Sunnudagsblaðið - 13.07.1958, Blaðsíða 14

Sunnudagsblaðið - 13.07.1958, Blaðsíða 14
378 SUNNUDAGSBLAÐIÐ ráhúsinu, þar sem voru 1000 sjúk- rarúm, voru ekki til nein teppi. Pierre hafði miklar áhyggjur út af þessu, og lofaði nunnunum, að hann skyldi kaupa 1000 teppi af beztu gerð sem hægt væri aö fá, og gefa þau sjúkrahúsinu. Hinn hraðversnandi fjárhagur okkar leyfði ekki þvílíkt örlæti, en það vissi hann ekki um. Ég greip því fram í fyrir honum og sagði, að við yrðum að kaupa- þessj teppi í Ameríku, og það gæti liðið alllang ur tími, þar til við gætum komið því í kirng. Um þessar mundir var Pierre hamingjusamari en hann hafði nokkru sinni verið. Hjólastóll hans varð eins konar miðdepill er allt snerist um í hinum fjölmenna og vaxandi vinahópi. Við ókum smá- ferði í bílnum okkar út á Iandið og upp í fjöllin, og jafnvel fjár- hirðarnir í grenndinni urðu vinir okkar. Svo undarlegt sem það má virð- ast fann. ég mig .jafn hamingju- sama og Pierre, enda þótt mér væri það ljóst að heilsu hans hrak- aði, og ég vissi að hann ætti ekki langt eftir. Ég. vissi að iömunin nálgaðist lungun, og þegar að því kæmi yrði ég að farla með hann til Toulouse, þar sem hann gæti feng- ið. afnOit af öndunartæki. En í hfjóðum huga var ég þakklát fyr- ir .að á Pierre hafði gerst andlegt kraftaverk — einmitt þetta síð- asta ár, sem anna-rs mundi hafa orðið honum svo langt og þung- bært. í október vár amei'ískur dreng- ujr íluttur til Louirdels, og var hann með krabbamein í annarri mjöðminni Og fætinum. Drengur- inn bjó á sama hóteli og við, og skömmu eftir komuna hitti hann Pierre.. Hann staulaðist til hans á hækju sinni og sagði: „Ég heiti John. Hvað heitir þú?“ Upp frá þessari stundu tókst með þeim ó'venjuleg og trygg .vin- átta og þeir ui‘ðu óaðskiijaniegir. Pierre þótti vænt um alla, en tilfinningar hans gagnvart þess- um dreng voru eins og tilfinning- ar föðurs tii sonar. ;Svo kom að því, sem ég hafð,i búist við og óttast. Nú mátti það ekkí lengur dragast að fara til Toulouse. Þegar ég sagði Pierre frá j>ví að nú yrðum við að fara, var honum það sjálfsagt Ijóst, — hvert stefndi. Hann bað mig ein- ungis að fylgja sér fyrst til helgi- dómsins í síðasta sinn. Og þar á þessum kyrrláta helga stað heyrði ég hann biðja í auð- mýkt: „Ég hefi reynt að haga líferni mínu, samkvæmt beztu samvizku, og ég hefi átt langa og hamingju- ríka ævi. Góði guð, nú bið ég þig fyrir litla drenginn, John, sem er kominn hingað til þess að njóta hjálpar þinnar. Hann á lífið fram undan, og ég vona að hann eigi eftir að áorka miklu. Ef það er vilji þinn, þá bið ég þig: tak líf mitt, en gef þessum dreng heil- brigði og hreysti.“ Nokkrum dögum eftir að Pierre hafði verið settur í stállungað í Toulouse, var honum veitt inn- ganga í hina kaþólsku kirkju. •— Þremur dögum' síðar, hinn 1. des- ember 1956 andaðist hann. Én það var sem ég yrði engum harmi slegin; hvernig átti ég að syrgja, þegar ég vissi hvað gerst hafði þetta dásamlea ár? Pierre hafði fundið það sem hann leitaði — það var kraftaverkið, sem gerst hafði á honum í Lourdes. 'Skömmu áður en ég yiirgaf Prakkland fékk ég fréttir af því, að bæn Pierre fyrir John litla hafði verið heyrð. Drengurinn var farinn bríött frá Lourdes og benti allt til þess að hann væri að fullu búinn að fá bata við. krabbamein- inu í mjöðminni og fætinum. Þegar ég kom heim til Kali- forniu, átti ég eftir að uppfylla hiuztu ósk Pierrcs. Ilann hafði lofað nuiniuniuu í Lourdes 1000 rekkjuvoðum, og mér faimst ég' bera ábyrgð á því að þetta ioforð yrði haldið. Vinir mánir í Los Ang eles komu mér til hjálpar. Stofn- uð var nefnd til þess að safna íé og ég komst í samband við vefn- aðarverksmiðju, sem seldi mér teppin á framleiðsluverði, og flug félögin Trans World Airlines ög Air France og franskur bílstjóri að nafni Roger Bourle, sá fyrir því að koma teppunum á ákvörð- unarstað, og til Lourdes voru þau komin 19. desemfoer 1957. Þá var ausandi rigning, en hinn virðuleg'i biskup,, allir prestarnir og jafn- vel fjárhirðarnir voru mættir til þess að bjóða mig velkomna er ég kom með gjöfina. Nunnurnar á sjúki'ahúsinu urðuekkilítiðundr andi er þær sáu öll teppin. Var það raunverulegt, að ég væri kom in með 1000 teppi? spurðu þær. Þetta hlaut að vera mismæli, — voru þau ekki bara 100? — Nei, þau reyndust nákvæmlega 1009 — og hafði verksmiðjan látið nokk ur í ofanálag. Loforð Pierres var uppfyllt, Og þegar ég minntist hans á þess.um helga stað, þar sem kærleikur- inn og trúin eru ráðandi, var sem hjarta mitt bergmálaði kraftaverk ið, sem gerst hafði á Pierre í Lour des, og ég fann að ég hafði öðlazt þann styrk, sem nægja mun til þess að verja hjarta mitt sorgum framvegis. * Skoti einn stóð á járnbrautar- stöðinni í Glasgow, prúðbúinn, og vinur hans sneri sér að honum og spurð; hvert hann væri að fara. — Ég er að fara til Edinborgar í brúðkaupsferð. — En hvar er konan? spurði hinn. — Hún er heima; ég tók 'hana ekki með því að hún hefur komið þangað áður, svaraði brúðguminn.

x

Sunnudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnudagsblaðið
https://timarit.is/publication/302

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.