Morgunblaðið - 03.09.2004, Page 21

Morgunblaðið - 03.09.2004, Page 21
MINNSTAÐUR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. SEPTEMBER 2004 21 Reykjavík | Borgarráð þakkaði Höf- uðborgarstofu og verkefnisstjórn Menningarnætur fyrir vandaðan undirbúning í bókun á fundi sínum á þriðjudaginn. Einnig var samstarfs- aðilum innan verkefnisstjórnar þakkað einstaklega gott samstarf, þ.e. lögreglu, slökkviliði og bráða- móttöku LSH. „Þá þakkar borg- arráð ómetanleg framlög ein- staklinga, fyrirtækja og félagasamtaka til þess að Menning- arnótt er svo glæsilegur og fjöl- breyttur viðburður sem raunin er. Borgarbúum er þakkað fyrir þátt- tökuna, gestum fyrir komuna og þá sérstaklega Vestmanneyingum fyrir þeirra fjölbreytta framlag til hátíð- arinnar,“ segir í bókuninni. Bæta þarf umgengni Fulltrúar í borgarráði telja að í heild hafi Menningarnótt 2004 tekist afar vel og megi þakka það sam- stilltum hug og framgöngu bæði skipuleggjenda og gesta, sem hafi komið hvaðanæva til að njóta mann- lífs og menningar í höfuðborginni. Þó sé ljóst að borgarbúar og borg- aryfirvöld þurfi að taka höndum saman um að bæta umgengni um miðborgina á Menningarnótt. Þakka fyrir framlag borgarbúa Reykjavík | Hjón og sambúðarfólk með börn á leikskólaaldri niður- greiða leikskólagjöld fyrir einstæða foreldra um 5.000 krónur á mánuði að því er foreldrasamtökin Börnin okkar telja. Að sögn Ásbjarnar Ólafssonar, rit- ara samtakanna, telja þau það óeðli- legt að niðurgreiðsla á leikskóla- gjöldum fari einungis eftir hjúskaparstöðu. Eðlilegra væri að foreldrar sem þurfa á niður- greiðslum að halda fái þær óháð því hvort þeir eru í sambúð eða einir með börnin. „Niðurgreiðsla á leikskólagjöldum til þeirra sem eru í lægri gjaldskrár- þrepum hjá Leikskólum Reykjavík- ur, kemur ekki úr sjóðum Leikskól- anna, heldur er niðurgreiðslunni mætt með hærri gjaldtöku af þeim sem greiða fullt gjald, þ.e. hjónum og sambúðarfólki. Lætur nærri að fyrir 8 tíma vistun sé þarna um að ræða rúmar 5.000 krónur á mánuði,“ segir í tilkynningu frá Börnunum okkar, sem eru samtök foreldrafélaga leik- skólanna í Reykjavík. Láglaunafólk greiðir hluta gjalda hálaunafólks Samtökin segja að fyrirkomulag niðurgreiðslnanna leiði til þess að t.d. hjón með lág laun séu að greiða fyrir hluta leikskólagjalda barna ein- stæðra foreldra með hærri laun. Í samtali við Morgunblaðið sagði Guð- laug Hrönn Jóhannsdóttir, gjaldkeri samtakanna, að samtökin viti dæmi um fólk, einstæða foreldra, sem fái niðurgreiðslur gjalda án þess að telja sig þurfa á þeim að halda. Samtökin telji eðlilegt að fólk sem þarf aðstoð við að greiða gjöldin fái hana, en mótmæli því hins vegar að niður- greiðslurnar séu eyrnamerktar þeim sem eru ekki í sambúð eða hjóna- bandi. „Stjórn Barnanna okkar lítur svo á að þarna sé um ólögmæta skattlagn- ingu á hjón og sambúðarfólk að ræða og að niðurgreiðslur eigi að koma úr vösum allra skattgreiðenda eigi þær að koma til, en ekki sem aukaálögur á foreldra ungra barna.“ Samtökin telja að hjón og sambúðarfólk eigi að geta gert kröfu til þess að þurfa ein- ungis að standa undir kostnaði við vistun eigin barna á leikskóla. Ásbjörn segir hugmyndina á bak- við leikskólagjöld vera þá að foreldr- ar greiði þriðjung og Reykjavíkur- borg 2/3. Raunin sé hins vegar sú að þeir sem eru giftir eða í sambúð greiði meira en þriðjung en einstæð- ir foreldrar minna en þriðjung. Munur á gjöldum getur verið 20–40% Samkvæmt gjaldskrá Leikskóla Reykjavíkur, sem hægt er að nálgast á www.leikskolar.is, greiða giftir for- eldrar og sambúðarfólk 27.900 krón- ur á mánuði fyrir eitt barn í 8 tíma vistun barns að 4 ára aldri. Fyrir sama tíma greiða einstæðir foreldr- ar, foreldrar sem eru báðir í námi eða foreldrar sem báðir eru öryrkjar, um helmingi lægra gjald, eða 14.400 krónur. Miðað við 5 tíma vistun barns greiða foreldrar sem eru giftir eða í sambúð 18.900 en einstæðir for- eldrar 11.300 krónur á mánuði. Munurinn á fullu gjaldi, sem nefnt er gjald 1, og niðurgreiddu gjaldi, sem í gjaldskránni heitir gjald 3, er frá 20–40%. Á milli þessara gjald- flokka er svokallað gjald 2 en sam- kvæmt þeim flokki greiða foreldrar þar sem annað foreldrið er í námi og ef annað foreldrið er öryrki. Giftir niður- greiða leikskóla fyrir einstæða Morgunblaðið/Árni Torfason Samtökin Börnin okkar segja nið- urgreiðslur á gjöldum óeðlilegar. HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ D AG S K R Á Hafnfirðingar !! allir í dans.. Samkvæmisdansar Para- og einstaklingshópar Barnadansar 5 - 6 ára Jazzleikskólinn 3 - 4 ára Keppnishópar Kántrý Freestyle Break Einkatímar Saumaklúbbar - Fyrirtæki og lokaðir hópar Dans ársinns Haukahrauni 1. Hafnarfirði Innritun daglega í síma : 565 4027 861 6522 www.dih.is dihdans@simnet.is  Dansíþróttafélag Hafnarfjarðar Innritun 1. - 10.sept. Kennsla hefst laugard. 11. sept  Faglærðir Danskennarar  Opið hús föstudaginn. 10. sept kl. 17 -19 

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.