Morgunblaðið - 07.11.2004, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 07.11.2004, Blaðsíða 6
6 SUNNUDAGUR 7. NÓVEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Einu sinni var ... Glæsileg útgáfa með nýrri þýðingu á tólf af þekktustu og vinsælustu ævintýrum H.C. Andersens: Prinsessan á bauninni, Þumalína, Staðfasti tindátinn, Ljóti andarunginn, Svínahirðirinn, Litla stelpan með eldspýturnar, Nýju fötin keisarans, Eldfærin, Snjókarlinn, Grenitréð, Hans klaufi og Villtu svanirnir. GRÍMSEYINGAR hafa meira en tvöfaldað hlutdeild sína í heildar- kvótanum á milli fiskveiðiára. Skýr- ingin er fyrst og fremst kvótasetning dagabátanna en útgerðarmenn í Grímsey hafa að auki fjárfest um- talsvert í kvóta og skipakosti á und- anförnum árum. Grímseyingar hafa nú samtals yfir 2.289 þorskígildistonna kvóta að ráða eða 0,66% af heildarkvóta landsmanna. Þannig hefur kvóti í Grímsey aukist um nærri 26% í tonn- um talið á milli fiskveiðiára en hlut- deild þeirra í heildaraflanum hefur aukist um helming. Alls eru 29 bátar skráðir með heimahöfn í Grímsey og er hver bátur þannig með um 79 tonna kvóta að meðaltali. Grímsey- ingar eru samkvæmt tölum Hag- stofu Íslands 93 talsins og hefur því hver eyjarskeggi að meðtaltali yfir að ráða 25 tonna kvóta. Kvóti Gríms- eyinga er eingöngu á smábátum. Alls hafa þeir yfir 1.957 tonna krókaafla- marki að ráða á fiskveiðiárinu, auk þess sem þrír smábátar eru á afla- marki og hafa 331 tonns kvóta. Hefur kvótinn aukist jafnt og þétt á undanförnum árum. Alls var ríf- lega 1.300 tonna kvóti vistaður í eynni fiskveiðiárið 1990/1991 eða um 0,3% heildarkvótans. Árin þar á eftir hallaði undan fæti hjá Grímseying- um og fiskveiðiárið 1994/1995 var kvóti þeirra aðeins 520 tonn eða 0,1% heildarinnar. Kvótaeign þeirra hefur síðan aukist stöðugt frá fiskveiði- árinu 1998/1999. Hafa keypt kvóta og nýja báta Garðar Ólason útgerðarmaður segir að aukning Grímseyinga í heildarkvóta skýrist aðallega í færslu sóknardagabáta í krókaafla- markskerfið. „Þegar dagakerfið var lagt niður voru dagabátarnir kvóta- settir. Flestir fengu 30 til 50 tonna kvóta, sumir meira. Auk þess hafa útgerðir dagabátanna keypt til sín talsverðan kvóta, því nú mega þeir róa með línu en máttu aðeins veiða á handfæri áður. Þegar róið er með línu er nauðsynlegt að eiga kvóta í svokölluðum aukategundum, svo sem ýsu og steinbít. Dagabátarnir fengu engan kvóta í þessum tegund- um og þurftu því að kaupa hann.“ Athygli vekur að skipakostur Grímseyinga er tiltölulega ungur að árum, margir bátanna smíðaðir eftir árið 2000. Garðar segir það helgast af því að margir hafi látið smíða nýja báta til að nota í sóknardagakerfinu. „Það var talsvert um að útgerðir væru með fleiri en einn bát í daga- kerfinu. Nú þegar dagakerfið hefur verið slegið af er algengt að menn sameini veiðiheimildir á einn bát og sitja þá uppi með einn eða tvo verk- efnalausa báta. Þeir eru aftur á móti verðlitlir án veiðiheimilda. En við er- um vanir því að fiskveiðistjórnunar- kerfinu sé breytt nánast fyrirvara- laust og hættir að kippa okkur upp við það. Vonandi er kerfið komið í fastar skorður núna,“ segir Garðar. Grímseying- ar tvöfalda kvótann sinn                       !                      TVÍBURARNIR Rúnar Ben Maits- land og Davíð Ben Maitsland voru á föstudag, af Héraðsdómi Reykjavík- ur, dæmdir í 4½–5 ára fangelsi vegna innflutnings á 27 kílóum af hassi til landsins á árinu 2002. Rúnar Ben hef- ur ítrekað verið dæmdur fyrir fíkni- efnabrot en þetta er fyrsti dómur Davíðs Ben frá árinu 1992. Einn dómari skilaði sératkvæði og vildi sýkna þá þar sem engin sönn- unargögn hefðu verið lögð fyrir dóm- inn sem dygðu til sakfellingar. Rúnari Ben var gefið að sök að hafa staðið að innflutningi á um 27 kílóum af hassi sem hann flutti hingað með tíu burðardýrum og Davíð Ben var sakaður um að hafa tekið við 23 kílóum. Ekki var lagt hald á hassið, og það því ekki lagt fram sem sönnunar- gagn, heldur byggðist málatilbúnaður ákæruvaldsins einkum á framburði þriggja burðardýra og símhlerunum fíkniefnadeildar lögreglunnar í Reykjavík. Miðaði ákæran við neðri mörk þess sem talið var hafa verið flutt til landsins. Málið upplýstist þegar lögregla upprætti íslensk-þýskan smyglhring en sú aðgerð gekk undir nafninu „Operation Germania“. Bræðurnir neituðu báðir sök í mál- inu og sögðu framburð burðardýr- anna um að þeir hafi ýmist staðið að innflutningnum eða tekið við fíkniefn- um vera rangan. Dómurinn taldi framburð bræðranna ótrúverðugan og misvísandi, og að þeir hafi gefið ósennilegar skýringar á símtölum sem lögregla hleraði. Framburður vitna fyrir þýskum dómstólum þótti trúverðugur Aðeins einn þeirra sem flutti fíkni- efnin til landsins bar vitni hér á landi og eitt bar vitni um síma. Varðandi framburð þriðja burðardýrsins og mannsins sem sá um að skipuleggja smyglið frá Þýskalandi var byggt á því sem kom fram í þýskum dómum vegna málsins. Í héraðsdómi er tekið fram að framburðir þessara aðila fyr- ir þýskum dómstólum sé trúverðugur og þótt þeir hafi ekki verið gefnir fyrir dómi hér á landi, séu þýsku dómarnir sönnunargagn í samræmi við ákvæði um frjálst sönnunarmat dómstóla. Þau Símon Sigvaldason og Sigríður Ólafsdóttir sem mynduðu meirihluta héraðsdóms töldu, að teknu tilliti til sönnunargagnanna í heild sinni, að sekt bræðranna væri fullsönnuð. Héraðsdómarinn Guðjón St. Mar- teinsson var á öðru máli og skilaði sératkvæði. Þar segir hann að það sé einsýnt að lögfull sönnun í málinu ná- ist ekki nema með því að framburður þeirra sem báru vitni fyrir þýskum dómstólum verði metinn líkt og meiri- hluti dómsins gerir. „Ég er ósammála þeirri leið og tel hana ófæra,“ segir í sératkvæðinu. Guðjon bendir á að engin gögn liggi fyrir um hvað varð um fíkniefnin hér á landi og enginn kaupandi hafi verið yfirheyrður. Ekkert liggi heldur fyrir um að að ákærðu hafi selt fíkniefnin eins og þeim er gefið að sök í ákær- unni né að þeir hafi haft þau fjárráð á þessum tíma sem gætu styrkt grun- semdir um að þeir stunduðu fíkni- efnasölu. Þá væri ekkert hægt að ráða með vissu af efni þeirra símtala sem voru hljóðrituð af lögreglu. Sam- kvæmt lögum skuli byggja dóma á þeim sönnunargögnum sem lögð eru fyrir dóminn en í þessu tilviki hafi það ekki verið gert, heldur byggi meiri- hlutinn á framburði vitna sem komu fram fyrir þýskum dómstólum. Hann telur mat meirihluta dómsins and- stætt stjórnarskránni og mannrétt- indasáttmála Evrópu. Kolbrún Sævarsdóttir, fulltrúi rík- issaksóknara, sótti málið f.h. ríkissak- sóknara. Jón Egilsson hdl. var til varnar fyrir Davíð Ben og Ólafur Sig- urgeirsson hrl. var verjandi Rúnars Ben. Bræður fá þunga dóma fyrir fíkniefnasmygl Einn dómari af þremur segir leið meirihlutans „ófæra“ ÞAÐ var létt yfir þeim útgerðarfeðgum Hannesi Guð- mundssyni og Gunnari og Sigurði Hannessonum í Sæ- björgu, þegar ný og glæsileg Jónína EA 185 renndi upp að bryggjunni í Grímsey. Jónínunafnið hefur lengi ver- ið á minni bát hjá Sæbjörgu en þetta er móðurnafn Hannesar. Nýja Jónína EA 185 er af gerðinni Gáski 960 og ber 10,5 tonn. Jónína mun verða á línu og færum. Skipstjórar verða til skiptis, þeir bræður Sigurður og Gunnar en með þeim í áhöfn er Þór Vilhjálmsson. Hallgerður Gunnarsdóttir eiginkona Hannesar, sem fagnaði komu nýja skipsins ásamt fjölda Grímseyinga, sagðist trúa því að Jónína tengdamóðir hennar myndi vaka yfir og vernda Jónínu EA 185 í veiðiferðum á Grímseyjarsundi. Hannes Guðmundsson í forgrunni þegar Jónína EA lagði að bryggjunni í Grímsey. Að baki honum eru (frá vinstri) þeir Sigurður og Gunnar Hannessynir ásamt eyjaskeggjum sem komu til að skoða nýja bátinn. Ný og glæsileg „Jónína“ Grímsey. Morgunblaðið. DÓMSMÁLARÁÐUNEYTIÐ hyggst láta kanna sérstaklega hvort setja beri verklagsreglur um kvaðn- ingu réttargæslumanns þegar fórn- arlamb heimilisofbeldis leitar til bráðamóttöku sjúkrahúsa, að því er fram kom í svari Björn Bjarnasonar dómsmálaráðherra við fyrirspurn Kolbrúnar Halldórsdóttur, þing- manns Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs á Alþingi. Kolbrún vék að því í fyrirspurn sinni til dómsmálaráðherra að fyrir rúmu ári hefði skýrsla á vegum eft- irlitsnefndar Sameinuðu þjóðanna leitt í ljós að löggjöf varðandi heim- ilisofeldi þyrfti endurskoðunar við hér á landi og spurði hvernig brugð- ist yrði við því. Ráðherra sagði varð- andi þetta að mikilvægt væri að hafa í huga að ofbeldi væri þegar refsi- verður verknaður og alls ekki víst að sérákvæði um heimilisofbeldi í refsi- löggjöf leysti vandann. Nefndir sem skipaðar voru til að skoða heimilisofbeldi hefðu engar til- lögur lagt fram um sérrefsilöggjöf. Dómsmálaráðherra um fórnarlömb heimilisofbeldis Kannað hvort skipa þurfi réttargæslumann
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.