Íslendingaþættir Tímans - 04.12.1976, Blaðsíða 12

Íslendingaþættir Tímans - 04.12.1976, Blaðsíða 12
Guðný Aradóttir F agurhólsmýri t ljósi og yl, sem laðar hug, er Hfið dýpst og bezt. Við aringlóð og sóiarsýn er sæmd þin kona mest. G.F. Laugardaginn 20. nóvember s.l. var gerð frá Hofskirkju iltför Guðnýjar Aradóttur fyrrum húsfreyju á Fagur- hólsmýri. Hún átti lögheimili i Reykjavik hin siðari ár, en henni var búiö hinzta hvilurúm i byggðarlaginu, þar sem hún fæddist, þroskaðist og starfaði meðan heilsa hennar leyfði. Guðný var orðin 85 ára, fædd 2. júli 1891, dáin 15. nóvember 1976. Foreldr- ar hennar voru hjónin Ari Hálfdanar- son og Guðrún Sigurðardóttir á Fagur- vinnast, en horfði lika i sorgardjúpið, myrkt og svalt. Hún óx viö ævinnar raunir, og brast eigi fyrr en ,,I bylnum stóra seinast”. Ég sá hana sfðast á sjúkrabeði. A kveðjustund, þegar ég fann hönd hennar lykjast um mina i hlýju traustu taki, snerti mig sár klökkvi, sem tiöum er samfara þvi, að viö vitum, að viö erum aö lifa eitthvað i siöasta sinni. 1 dyrum sjúkrastof- unnar leit ég til baka og þáði að gjöf bros hennar. Og þannig er mynd hennar mótuð 1 minni mér, mynd hetju, sem enn var óbuguð — hiö ytra, en kvikan hið innra var vandlega dul- in. Og þar sem ég gekk heim á leið frá sjúkrahúsinu, hljóö og hnipin, um gráa gangstéttina meöfram brún Lysti- garösins og horfði á fölnandi blómin og nam lauffall trjánna, hugsaöi ég um hverfulleik lifsins og aðför dauðans, sem löngum er svo haröúöug og kviku- sár, en getur einnig orðið fögur i hrein- leika sinum. Og i brjósti mér bærðist strengur, þar sem viðlagið var þetta: „Svona er aö fara sigurför/að siðasta klukknahljómi”. Vertu sæl, húsfreyja frá Arnar- stöðum. Hafðu þökk fyrir heilindin og hetjubraginn. Að þér opnist á hærra sviði viðar dyr og verkmiklar er vel við hæfi. Við þér brosi heiðyir Guðs himinn. Jórunn ólafsdóttir frá Sörlastöðum. 12 hólsmýri (Efribæ). Hún var komin af merkum skaftfellskum ættum. Faðir hennar f luttist i öræfin austan af Mýr- um, en móðir hennar ólst upp á Kvi- skerjum. Afi hennar i móðurætt og faðir hennar voru um sina daga báöir i hópi þeirra, sem fremstir stdðu i sveit- inni og héraðinu. Barnakennsla var hafin i Öræfasveit sköntmu fyrir siöustu aldamót fyrir atbeina áhugamanna, en Guðný var komin yfir fermingaraldur, þegarfyrst varlögboðinalmenn skólaskylda hér á landi. Hún ólst þvi upp við þá aðstöðu aö geta aöeins náð nokkrum molum af þeirri þekkingu, sem skólanám veitir. En Guðný var þeirrar gerðar, að full- vist er, að námsbraut hefði orðið henni greiöfær. Hún var námfús, greind og hafði glöggt auga og næma tilfinningu fyrir þvi sem fagurt er og listrænt. Menntun er þó annaö og meira en skólanám. Orðið menning er af sömu rót, og orðið maður. Menning merkir það að láta manneðlið þroskast. Að einu og sama marki er oft hægt að fara eftir ýmsum leiðum. Hin fjölmennu sveitaheimili voru fyrrum i senn starfssviö og skóli, þar sem hinir ungu lærðu af hinum eldri. Æskuheimili Guönýjar var i fremstu röö að þessu leyti. Þar var bókakostur meiri en al- mennt gerðist, starfshættir i samræmi viö aðstööu og þó jafnframt vakandi á- hugi á nýjungum sem til framfara horfðu. Hollur aldarandi hafði og góð áhrif. Kynslóðin sem hóf ævistarfið hér á landi á öndverðri þessari öld setti sér það markmiö aö hef ja land og þjóð til frelsis og bjargálna með þjóð- rækni, þegnskap og góðu starfi. Guðný var þvf vel aö heiman búin þegar hún tók að leysa af hendi aðalævistarfið. Arið 1920 geröist Guðný húsfreyja I Neðribæ á Fagurhólsmýri. Þá um haustið giftist hún Jóni Jónssyni, en hann var fæddur og alinn upp i Svina- felli. Þau keyptu jörðina, hófu búskap þetta ár og bjuggu siöan á Fagurhóls- mýri meðan þau höfðu starfsþrek. Jóni og Guðnýju varö átta barna auðið. Yngsti sonur þeirra fórst i um- ferðarslysi i Reykjavik á árinu 1954, þá tvitugur aö aldri. Einn sonur þeirra býr á Fagurhólsmýri, en hin systkinin —fjórar dætur og tveir sýnir — eru bú- sett i Reykjavik. Um það léyti sem Guðný náði sjö- tugsaldri var heilsa hennar tekin að bila. Af þvileiddi aöhinsiðari ár þurfti hún að njóta góðrar læknisþjónustu og stundum sjúkrahúsvistar. Þá voru sum börn hennar orðin búsett i Reykjavik og átti hún þar gott athvarf. Hún átti þvi heima hjá dóttur sinni i Reykjavik siðustu æviárin. Jón maður Guðnýjar andaðist siðast liðinn vetur, svo að kallið kom til þeirra beggja á þessu ári. Heimili þar sem átta börn ólust upp, tekna var aflaö með eigin atvinnu- rekstri, kapp lagt á bústörfin og lifs- þægindi lengi mjög takmörkuö hlaut aö krefjast mikilla starfa innan húss og utan. Eftir að hjónin stofnuðu heimili, hafði húsfreyjan ekki tima til að vinna annars staðar. Starfssvið hennar var við arin heimilisins. Það rúm skipaöi Guöný með sæmd fjóra áratugi og þar hljóta börn hennar oft að hafa fundið þann yl, sem laðar hug. Henni féll það vel að geta starfað i átt- högum sinum og mat mjög mikils góö viðskipti viö nágrannanna. Hún haföi’ greinilega vanþóknun á öllu, sem var óréttmætt. Dagfar hennar var i góðu samræmi við ábendingu postulans: hugfestið allt það, sem er satt, sóma- samlegt, rétt, hreint og elskuvert. Guðný var jafnan glöð i viðmóti, gaf með hógværð greið svör við þvi, sem um var spurt, veitti góðan beina og gekk að störfum með fullkominni reglusemi. Kynningin náði oft ekki lengra gagnvart þeim, sem að garöi bar. En ef góðir vinir voru gestir henn- ar, gaf hún sig stundum á tal við þá eftir að önn dagsins var lokið. A slik- um stundum kom bezt i ljós, að hún hafði sólarsýn langt út fyrir hinn ákveöna verkahring. Eitt sinn þegar rættvar um lifið og ýmsar skýringar á þróun þess, var afstaöa hennar hik- laust sú, að hin köldu svör hinnar von- arsnauðu vizku næðu skammt. Manns- andanum væri meira hlutverk ætlað en i þeim svörum kæmi fram. Hóglát en sannfærandi áréttaði hún þá mál íslendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.