Sunnudagsblaðið - 13.07.1958, Blaðsíða 6

Sunnudagsblaðið - 13.07.1958, Blaðsíða 6
370 SUNNUDAGSBLAÐIÐ en farinn var hann áð ber það við, þegar á Auðbjargarstöðum, en hann var átta ára er hann fór þaðan. Það var einkennilegt við fyrstu vísur hans, að þær voru svo að kalla ávallt með réttum ijóðstöfum og hendingum, þó að þær að sumu leyti væru rugl. — Sýnishorn af vísum hans frá þeim árum er vísa sú er hann gerði út af vígi Gunnars á Hlíðarenda. Hún er svona: Þá dauðans bað var dottiö á, drengskaps náðu fær enginn maður annað sá en hann glataður væri. — Þótt gallar séu á vísunni, er hún furðanlega rétt kveðin, af sjö eða átta ára gömlum dreng. Það var oft vani Kristjáns, þá hann var einn úti ,að hlann gekk eða hljóp fram og aftur um sama blett- inn og talaði upphátt við sjálfan sig. Var hann þá að semja sögur eða vísur, og vissi þá ekkert, — hvað fram fór í kring um hann. Svitinn lak ofan af honum. — Stundum nam hann staðar eitt augnarblik, horfði beint fram und an sér og þaut svo af stað aftur. Fyrir þetta og margt annað var hlegið mikið að honum, og álitu sumir að hann yrði fábjáni. Eftir að við komum að Ási varð nokk- ur breyting á þessu, því þá var farið að reka hann áfram til vinnu. Hann var duglegur við suma vinnu en gerði mörg axar- sköft, einkum við fjárgæzlu. Það kom oft fyrir, að hann gekk rétt fdam hjá fénu, én leit hvorki til vinstri né hægri, sá enga skepnu, og kom heim svo búinn. Ekki kom það sjaldan fyrir, er hann var sendur erinda á aðra bæi, að hann gleymdi erindinu, en ef hann mundi það, lét hann skila boðin dynja óðar, og hljóp á stað án þess að bíða eftir svari, svo að kalla þufrti eftir honum eða elta hann. — í æsku var Krist- S ungmeyja í Suðurlöndum, b S en heldur skjóllítill á norð- S S S S lægum slóðuni. s S S ján bráðlyndur, og snemma óvæg inn í orðum þá er hann reiddist, en jafn fljótt varð hann afreiður aftur. Þá var hann og snemma mislyndur — annaðhvort þögull og þungbúinn, eða þá ofsakátur. Margir urðu til að atyrða hann, storka honum og velja honum háðuleg heiti. Svaraði Kristján þá allbiturlega, og orti ófagrar vís ur um óvini sína, en sjaldan borði hann að láta aðra en mig heyra þær. Hann elskaði móður sína en hat. aði stjúpa sinn, því hann var hon um vondur. Og mér er það vel ljóst. að hin illu kjör Kristjáns þessi ár höfðu áhrif á hann alla ævi. Hin raunverulega lífaskoðun hans hafði að miklu leyti mynd- ast út af hinni illu aðbúð, er hann átti þess; ár. Okkur bræðrunum þótti ávallt vænt hvorum um annan. Oft reidd ist hann fyrir mína hónd, er mér var misboðið, og sást þá ekki fyr- ir í orði, og hlaut svo illt fyrir sjálfur. Kristján leit snemma nokkuð mikið á sig. Hann fann meiri kraft í sjálfum sér, en mörgum, sem niðruðu honum. En lífskjör hans gerðu hann vonlausan um að geta komist nokkuð áfram, eða geta notið þeirra hæfileika, er hann fann hjá sér. Mun þetta með öðru hafa verið orsök þess þung- lyndis, sem þjáði hann síðar, og bera þess vott mörg kvæði hans. Þegar Kristján var vinnumaður á Fjöllum, var þar hin mesta drykkjuöld og margir drykkju- menn, svo aldrei hefur ofdrykkja líklega verið almennari á Norður- landi. Varla var þá maður með mönnum teljandi, sem ekki var drykkjumaður. Kristján lærði þar að drekka eins og aðrir, en ákaf- lyndi hans leiddj til þess, að hann í því sem öðru, gekk flestum leng- ra, þegar fram í sótti. Seinasta árið, sem Kristján lifði, heimsótti ég hann á Vopnafirði. Sá ég þá glöggt, að hann var fgr- inn að heilsu og mundi ekki verða langlífur ,en við svo bráðum um- skiptum bjóst ég ekki. Hann fvlgdi mér fram sveitina þegar ég fór heimleiðis aftur. hvatti hann þá til að láta af ofdrykkj

x

Sunnudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnudagsblaðið
https://timarit.is/publication/302

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.