Íslendingaþættir Tímans - 04.12.1976, Blaðsíða 11

Íslendingaþættir Tímans - 04.12.1976, Blaðsíða 11
Sigurlína Guðmundsdóttir F. 13. sept 1899. D. 8. okt. 1976. Við brottför Sigurlinu frá Arnar- stöðum af þessum heimi, á þjóð okkar einni ókrýndri hetju færra. Með henni er horfin af sjónarsviðinu mæt og dug- mikil atgerviskona, sem ógjarnan gleymist þeim, sem með henni áttu leið. Hún lézt á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri þann 8. okt. s.l. eftir að hafa háð þar harða sjúkdómsraun frá þvi á öndverðu sumri. Hún var kvödd frá afmælisvisur frá honum. Og ljóð orti hann við ýmis tækifæri. Allt var þetta fallegur kveðskapur og laus við ádeilu, og aldrei fyrirfundust þar ónot i garð nokkurs manns. Eins og áður getur, eignuðust þau Helgi og Guðrún kona hans niu börn. bau eru þessi, og er þá taliö eftir aldri: Gisli Sigurður bóndi á Hrappsstöðum I, Helga Granberg húsfreyja i Sviþjóð, Hallgrimur bóndi á Þorbrandsstööum, Stefán pipulagningamaður hjá K.V.V. Vopnafirði, Björn Ingvar bóndi á Hrappsstöðum I, Jónina húsfreyja á Akureyri, Ólöf húsfreyja i Háteigi, Ástriður húsfreyja á Vopnafirði, Einar bóndi á Hrappsstöðum I. Allt er þetta mesta dugnaöar- og myndarfólk. Og, eins og Helgi hefur sjálfur komizt að oröi: Afram streymir lifsins lind, lindin speglar skýra mynd, myndin skreytir lif og lönd, löndin blessar Drottins hönd. Jarðarför Helga fór fram að Hofi 4. ágúst að viöstöddu miklu fjölmenni, í sól og sunnan bliðviðri, eins og oftast hefur verið hér á Austurlandi á þessu einstaka góðviðrissumri. A undan út- förinni var húskveöja að Hrappsstöð- um I, en að jarðarförinni lokinni var öllum gestum veitt af mikilli rausn. Fór sú athöfn fram i Háteigi. Ég óska svo þessum fyrrverandi samstarfsmanni minum og fermingarbróöur allra heilla i nýju heimkynnunum, og bið Guö að blessa alla afkomendur hans. Friörik Sigurjónsson. islendingaþættir Akureyrarkirkju, en hlaut hinztu hvílu I Lögmannshlið við hlið ástvina. Þann dag var veður greint og bjart, og var það vel við hæfi, og i samræmi við persónugerð og framgöngu þessarar heillyndu og þróttmiklu konu, sem bar með sér blæ gerðarþokkans, hvar sem hún fór og gekk jafnan beint til verks. Sigurlina Guðmundsdóttir var fædd að Arnarnesi i Arnarneshreppi 13. sept. 1899, og var þvi orðin 77 ára að aldri. Hún var dóttir hjónanna Guð- mundar Hafliðasonar, er ættaður var úr Fljótum og Stefaniu Tryggvadóttur úr Hörgárdal. Hún ólst upp við kröpp kjör þeirra tima og mun snemma hafá þurft að treysta á eigið þrek og sýna þor og dug, þvi að 12 ára aðeins var hún er hún fór að heiman til aö vinna fyrirsér. Enda varð Sigurlina frábær- lega ötul til starfa og harðgjör með af- brigðum. Var henni fátt fjær en hlifi- semi við sjálfa sig og hugtak og orð eins og uppgjöf mun ekki hafa verið að finna i hennar lifsbók. Hún gekk ekki oft um flosbeö blóma, né naut hvildar á silkisvæflum, enda óskaöi hún ekki sliks fyrir sig. Hún vildi enga linkind af lifinu þiggja. A æskuárum vann Sigurlina á ýmsum stöðum og var búsett I Eyja- firði, lengst af i Saurbæjarhreppi. En árið 1927 giftist hún Baldvin Árnasyni, ættuðum úr Glerárhverfi. Stóð heimili þeirra fyrst að Asi á Þelamörk, en siðar á Akureyri og þar fæddust börn þeirra fjögur af fimm. Hið elzta var fætt að Asi, það var Hermann sem nú býr á Jarlsstöðum i Bárðardal. Hin eru: Ragna, húsfreyja i Hrisey, Hrafnhildur húsfreyja á Akureyri, Elin húsfreyja i Svartárkoti i Bárðar- dal og Heimir, sem lézt árið 1966. Liklegt er að þeim hjónum, Baldvin og Sigurlinu hafi er stundir liðu leiðzt þröngbyliö og bæjarskvaldrið, þvi að áriö 1949bregða þau á þaöráöaðflytja austur I Þingeyjarsýslu og hefja aö byggja nýbýli i landi Jarlsstaða i Bárðardal. Voru þau til heimilis á Jarlsstööum á meöan býliö var i fyrstu mótun, enda var þá Hermann sonur þeirra kominn i fóstur þangað. Erfiö munu þau hafa veriö frumbýlingsárin þarna, langur starfsdagur, en stuttur svefntimi og ekki bruölað i munaöi. En býlið Arnarstaðir reis við rætur hliöar- innar, stilhrein bygging I fallegu túni og bar þeim Baldvin og Sigurlinu já- kvætt vitni. Og börnin uxu viö holla hætti og urðu manndómsfólk. Dýr sigur reyndist þetta eftir djarfa sókn að settu marki. En árið 1960 dró ský fyrir sólu. Baldvin á Arnarstöðum kenndi þá þess meins, sem á skömmum tima leiddi til hans aldur- tila. Eldri börnin voru þá að heiman farin og höfðu stofnað sin eigin heimili, en Sigurlina bjó áfram með tveimur yngstu börnunum sinum. Mun á þessum tima mjög hafa reynt á þrek hennar en æðruorð lágu henni eigi á vörum. Það mun ekki hafa verið ætlun Sigurlinu að skiljast við Arnarstaði, en aö þvi kom þó að hún brá búi, lét býli sitt á leigu I hendur annarra og fluttist til Akureyrar ásamt Heimi syni sinum. Dóttirin Elln var dalnum svo tengd, að hún fór ekki þaðan nema til náms um stundarsakir. Sigurlina átti og áfram heima á Arnarstöðum og var bundin þeim stað sterkum böndum til æviloka. Eftir að hún kom til Akur- eyrar, árið 1961 vann hún hér og þar og alltaf meö sama myndarbrag og ötul- leik. Var eins og þungi áranna og vax- andi þreyta gjörði þar eigi strik i reikning. Vakti þetta eftirtekt og virð- ingu þeirra, er þekktu, svo sem verðugt var. Arið 1966 varö Sigurlina fyrir þeirri þungu raun að missa með sviplegum hætti son sinn, Heimi, sem alltaf hafði með henni dvalizt. Var hún þá slegin þeirri und, sem aldrei greri, en blæddi inn. Engu að siður stóð hún óbuguð fyrir augum fjöldans. Hún bað ekki um vægð né Ýorkunnsemi þá fremur en fyrr, en örlagadómurinn hafði greitt henni þungt högg og kul kvöldsins fór að. Kynni min af Sigurlinu Guðmunds- dóttur hófust ekki fyrr en um það leyti sem vegur hennar myrkvaöist af þeim áföllum, sem hér hafa verið nefnd. En ég virti hana strax mikils og fann, að höndin, sem hún rétti mér var heil og styrk. Henni mátti treysta. Sú vin- semd sem Sigurlina sýndi mér og mlnum var mér mikilsverð, og það er af þökk fyrir hana, sem þessar linur eru skrifáðar. Húsfreyjan frá Arnarstöðum er horfin til hinztu náða, örþreytt aö enduðu veglegu dagsverki, þar sem hún kostaði til hæfileikum slnum, þrótti og manndáð og sá sigrana n

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.