dala- sýslu. Rögnvaldur var myndarmaður, gæöadrengur, hvers manns hugljúfi, 6 gamansamur og greindur vel. Hann iézt árið 1942. Fyrstu árin bjuggu þau að Felli i Kollafirði og fluttu þaðan að Hvoli i Saurbæ og siðar að Melum i Klofningshreppi. Þar hættu þau búskap og fluttu aftur i Saurbæinn og dvöldust aö Staðarhóli. Rögnvaldur var lengi vegavinnuverkstjóri á sumrin og barnakennari á veturna. Dóttir Valgeröar og Rögnvalds er Unnur, kennari á Akranesi. Hún var gift Gfsla Guðjónssyni, trésmið frá Þórustöðum i Strandasýslu. Hann lézt árið 1965. Valgerður var að eðlisfari tápmikil, lifsglöð, glæsileg kona, sem naut virð- ingar allra þeirra er hana þekktu. Framtiðin blasti við henni, hún var traust og „væn kona”, sem ekki kveið komandi degi, gamlar dyggðir fylgdu henni, hún mat heimilið mikils, féll aldrei verk úr hendi og naut þess að fræðast og taka á móti kunningjum. — Fæstir, sem iengi lifa, komast hjá þvi aðkynnast þvi að lifið fellur stundum i aðra farvegi en þeir sjálfir gerðu ráð fyrir. Valgerður fékk sannarlega að reyna þetta. A fertugsaldri fékk hún lömunarveikina og átti eftir það við vanheilsu að striða, en batnaði þó það mikið að hún komst á fætur, gekk við staf og vann eins og orkan leyfði. Hún saumaði mikið og prjónaði, enda lék allt i höndum hennar. Hún gat einnig unnið heimilisstörfin. Andlega þrekið, trúin og glaðlyndið var henni mikill styrkur. Eftir lát manns sins fluttist hún meö dóttur sinni og tengdasyni til Akraness og hjálpaði til á heimilinu, þvi hjónin unnu bæði úti, en þrir drengir þeirra voru á heimilinu, mjög hændir að ömmu sinni. Þeir hjálpuðu henni og hún hjálpaði þeim. Valgerður naut mikils ástrikis og allt fyrir hana gert, eftir þvi sem unnt var. Fjöl- skyldan var samhent, þar ríkti glað- værð, og gestrisni var i hávegum höfð. Valgerður naut sin vel i góðra vina hópi, hún var vinur vina sinna, félags- lynd og mat það mikils á meðan hún gat ferðast og heimsótt kunningja og vini, enda alls staðar vel tekið. Hún fylgdist vel með þvi sem va r að gerast, þekkti marga og lifgaði alltaf upp, hvar sem hún kom. A Akranesi eignaðist hún marga vini og gömlu kunningjarnir og hópur frænda gleymdi henni ekki en heimsótti á há- tiðastundum. Vina og frændahópurinn var fjölmennur og þess naut Val- gerður. Dóttur sina mat hún mikils, þær voru samrýndar mæðgurnar og lengst af á sama heimili. Fjölskyldan var einhuga um að Valgeröi liði sem bezt. Þetta mat hún lika mikils og drengirnir hennar, þeir Rögnvaldur, Magnús og Valur, voru skilningsrikir oghöfðu yndi af að hjálpa ömmu sinni. Valgerður lézt þann 28. okt. s.l. á sjúkrahúsinu á Akranesi. Hún var jarðsett að Kirkjubóli i Saurbæ Dala sýslu, laugardaginn 6. þ.m. að við- stöddu fjölmenni. Gömul kynni voru ekki gleymd. Góð kona er fallin i val- inn. Hennar mun lengi minnzt. Hún kom alltaf auga á sólskinsbletti lifsins og hún skilur eftir „sól i sinni” allra þeirra er henni kynntust. Ég votta ættingjum og öðrum vandamönnum Valgerðarsamúð mina og konu minnar. Ásgarði i nóv. 1976, Asgeir Bjarnason. íslendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.