Morgunblaðið - 03.09.2004, Side 51

Morgunblaðið - 03.09.2004, Side 51
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. SEPTEMBER 2004 51 SKÓLADAGAR Sjáðu betur í vetur Gleraugnasalan Laugavegi 65 s. 551 8780 www.gleraugnasalan.com KRISTÍN Steinsdóttir og Halla Sólveig Þorgeirsdóttir voru sæmdar Barna- og unglinga- bókmenntaverðlaunum Vestnor- ræna ráðsins árið 2004 fyrir bók- ina „Engill í Vesturbænum,“ við hátíðlega athöfn í Skála Alþingis í gær. Þær stöllur munu skipta með sér verðlaunafénu, að fjár- hæð sextíu þúsund dönskum krónum, en Halla Sólveig mynd- skreytti bókina. „Engill í Vesturbænum“ segir frá atburðum í lífi lítils drengs í fjörutíu og níu stuttum frá- sögnum. Þykir bókin end- urspegla vel veruleika barns- ins og hugsanir, sem eru gjör- ólík hugsunum fullorðinna. Þá þykja teikningar bók- arinnar hvetja börn til þess að nota ímyndunaraflið til að lifa af í heiminum. Bækur | „Engill í Vesturbænum“ fær verðlaun Hvetur til notkunar ímyndunaraflsins Morgunblaðið/Golli Frá afhendingu verðlaunanna: Börn kunna að meta góðar bækur. Á MEÐAN McDonalds-maðurinn varar okkur með munninn fullan og magann við skyndibitavánni kæra Harold og Kumar sig kollótta um allt hjal um óhollustu og leita log- andi ljósi að bestu hamborgurum í bænum. Þá er að finna á hamborg- arastaðnum White Castle og má því eiginlega kalla þá félaga White Castle-mennina. Það blasir við að hér er á ferðinni kolgeggjuð gamanmynd, svo geggj- uð reyndar, að hún er gerð af hinum sömu og kokkuðu upp Dude, Where’s My Car? sem fer nálægt því að vera geggjaðasta mynd bíósög- unnar. Aðalhlutverkin, þeir Harold og Kumar, eru í höndum John Cho og Kal Penn, en báðir hafa komið áber- andi við sögu í smærri hlutverkum; Cho í American Pie-myndunum og Penn í Van Wilder. Þótt þeir séu vel ruglaðir þá eru þeir samt ekki alveg farnir; Harold vinnur nefnilega sem fjárfestir og Kumar er læknanemi. En það spyr enginn um starf og stétt þegar þörf- in fyrir góðan hamborgara kallar. Frumsýning | Harold & Kumar fá sér hamborgara (Harold & Kumar go to White Castle) Leitin að heilaga hamborg- aranum Ætlar þú að fá þér kokkteilsósu? ÍSLENSKA kvikmyndin Dís verð- ur frumsýnd í Smárabíói, Regn- boganum, Laugarásbíói og Borg- arbíói Akureyri í dag. Myndin er byggð á samnefndri metsölubók eftir þær Birnu Önnu Björnsdóttur, Oddnýju Sturludótt- ur og Silju Hauksdóttur. Dís kom út hjá Forlaginu árið 2000, fékk lof gagnrýnenda og hefur selst í meira en 10 þúsund eintökum. Dís lýsir lífi og leikjum ungra Reykvíkinga, þeirra sem lifa og hrærast í miðborginni, á póst- svæðinu 101. Söguhetjan er Dís Sigurðardóttir 23 ára reykvísk stelpa sem býr á Laugavegi ásamt Blævi vinkonu sinni. Fylgst er með Dís sumarlangt þegar hún reynir að gera upp við sig hvað hún vill taka sér fyrir hendur í líf- inu. Dís finnst hún umkringd „framúrskarandi sjarmatröllum og upplifir sjálfa sig óspennandi í samanburði,“ eins og segir í til- kynningu frá framleiðendum. Henni finnst súrt að vera með- almanneskja í tilvistarkreppu og reynir að spyrna gegn því sjálf- skapaða hlutverki sínu. Ýmislegt mun drífa á daga Dísar þetta sum- ar, ástarævintýri, vaxtarverkir og jarðskjálfti. Með hlutverk Dísar fer Álfrún Helga Örnólfsdóttir, en með önnur stór hlutverk fara Ilmur Krist- jánsdóttir, Árni Tryggvason, Gunnar Hansson, Þórunn Erna Clausen, Ylfa Edelstein, Unnur Ösp Stefánsdóttir og Ívar Örn Sverrisson. Leikstjóri mynd- arinnar er Silja Hauksdóttir og hún skrifaði sjálf handritið ásamt þeim Birnu Önnu og Oddnýju. Framleiðandi myndarinnar er Baltasar Kormákur fyrir Sögn ehf. Frumsýning | Íslenska kvikmyndin Dís Dís á djamminu Það var mikið djammað þetta viðburðaríka sumar í lífi Dísar. Roger Ebert: Metacritic.com: 80/100 Variety: 80/100 (skv. útr. Metacritic) The Hollywood Reporter: 70/ 100 The New York Times: 60/100 IMDB.com: 7.4/10 Erlendir dómar AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.