Morgunblaðið - 03.09.2004, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 03.09.2004, Qupperneq 1
Halla hrekkjusvín ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S N A T 25 38 8 09 /0 4 ...frá því mæl- ingar hófust Aðeins einu sinni hefur mælst hærri hiti í ágúst í Reykjavík | 6 Ádeila á ofbeldismálin Íþróttir í dag Niðurskurður í þýskum frjálsíþróttum  Ekkert annað en sigur í Búlgaríu  Engin föst sæti í landsliðinu GEORGE W. Bush Bandaríkjafor- seti flutti í gærkvöldi ræðu á flokks- þingi repúblikana í New York og tók formlega við útnefningu sem for- setaframbjóðandi flokksins. Gríðar- leg öryggisgæsla var í borginni og ástandinu líkt við það sem aðeins þekkist á átakasvæðum. Í ræðu sinni sagðist Bush telja, að bandaríska þjóðin vildi „leiðtoga sem hvergi hvikar, er fylginn sér og held- ur fast í grundvallarreglur. Forseta- framboð mitt byggist á afdráttar- lausri áætlun um hvernig auka megi öryggi í heiminum og efla framtíð- arvonir Bandaríkjamanna“. Öryggisgæsla hefur verið aukin í New York eftir því sem liðið hefur á flokksþingið, sem lauk í gærkvöldi. Að sögn Davíðs Loga Sigurðssonar, blaðamanns Morgunblaðsins, sem fylgst hefur með þinginu, var mið- borg New York í gær einna líkust átakasvæði. Þyrlur voru á sveimi yf- ir Madison Square Garden-íþrótta- höllinni og nágrenni hennar þar sem fundurinn fór fram og sjá mátti leyniskyttur á þökum nærliggjandi bygginga. Reuters Þyrla bandarísku strandgæslunnar sveimar yfir Manhattan. Bush heit- ir auknu öryggi Gríðarleg öryggis- gæsla í New York  Harðar árásir/miðopna BANDARÍSKA lögfræðifyrirtækið Lerach Coughlin Stoia Geller Rud- man & Robbins LLP hefur hafið und- irbúning hópmál- sóknar, eða svokallaðrar „Class Action Suit“, gegn líf- tæknifyrirtækinu deCODE genetics og stjórnendum þess, og auglýsir í fréttatilkynningu eftir hluthöfum sem telja sig hafa tapað á verðlækkun á hlutabréfum í félaginu. Kári Stefánsson, forstjóri deCODE genetics, segir að það sé ergilegt að fá á sig málsókn sem þessa, en hún valdi honum engum áhyggjum. „Þetta er það rúllugjald sem þarf að greiða fyr- ir að vera skráður á bandarískum markaði og leiðinlegri hlutinn af bandarískri fyrirtækjamenningu. Bandaríkjamenn eru með lagaum- hverfi sem gerir mönnum mjög auð- velt að sækja rétt sinn fyrir dómstól- um, sem þýðir líka að það er mjög auðvelt að misnota þá aðstöðu,“ segir Kári Stefánsson. Hann segir að deCODE hafi bestu bókhaldsfyrirtæki Bandaríkjanna í vinnu til að hjálpa sér að halda í allar ítrustu reglur. „Við vitum ekki betur en við höfum staðið okkur býsna vel þar. Þannig að ég hef ekki áhyggjur, en þetta er alltaf leiðinlegt.“ Ásakanir lögfræðistofunnar felast í því að stjórnendur félagsins hafi þrýst gengi félagsins upp, m.a. með því að birta villandi tilkynningar og með því að leyna vandamálum í innri stjórnun félagsins á tímabilinu 29. október 2003 til 26. ágúst 2004. Líftæknifyrirtæki oft lögsótt Málsóknum á hendur líftæknifyr- irtækjum hefur fjölgað ört í Banda- ríkjunum undanfarin ár. Þannig beindust í fyrra 17% mála, þar sem hluthafar fara í mál við fyrirtæki, á hendur líftæknifyrirtækjum, en þau eru aðeins 2% skráðra fyrirtækja vestra. Í San Fransisco Chronicle er haft eftir formanni samtaka líftækni- fyrirtækja, að málsóknirnar séu við- skiptalegs eðlis; lögfræðistofur leiti nýrra fórnarlamba, nú þegar þóknan- ir til þeirra vegna stóru hneykslismál- anna í viðskiptalífinu fari minnkandi. Hópmálsókn undirbú- in á hendur deCODE Leiðinlegri hlutinn af bandarískri fyrirtækjamenningu, segir Kári Stefánsson  Bandarískir/14 Kári Stefánsson TVEIR franskir blaðamenn, sem hnepptir voru í gíslingu í Írak, eru ekki lengur í mannræningjahöndum, að því er menningar- og fjarskiptamála- ráðherra Frakklands, Renaud Donnedieu de Vabres, sagði í gærkvöldi. Fregnir hermdu að mennirnir væru komnir í hendur manna sem væru hlynntir lausn þeirra. Hópur sem nefnir sig Íslamska herinn í Írak rændi blaðamönnunum tveim og krafðist þess, að frönsk stjórnvöld afléttu umdeildu banni við notkun íslamskra höfuðklúta og annarra áberandi trúartákna í frönskum ríkisskólum./18 Ekki í ræningjahöndum Perpignan. AFP. VOPNAÐIR mannræningjar sem halda a.m.k. 350 gíslum í skóla í Suð- ur-Rússlandi slepptu í gær 32 börn- um og konum. Rússnesk stjórnvöld segja, að ekki komi til greina að beita valdi til að fá gíslana lausa. Að sögn fréttavefjar breska ríkisútvarpsins, BBC, hafa einhverjir gíslanna getað hringt í ástvini sína og m.a. sagt að vistin í skólanum sé þolanleg. Frá því mannræningjarnir réðust inn í barnaskólann í bænum Beslan í Norður-Ossetíu-héraði á miðviku- dagsmorgun hafa gíslarnir hvorki fengið vott né þurrt. Fregnir herma að allt að 16 manns hafi látið lífið í átökum í skólanum. Að sögn rúss- neskra embættismanna eru ein- hverjir mannræningjanna girtir sprengjubeltum. Lev Dzugajev, aðstoðarmaður for- seta Norður-Ossetíu, kvaðst vona að frekari árangur næðist af viðræðum við mannræningjana, sem taldir eru vera úr liði aðskilnaðarsinna í ná- grannahéraðinu Tétsníu. Þakkaði hann lausn gíslanna í gær milligöngu Ruslans Aushevs, fyrrverandi for- seta sjálfstjórnarhéraðsins Ingúse- tíu, en hann nýtur mikillar virðingar í Kákasushéruðum Rússlands. Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hét því í gær að allt yrði gert til að bjarga lífum gíslanna. Rússar útiloka vald- beitingu í Beslan Reuters Rússneskur lögreglumaður heldur á barni sem var í hópi gíslanna sem mannræningjarnir létu lausa í gær. Beslan í Rússlandi. AP.  Stríðið gegn/18 VARNARSTÖÐIN í Keflavík gegn- ir mikilvægu hlutverki fyrir öryggi Íslands og Bandaríkjanna og banda- ríkjaher á áfram að halda uppi varnarviðbúnaði hér á landi segir Richard Lugar, formaður utan- ríkismálanefndar öldungadeildar Bandaríkjaþings. Hann vill samt ekki tilgreina ná- kvæmlega í hverju sá viðbúnaður eigi að felast þar sem verið sé að vinna að lausn málsins meðal æðstu manna ríkjanna. Reynt verði að finna leið, sem sé viðunandi fyrir báðar þjóð- irnar, til að tryggja hér öryggi. Afstaða óháð kosningum Richard Lugar er repúblikani og hefur setið í öldungadeildinni í 28 ár fyrir Indiana-ríki. Aðspurður segir hann afstöðu bandarískra stjórn- valda varðandi framkvæmd varnar- samningsins við Ísland ekki breytast eftir því hvort George Bush eða John Kerry vinni forsetakosningarnar í nóvember. Áherslur þeirra séu líkar þó þær séu ekki hinar sömu. Lugar segir varnarstöðina í Kefla- vík hluta af varnarviðbúnaði Atlants- hafsbandalagsins en vill ekki til- greina hvort íslensk stjórnvöld eigi að taka aukinn þátt í rekstri stöðv- arinnar. Áfram varnir í Keflavík Richard Lugar Richard Lugar vill málamiðlun í varnarmálunum  Varnarviðbúnaður/31 STOFNAÐ 1913 239. TBL. 92. ÁRG. FÖSTUDAGUR 3. SEPTEMBER 2004 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is Liza Marklund skrifar bækur til að vekja athygli á heimilisofbeldi | Listir

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.