Sunnudagsblaðið - 13.07.1958, Blaðsíða 2

Sunnudagsblaðið - 13.07.1958, Blaðsíða 2
3(J6 SUNNUDAGSBLAÐIÐ r' — Hefurðu heyrt um brunaliðs- manninn sem féll úr 30 metra háum stiga? — Nei, hann hefur áreiðanlega slasast hroðalega. — Onei, hann datt úr neðstu tröppunni. — Hvernig líður dætr-um þín- um, búa þær alltaf heima hjá ykkur? Faðirinn: — Nei, þær eru ekki giftar eniiþá. —o— — Ég vil ekki giftast Ferdinant — hann er svo rauðhærður. — S'ettu það ekki fyrir þig, — hann verður áreiðanlega fljótt gráhærður eftir að þið eruð gift. — Þér notið með öðrum orðum allar tekjur yðar til brennivíns- kaupa, sagði dómarinn við sak- borning sinn. — Nei, það eru nú ýkjur, dóm- ari góður, — nokkur hluti þeirra fer í sektir. — Maðurinn minn liggur u sjúkrahúsi. — Og hvað gengur að honum? — Það er eitthvað í hnénu; ég fann- :-iefnilega aora konu á því, skilurðu. Dómarinn: — Hvaða lifitoúauð liefur ákærði? Ákærði: — Á veitingahúsi. Dómarinrt: — Hvað gerið þér þar? Akærði: — Er daglegur gest- ur. —o— Kvikmyndastjarnan: —■ Ég vil endilega að þér kynnist mannin- um mínum. Kvilunyndastjórinn: — Það gleður mig, ég hefi alltaf ánægju af því að hitta nýju mennina yð- ar. — Þú hefur bjargað mér frá drukknun sagði Skotinn við dreng nokkurn. — Ég vil launa þér mieð einum shilling, en því miður hef ég ekki nema tveggja shillings- pening. — Gerir ekkert til, stökktu toara út í vatnið aftur, svaraði dreng- urinn. —o— — Hvernig líkar þér að vera giftur kunningi? ? — Alveg prýðilega, það fer næst um því eins og að vera ástfang- inn. —o— — Hver var lagleg'a stúlkan, sem þú varst mleð í gærkvöldi, vinur kær? — Viltu lofa því að segja kon- unni minni ekki frá því, ef ég segi þér það? — Já, auðvitað. — Það var konan mín. í starfi sínu í amerísku útvarpi | og sjónvarpi hefur Art Linklett lagt einna mesta stund á það að eiga viðtal við börn frammi fyrir hljóðnemanum og liafa margar perlur hrotið af munni barnanna. Hann hefur nú safnað saman í bók nokkrum af beztu tilsvörum barnanna og eru hér tvö þeirra: Ég spurði dreng nokkurn hvað hann vildi verða þegar hann yrði stór, og svaraði hann um hæl: „Lifandi!“ „Ég hef eignast nýjan kærasta“, sagði lítil telpa í einu útvarps- viðtalinu. ,Hvernig veiztu að hann er kær astinn þinn? spurði ég. „Vegna þess að í gær sagði hann mér að halda kjafti.“ Þessi myndarlega barm-bratta stúlka er frá Suður-Afríku og heitir Cladys Knight. Hún. dvelur nú í Lundúnum, þar sem hún er á hraðri leið að vcrða söngstjarna. Jli1 íi. f

x

Sunnudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnudagsblaðið
https://timarit.is/publication/302

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.