Sunnudagsblaðið - 13.07.1958, Blaðsíða 15

Sunnudagsblaðið - 13.07.1958, Blaðsíða 15
SUNNUDAGSBLAÐIÐ 379 D Y S Á SVOKÖLLUÐUM Heima- Slakka, að norðanverðu á Hörgár- dalsheiði, eru haugar eða dysjar, sem eiga að vera frá þeim tíma, er Hörgdælir og Skagfirðingar, lík- lega frá fremstu bæjum þar, er not höfðu af heiðinni fyrir haga- göngu, börðust, og sagt er að Hörg dæla saga segj frá, sem nú mun glötuð, en fróðir menn fullyrða að til hafi verið, og seinast getið um á Austurlandi. í gömlum máldögum voru landa merkin talin eftir því, sem vötn féUu, milli sýslna á fjöllum uppi, en á Hörgárdalsheiði stendur svo á, að fyrsta kvíslin, sem þar myndast norðaustan við heiðar- brúnina, fellur vestur, og á því byggðu Skagfiiirðingar rétt sinn til heiðarinnar, sem er miklu grös- ugrj og betra haglendi að austan' en vestan, og vildu þeir ógjarna sleppa þeim rétti, sem þeim fannst þeir hafa til þessa parts heiðar- innar. En aftur á móti þó.tti Hörg- dælum fé þeirra illar búsifjar, því það sótti ofan í heimahaga, og þeir byggðu rétt sinn á þeim tveim þverám, Lúpu og Víkingsá, sem fallá ufan heiðina sitt hvorum mégin, miklu vestar. Þangað vildu Hörgdælir eiga land. En út af þessu dró til missættis með þeim Hörgdæhim og Skagifirðingumi, og er álitið, að tíðindi þau hafi gerzt Óli gamli kom gangandi úr bæn um og dró á eftir sér stóran kassa. —- Hvað ertu eiginlega með í eftirdragi, sagði Hannes gamlj vin ur hans, er hann mætti Óla. — Er þetta kannski ríkiskassinn? — Nei, svaraðj Óli. — Þú hlýt- ur þó að sjá, að það er botn í þessum? . J A R litlu eftir landnámstíð, eftir því sem hin týnda Hörgdæla á að hafa sagt frá. Komu mélspartar sér saman um að mæla sér mót á fyrr nefndum stað, og láta vopn sín skera úr þrætunni. Skagfirðingar komu átján saman á bardgastað- inn, og voru þá Hörgd’ælir ókomn ir. Gengu þeir fram á brúnina og sýnast sex menn koma ríðandi neðan dalinn, tog þóttust þá mundu hafa 1 fulluro höndum við þá. En, þegar þeir komu nær, sáu„ þeir að mennirnir voru tólf, þó að hestarnir væru sex, því þeir höfðu allir tvímennt. Riðu Hörgdælir upp Heimr-i-Slakka, þótt brattur sé, unz þeir komu móti Skagfirð- ingum, og tókst þá strax orusta. Bóndinn frá Flögu var fyrirliði Hörgdæla, en um fyrirliða hinna er ekki getið. En svoleiðis fóru leikar að lokum', að allir Skag- firðingar féllu eða flýðu, og hafði Flögubóndinn sigri að hrósa með öðrum manni, en. hinir tíu voru þá fallnir. Síðan hafa Skagfirð- ingar eigi reynt að helga sér þann part heiðarinnar, sem Hörgd'ælir þóttust eiga, og er hann þann dag í dag eign Hörgdæla. Þegar sögumiað'ur var vinnu- maður á Nýjábæ í Hörgárdal, tóku þrír eða fjórir ungir menn sig til snemma sumars (snemma á tugn. um frá 1860—1870) að gra.fa í dysjarnar, en sökum. þess að klaki var þá ekkj kominn úr jörðu þar uppi á heiðinni, hættu þeir við svo búið, en ráðgerðu að fara aft- Ur átján vikur af sumri það sama ár, en aldrej varð neitt úr þeirri för, og ekki veit hann um fleiri tilraunir í þá átt eftir það. (Sögusögn Stefáns bónda Sig- urðssonar á Völlum í Nýja Is- landi; hann fór til Ameriku frá Aliureyri 2. júlí 1876.) Þessi unga stúlka, sem hcitir Marsha Rivers, cr um þessar mundir að vcrða mjög vinsæl Uuburettstjui'uu

x

Sunnudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnudagsblaðið
https://timarit.is/publication/302

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.