Morgunblaðið - 03.09.2004, Síða 27

Morgunblaðið - 03.09.2004, Síða 27
DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. SEPTEMBER 2004 27 Ís með berjasósu Eftirrétturinn er eins einfaldur og hann er góður. Vanilluís að eigin vali 1 pk. frosin blönduð ber frá Dujardin 4 msk. sykur Frosnu berin sett í pott ásamt sykrinum. Þetta er mallað á lægsta hita í 15 til 20 mínútur, t.d. meðan verið er að snæða aðalréttinn. Heitri sósunni hellt yfir ísinn í litlum skál- um rétt áður en hann er borinn fram. heida@mbl.is Fjölskyldutómatasalatið: Hollt og gott og fer vel með öllum mat. Ís: Með berjasósu. TIL að mæta offitu og lélegu heilsu- fari æ yngra fólks hafa frönsk yfir- völd ákveðið að banna sjálfssala sem selja gos og súkkulaði í skólum landsins. Á vef norska dagblaðsins Aftenposten kemur fram að norsk yfirvöld vilja ekki ganga eins langt í að stýra skólunum. Í Frakklandi er hlutfall þeirra sem þjást af offitu frekar lágt mið- að við mörg önnur lönd eins og t.d. Bandaríkin þar sem sama hlutfall er 23%. En of feitum börnum fer fjölgandi í Frakklandi og neysla skyndifæðis og sætra gosdrykkja hefur farið vaxandi. Bannið í Frakklandi tekur gildi að ári og verður þá erfiðara fyrir nemendur að neyta sætrar, feitrar og orkuríkrar fæðu á skólalóðinni.  SKÓLAR Morgunblaðið/Ásdís Hætt að selja gos og sætindi KORNTEGUNDIN bygg inniheldur sérlega mikið af andoxunarefnum og trefjum. Neytendur virðast vera að vakna til vitundar um þessa korntegund sem er jú ein af fáum sem ræktuð eru á Íslandi. Á vef Aft- enposten er greint frá rannsóknum norskra fræðimanna við Landbún- aðarháskólann í Ási sem leitt hafa sérstaka hollustu byggs í ljós. Bygg er harðger korntegund og vaxt- artími hennar er stuttur. Þar til nú hefur bygg helst verið notað í dýra- fóður en einnig til ölgerðar. Bygg hentar einnig í mat og t.d. er bent á að bygggrjón er í mörgum tilvikum hægt að nota í stað hrísgrjóna eins og t.d. í risotto sem yrði þá bygg- otto. Bygg er einnig hægt að nota í brauð en ekki í meira magni en 20% af mjölinu því það er ekki nógu glútenríkt. Bygg er ekki kolvetnaríkt en inniheldur mikið af próteinum og trefjum og er því góð forvörn gegn krabbameini í þörmum og hjarta- sjúkdómum. Einnig ætti það að vera forvörn gegn sykursýki þar sem blóðsykurinn hækkar ekki snarlega hjá neytendunum eða gengur í sveiflum. Norsku fræði- mennirnir segja loftslagið þar sem bygg er ræktað skipta miklu máli og því erfiðari sem skilyrðin eru, því meira af náttúrulegum varnar- efnum myndar kornið.  MATUR Sérlega mikið af and- oxunarefnum í byggi Kornrækt: Bygg er sú korntegund sem ræktuð er hér á landi. Fjöldi skemmtilegra námskeiða á haustönn 2004 Námskeið á haustönn Innritun fer fram á Grensásvegi 16A, í síma 580 1800 eða á heimasíðunni www.mimir.is Lærðu leiklist hjá Pétri Einarssyni Leynist í þér leikari? Þátttökugjald greiðist áður en námskeið hefst. Námskeiðshald er háð lágmarksþátttöku. Bi rt m eð fy rir va ra u m br ey tin ga r o g pr en tv ill ur . S Í M E N N T U N www.mimir. is Gjafabréf Upphæð að eigin v ali Ei n n t v ei r o g þ r ír 4 .1 17 Don Kíkóti 10 st. Námskeið haldið í samvinnu við Borgarleikhúsið Guðbergur Bergsson Mi. kl. 20:15-22:15 (4 vikur frá 6. okt.) Háborgin Spánar... 5 st. -Madríd í máli og myndum Kristinn R. Ólafsson Þri. 12. og 19. okt. kl. 20-22 Leiklistarnámskeið – til skemmtunar og uppbyggingar 24 st. Námskeið haldið í samvinnu við Borgarleikhúsið Pétur Einarsson Þri. kl. 20-22:15 og lau. kl. 13-15:15 (4 vikur frá 5. okt.) Menningarheimur Araba 10 st. Jóhanna Kristjónsdóttir Fi. kl. 20:30-22 (5 vikur frá 23. sept.) Sýrland – Líbanon 3 st. Jóhanna Kristjónsdóttir Fi. 4. nóv. kl. 19:45-22 Söngnámskeið 20 st. - Byrjendur - Grunnur í söng og raddþjálfun Ingveldur Ýr Jónsdóttir Fi. kl. 18:30-20 (10 vikur frá 23. sept.) -Söng- og raddþjálfun fyrir lengra komna Fi. kl. 20-21:30 (10 vikur frá 23. sept.) Teikning I 40 st. Ína Salóme Hallgrímsdóttir Þri. kl. 19-22 (10 vikur frá 21. sept.) Myndlist 40 st. -Teikning, málun, formfræði og fjarvídd Ásta Ólafsdóttir Lau. kl. 13-16 (10 vikur frá 25. sept.) Vatnslitamálun 32 st. Harpa Björnsdóttir - Byrjendur mi. kl. 19-22 (8 vikur frá 29. sept.) - Framhald lau. kl. 10-13 ( 8 vikur frá 25. sept.) Olíumálun 32 st. Harpa Björnsdóttir Fi. kl. 19-22 (8 vikur frá 30. sept.) Málun, frh. 32 st. -Olíu- og akrýlmálun Harpa Björnsdóttir Má. kl. 19-22 (8 vikur frá 27. sept.) Pastelmálun 32 st. Birgir Rafn Friðriksson Mi. kl. 19-22 (8 vikur frá 29. sept.) Textílmálun 20 st. - Málun á bómull og silki Hrönn Vilhelmsdóttir Fi. kl. 19-22 (5 vikur frá 30. sept.) Glermótun 20 st. Brynhildur Þorgeirsdóttir -Byrjendur 1.-11.okt. -Framhald 5.-15. nóv. Leirlist 21 st. Olga S. Olgeirsdóttir og Margrér R. Kjartansdóttir Má. kl. 19:30-21:30 (8 vikur frá 27. sept.) Myndlist fyrir börn 6-12 ára 21 st. Svanhildur Vilbergsdóttir Ásta Ólafsdóttir Lau. kl. 10-12 (8 vikur frá 25. sept.) Leiklist fyrir börn 6-12 ára 16 st. Margrét Pétursdóttir Ólöf Sverrisdóttir Fi. kl. 17-18:30 (8 vikur frá 30. sept.)

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.