Sunnudagsblaðið - 13.07.1958, Blaðsíða 11

Sunnudagsblaðið - 13.07.1958, Blaðsíða 11
SUNNUDAGSBLAÐIÐ 375 flestum þykir garnan að hafa marga áheyrendur. 4. Rifrildi. Til eru þeir foreldr- ar, sem nálega aldrei rífasi, en þó eru það fáir sem ekki jagast eg nudda, þegar þeir ætla út að skemmta sér. Þegar þau eru að klæða s;g í sjaldhafnarfótin get- ur hvað eina borið , fyrir, og eru það þá oft smámunir einir sem valda. Það er byrjað að þusa ýfir því, hver hafi týnt bindinu, eða jagast er um það að einhver hafi verið of lengi í baðinu. Oft hafa bæði rangt fyrir sér, en það væri mjög óhyggilegt að benda þeim á það undir þessurn kringumstæð- um. Sért þú viðlátin við slíkt tæki- færi, er bezt að vera hlutlaus í deilu foreldmnna, og lofa þeim að rífast þar til þau verða þrey.tt á því. En það ' getur tekið tímana tvo, svo að heppilegt er að hafa bók við hendina og reyna að gleyma sér við lestur á meðan. Á þessu sviði, sem mörgum öðr- um, verða foreldrarnir engu betri með árunum. 5.1»egar þau hætta að reykja. Ef þú dag nokkurn finnur heima hjá þér bók með titlinum „Hvernig fólk á að hætta að reykja“. er hyggilegast að hegða sér í öllu siðsamlega, því að annars getur verið hætta á ferðum. Þegar faðir eða móðir einsetja sér að hætta reykingum verður hann eða hún fjarska geðill og uppstökk, svo að ekki má orðinu halla. Á hinn bóginn sýnir þetta, hve miklum viljastyrk þeir full- orðnu búa yfir. Og þeir láta ekki undan fyrr en þeir eru að því komnir að setja haet í sjálfsaf- neitun — en þá byrja'þeir auðvit- að venjulegast að reykja á ný. Að kvöldi þess fyrsta dags, þeg ar viðkomand; faðir eða móðir — (oftast er það faðirinn) hættir að reykja, er hann í Ijómandi skapi. Hann álítur að nú muni hann loks ins vinna bug á tóbaksnotkun- inni, því að nú hefur hann vissu- lega dregið af sér þrjár sígarettu yfir daginn — hann byrjaði bind- indið raunar ekki fyrrr en síð- degis. Eftir fjögurra daga baráttu er á- standið orðið ískyggilegra, en hann er samt sem áður staðráðinn í að hætta öllum. reykingum. í lok fyrstu vikunnar er hinn „vilja- sterki“ maður orðinn ediHssúr og svo áfundinn og illa haldinn, að öll fjölskyldan leggst hormm til fóta og grátbænir hann að byrja að reykja á ný. Hann mótmælir því fyrst — lynlega, — og lætur það svo eftir fjölskyldunni — með ánægju. G. Útvarpið. Meðal flestra fjöl- skyldna er mikill skoðanamunur um það hvað hlusta eiga á í út- varpinu og hvað ekki. Þetta er vitaskuld mjög eðlilegt, Faðirinn krefst þess að aUir séu hljóðir meðan hann hlustar á veð- urfréttinar og fréttir eða lýsingu á landsleiknum. Móðirin vill helzt hlusta á þægilega og skemmtilega tónlist frá útlöndum, en börnin vilja hlusta á jazzþáttinn eða barnatímann, allt eftir aldi’i þeirra — en það finnst foreldrunum allt- of hávaðasamt og truflandi. Hyggi legast er að leyfa þeim fuilorðnu að fá vilja sínum framgengt, því að öðrum kosti eiga þeir til með að fara að líta í einkunnarbókina þína, eða þá að allt í einu ryíjast upp fyrir þeim brotin rúða eða önnur óhöpp, sem komið hafa fyr- ir þig. 8. Ný liárgrciðsla, Mæður hafa

x

Sunnudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnudagsblaðið
https://timarit.is/publication/302

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.