Morgunblaðið - 03.09.2004, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 03.09.2004, Qupperneq 8
FRÉTTIR 8 FÖSTUDAGUR 3. SEPTEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ Sérfræðingum ber ekki alveg saman um hvort hér sé um hefðbundna eða sjálfsmorðs- sprengju að ræða. Kjarasamningar viðfjórðung þeirrasem starfandi eru á íslenskum vinnumarkaði eru á næsta leiti. Hinum almenna vinnumarkaði sem svo er kallaður til- heyra 75% launafólks og við þann hluta hefur að mestu verið samið um kaup og kjör. Sá hluti vinnumarkaðarins, um 25%, sem nú er með lausa samninga er hinn opinberi vinnumarkaður, eða starfsfólk ríkis og sveitar- félaga, auk sjómanna. Sjómenn hafa átt í við- ræðum við útvegsmenn undir stjórn ríkissátta- semjara frá því snemma á árinu en lítið hefur miðað í þeim viðræð- um. Þeir hafa þó fundað reglulega að undanförnu, m.a. í gær en næsti fundur verður eftir helgi. Samningar við kennara eru lausir og fyrsti formlegi fundur þeirra hjá ríkissáttasemjara við launa- nefnd sveitarfélaganna var í gær. Birgir Björn Sigurjónsson, for- maður launanefndar sveitarfélag- anna, sagði fyrir sáttafundinn hjá ríkissáttasemjara í gær, að deilu- aðilar hefðu fundað stíft á óform- legum fundum að undanförnu. Hann sagðist ekki telja að sér- stakra frétta væri að vænta af fundinum hjá ríkissáttasemjara. Sáttasemjari hefði viljað hitta kennara og launanefnd sveitarfé- laganna að lágmarki vikulega. „Við mætum hjá honum til þess að gera grein fyrir stöðunni og gang- verkinu í þessu en það eru engar niðurstöður komnar,“ segir Birgir Björn. Spurður um hvort eitthvað hafi miðað í samkomulagsátt svar- aði hann því til að viðræður að undanförnu hefðu verið gagnlegar og skilningur á báða bóga aukist. Eins og fram hefur komið fara kennarar í verkfall 20. september næstkomandi náist samningar ekki fyrir þann tíma. Til að lög- mæti verkfallsins sé tryggt þarf að boða til þess með minnst 15 sól- arhringa fyrirvara og að sögn Ás- mundar Stefánssonar ríkissátta- semjara er líklegt að formlega verði boðað til verkfallsins í dag, föstudag. „En að sjálfsögðu hljóta allir að stefna að því að samningar náist þótt verkfall verði boðað,“ segir Ásmundur. Viðræðum kennara við sveitar- félögin verður framhaldið í dag. Leikskólakennarar eru í við- ræðum við sveitarfélögin einnig, en þær viðræður eru ekki komnar inn á borð til ríkissáttasemjara. Formlegar viðræður við ríkisstarfsmenn í næstu viku Kjarasamningar við 85–90% ríkisstarfsmanna, eða félagsmenn Bandalags starfsmanna ríkis og bæja (BSRB) og Bandalags há- skólamanna (BHM) eru lausir í lok nóvember. Yfir 26 þúsund manns eiga aðild að félögunum báðum eða um 16% þeirra sem starfandi eru á vinnumarkaði. Að- ildarfélög BHM hafa nú ákveðið að hafa samflot í afmörkuðum málum í samningaviðræðum við ríkið í haust. Nær samflotið til þeirra þátta sem eru samhljóða í kröfugerð félaganna. Unnið hefur verið að mótun sameiginlegrar kröfugerðar sem taka mun til fjöl- margra þátta. Í undanförnum samningum hafa BHM-félögin haft með sér samstarf í réttinda- málum en að þessu sinni verður samflotið mun víðtækara en það hefur verið um árabil. Samnings- rétturinn liggur þó sem fyrr hjá hverju félagi fyrir sig. Miðstjórn BHM hefur skipað níu manna við- ræðunefnd sem ætlað er að fara í viðræður við samninganefnd rík- isins um þessa þætti. Að sögn Gunnars Björnssonar, skrifstofustjóra í fjármálaráðu- neyti og formanns samninga- nefndar ríkisins, er nú unnið að því í samvinnu við BSRB og BHM að gera viðræðuáætlanir við félög innan þeirra vébanda. Gunnar gerir ráð fyrir að formlegar við- ræður við einstök félög geti hafist fljótlega. „Í flestum tilvikum er þetta ennþá á bandalagsgrunni þannig að bandalögin hafa milli- göngu um þessar viðræðuáætlan- ir. Félögin hafa þó formlega samningsréttinn,“ segir Gunnar. Viðræðuáætlanirnar sem unnið er að nú lúta að því hvernig aðilar ætla að ræða saman, hvenær á að kynna stefnumál og hvenær félög- in ræða einstök atriði samninga, svo eitthvað sé nefnt. „Ég á von á að formlegar viðræður við einstök félög hefjist aðra vikuna í septem- ber,“ segir Gunnar. Kröfur hugsanlega byggðar á kennarasamningi Í grein á vef Samtaka atvinnu- lífsins, www.sa.is, kemur fram að samtökin, sem semja við 95% al- menns vinnumarkaðar, eiga eftir að gera kjarasamninga við 11 þús- und launamenn en hafi þegar samið við yfir 62 þúsund starfs- menn á almennum markaði. Í greininni, sem ber heitið „Kjarastefnan hefur verið mörk- uð“, segir höfundur að ef stórt samband á borð við KÍ knýi fram meiri hækkanir en fengist hafi í þeim samningum sem lokið er á almennum vinnumarkaði (3,5% á ári að jafnaði) muni önnur félög með lausa samninga að líkindum byggja sínar kröfur á samningi grunnskólakennara. Fréttaskýring | Kjarasamningar Viðræður í fullum gangi Um fjórðungur vinnumarkaðarins er með lausa kjarasamninga í haust Sjómenn standa nú í kjaraviðræðum. Líklega boðað til verkfalls kennara í dag  BSRB, BHM, KÍ og Sjómanna- sambandið eru öll með lausa kjarasamninga en samtals eru tæplega 40 þúsund manns skráð- ir í stéttarfélög innan vébanda þessara fjögurra sambanda, skv. tölum Hagstofunnar. Á íslensk- um vinnumarkaði eru 156 þús- und manns starfandi og því má segja að fjórðungur vinnumark- aðar sé með lausa samninga í haust. Sáttasemjari segir líklegt að kennarar boði formlega til verkfalls í dag. eyrun@mbl.is, arnorg@mbl.is Verð: 39.900kr. 2 fyrir 1 * ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S U R V 2 57 55 09 /2 00 4 *Innifalið: Flug, flugvallarskattar, gisting í 7 nætur, akstur til og frá flugvelli erlendis og íslensk fararstjórn. Verð m.v. að bókað sé á netinu. Ef bókað er símleiðis eða á skrifstofu bætist við 2.000 kr. bókunar- og þjónustugjald á mann. Haustsólin Örfá sæt i - bó kaðu stra x! Kynntu þér málið á www.urvalutsyn.is eða í síma 585-4000. Tilboðið gildir í brottfarir 6. - 29. sept. Einungis valdir gististaðir á tilboði. Fleiri en tveir? Verð á mann er óháð fjölda í gistingu. á mann í stúdíói í 7 nætur. Aukavika: 19.900 kr. Verð: 46.900kr.* á mann í íbúð í 7 nætur.Aukavika: 24.900 kr. til Portúgal, Mallorca, Benidorm eða Costa del Sol ÁSKRIFTARDEILD netfang: askrift@mbl.is, sími 569 1122

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.