Íslendingaþættir Tímans - 04.12.1976, Blaðsíða 15

Íslendingaþættir Tímans - 04.12.1976, Blaðsíða 15
litum til baka er okkur ljóst að við stöndum i þakkarskuld við hana fyrir þá innsýn sem hún veitti okkur um gildismat og tilgang andlegra við- horfa. Með skorinorðum en djúphugs- uðum spurningum sinum leitaði hún eftir jafnvægi milli hversdagsatferlis og æösta markmiðs. Hún var dul i lund, en okkur er minnisstæður ró- legur fögnuðurhennar þegar hún fann meöfæddri bjartsýni sinni grundvöll i viðhorfum og tilbeiðslu káþólsku kirkjunnar. Helga var þá um tvitugt. Mikilvægi uppeldis- og heimilishátta og gagnkvæm virðing og traust heimilismanna var henni auðsær hlut- ur. Það duldist engum sem kom inn á heimili þeirra hjóna, að þar var yfir- lætislaus alúð lögð við hlutina, enda voruþau hjónin svosamhentum þetta að fátitt er. Börn þeirra bera vott hamingjusömu heimilislifi og öllum kunnugum er ljóst aö þau hjónin voru hvort annars gæfa. Nú við leiðarlok koma að sjálfsögðu margar endurminningarupp í hugann. Af mörgu er að taka, en sérlega er tengdamóður hennar annt um að fram komi þakkir fyrir ógleymanlegan hlý- hug og vináttu. Farsæld þeirra hjóna sneri ekki öll inn á við heldur urðu venzlamenn og vinir þess aðnjótandi i rikum mæli. Við hjónin erum þeim þakklát fyrir ógleymanlegar samverustundir og hluttekningu bæði i fögnuði og harmi. Til er sú tegund af þakklæti að formleg tjáning kemur þvi ekki að fullu til skila. Kristin og Sigurjón Kópavogi t Þú ert horfin, harmi lostinn hópur birtist mér. Sá einn veit er sárin hlýtur hve sviðinn mikill er. Fegurð lifsins, friður hjartans, fylgdu þér. Þú vars góð og mikil móðir, myndarleg og traust, unnir þinum einkavinum ætið fölskvalaust. Bergmálaði i brjóstum fólks þin bliöa raust. Nú er haust og héluö jörð og heiöiö svalt. blómin hnigin, brjóstin þung, nú bliknar allt, Ijós þitt slokknað, lukkan fjarri og lánið valt. islendingaþættir Dagný Eygló Hjörleifsdóttir Lindargötu 13, Man eg þið vina, er vorið hlö, vorið, er æska var i sinni indælust tið á ævi minni æskunnar vor þá yndi bjó. Gengum við ungar hlið við hlið hugurinn oft til þeirra stunda leitar — og seinni endurfunda sælar er áttum saman við. Er komstu hýr og blið á brá þá birti kringum mig og leiksystur ég ljúfa smá þá leit á minum stig. Eg man þin tár, er mætti mér hin myrka reynsla sár þau mýktu und, sem margt frá þér er mætti þessi ár. En æskan leiö svo undur fljótt i öræfanna byggð svo áfram liður ævin skjótt en æ var söm þin tryggð. Þótt skildu leiðir lifs á braut var ljúft að mæta þér, þú varst hin sama i sæld og þraut þvi söknuð nú ég ber. Guð leiði þig um ljóss svið heið og launi kærleik þinn er aidrei brást á langri leið en lýsti veginn minn. Vor bliði faðir blessi þig. Við biöjum hann um leið að hjálpa þeim sem misstu mest, að milda þeirra neyð, svo við þeim brosi vor á ný og vegferð greið. Sauðárkróki A fegra landi fæ þig hitt þann fögnuð trúin lér. Sem litið blóm á leiðið þitt er ljóðið smátt frá mér. Sigriur Pálsdóttir frá Litlahofi, öræfum 15 Haraldur

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.