Sunnudagsblaðið - 13.07.1958, Blaðsíða 4

Sunnudagsblaðið - 13.07.1958, Blaðsíða 4
5UNNUDAGSBLAÐIÐ Nýjasta sundfátatízkan. Kveðaj til Islands: Vormorgun EFTIRFARANDI KVÆÐI cr kveðja frá g’ömlum Islend- ingi, sém búið hefur í útlöndum nvest af sínu lífi, en ber ennþá hlýjar minningar til fósturjarðar innar. Hann lieitir Gísli G. Hauk land, fæddur að Torfastöðum í Grafningi, 2ii. október 1884, son ur hjónannn Sigriðar Hannesdótt it' og . Gísla Magnússonar, sem lengi bju-ggvi í Króki, sömu sveit. Gísli fluttist til Reykjavíkur nveð foreldrúm sínum uni aldamótin, lærft; bókband hjá Guðnvundi GarnaHassyni, eri sigldi til Káu-p- mannahafnar vorið 1905, og hefur ekki komið heim síðan. Hann talar og skrifar bó íslenzku senv lieinva befði verið. Ilann cr bróðir skáldsins Magn- ús(ir Gíslasonar og þykir líka gam an að ljóðagerð. Sójin gyllir fjörð og fjöll, fagurt cr á vengi, glitrar dögg um gænan viill, gróa blóm á engi. Vinir, nú er vor í dalnum mínum. Veðurblíða, vor og sól vekja jörð' af dvala, klæða grasi hlíð og hól Iiér og upp (il dala . Vinir, nú er vor í dajnuim mínlum. Huga minn og hjartaþrá heillar vorið blíða, héðan yfir björgin blá burt til dalsins fríða. Vinir, nú er vor í dalnum mínum, I»ar við fagran fuglasöng, fýrr var gott að una, æskuvorin ljós og löng lengi vil ég muna. Vinir, nú er vor í dalmim mínum. Ungur þar ég undi við ilm af blómum smáum, oft í laut við lækjarnið lék ég mér að stráum. Vinir mi er vor í dalnum mínum. I»ar við bæ í blómahtnd blíðast er að dreyma, þegar vorsól gyllir grund, gleðin býr þar heima. Vinir, nú cr vor í dalnum mínum. Gísli Haukland.

x

Sunnudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnudagsblaðið
https://timarit.is/publication/302

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.