Morgunblaðið - 07.11.2004, Blaðsíða 68

Morgunblaðið - 07.11.2004, Blaðsíða 68
 !"#$" %& % ' !7*89 :  :+ :, %  %  &  '      (              6 & : 8 7 * 8 9 VARÐSKIP Landhelgisgæsl- unnar, Týr, kom með norska togarann Ingar Iversen í togi inn í Hafnarfjarðarhöfn á níunda tím- anum í gærmorgun en skipið varð vélarvana um 760 sjómílur suð- vestur af Reykjanesi (um 340 sjó- mílur suðsuðaustur undan Hvarfi á Grænlandi) á laugardag. Að sögn Sigurðar Steinars Ket- ilssonar, skipherra á Tý, var varð- skipið statt á Vestfjörðum þegar kall barst um aðstoð. Togarinn óskaði eftir aðstoð á laugardag og var varðskipið komið að skipinu sl. þriðjudag, eftir um 830 sjómílna siglingu sem tók um 64 tíma. Sam- kvæmt upplýsingum frá Landhelg- isgæslunni er þetta með lengri björgunarleiðöngrum Gæslunnar. Höfuðlega brotnaði Rysjótt veður var á þessum slóð- um, vestlægar áttir og allt upp undir 35 hnútar framan af ferðinni en á bakaleiðinni allt upp undir 50 hnútar sem jafngildir u.þ.b. 25 m/s. Um er að ræða eitt erfiðasta haf- svæðið í N-Atlantshafi með tilliti til veðurs og segir Sigurður Stein- ar að menn hafi verið „heppnir“ með veður. Mikill vindur var á köflum en ekki mikill sjógangur. Ferðin til baka með Ingar í togi tók 4 sólarhringa. Sextán eru í áhöfn skipsins og amaði ekkert að skipverjum. Gera á við skipið hér á landi en höf- uðlega í vél þess brotnaði og skemmdi út frá sér. Ingar er rúm- lega 2.500 tonna og 65 metra lang- ur rækjutogari. Skipið hafði nýver- ið landað í Reykjavík og var á leið á Flæmingjagrunn. Að sögn Sig- urðar Steinars er Ingar mjög gott sjóskip og að því leytinu til hafi skipverjar verið „betur settir“ en áhöfnin á Tý að loknum leiðangri. Varðskip sigldi 830 sjómílur eftir vélarvana togara suður af Grænlandi Einn lengsti björgunar- leiðangur Gæslunnar MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 SUNNUDAGUR 7. NÓVEMBER 2004 VERÐ Í LAUSASÖLU 350 KR. MEÐ VSK. Heilsukoddar Heilsunnar vegna MILLIKAFLINN um rússnesku stúlk- urnar í hinu þekkta lagi Bítlanna, Back In the USSR, var svar þeirra við lagi The Beach Boys, Californian Girls. Bæði lögin nutu fádæma vinsælda á sjöunda áratugn- um og gera enn þá eins og fjöldi laga beggja hljómsveita. The Beach Boys eru enn að syngja um stúlkurnar frá Kali- forníu á um 170 tónleikum, sem þeir halda árlega um allan heim. Í viðtali Árna Þórarinssonar við for- sprakka sveitarinnar, Mike Love og Bruce Johnston, í Tímariti Morgunblaðsins í dag, rifja þeir upp atvik og atburði frá fjörutíu ára hljómlistarferli. Hljómsveitin er talin með þremur sögufrægustu og merkileg- ustu hljómsveitum í heimi rokks og dæg- urtónlistar og átti hún marga smelli, sem orðnir eru sígildir; Good Vibrations, Surf- in’ USA, God Only Knows, Help Me Rhonda, Barbara Ann, Kokomo o.fl. Hljómsveitin mun standa á sviðinu í Laugardalshöll 21. nóvember nk. Skin og skúrir í lífi bað- strandapilta  Tímarit The Beach Boys halda um 170 tónleika ár- lega víða um heim. Þeir spila í Höllinni. KÖTLUHLAUP eru stærstu vatnsflóð sem verða á jörðinni nú á tímum, að sögn dr. Helga Björnssonar, jöklafræðings og rann- sóknaprófessors við Raunvísindastofnun Há- skóla Íslands. Er talið að hlaupið sem fylgdi Kötlugosinu 1918 hafi verið allt að því 300 þúsund rúmmetrar á sekúndu og í öðrum gosum jafnvel allt að einni milljón rúmmetra á sekúndu. Mýrdalsjökull er talsvert minni nú en hann var þegar Katla gaus 1918. Helgi segir þó ómögulegt að spá fyrir um stærð jökulhlaups ef Katla gýs á næstu árum. Þótt jökullinn hafi hopað ráði einnig miklu um stærð hlaups hvar gosið brýst upp og hve mikið það verður. Á myndinni er Helgi Björnsson við Aust- mannsbungu á Mýrdalsjökli. Rannsóknir Helga og fleiri vísindamanna staðfestu að undir jöklinum er askja, tvöfalt stærri að flatarmáli en þéttbýli Reykjavíkur./36 Morgunblaðið/RAX Kötluhlaup eru mestu vatnsflóð á jörðinni ELLEFU félagar úr danska mót- orhjólaklúbbnum Hogriders sem stöðvaðir voru í Leifsstöð á föstu- dag voru sendir heim í gærmorg- un. Einn klúbbfélagi fékk að fara inn í landið en sá er Íslendingur. Ekki má vísa íslenskum ríkisborg- ara frá landinu samkvæmt upplýs- ingum sýslufulltrúa. Lögreglan á Keflavíkurflugvelli verður á varðbergi næstu daga gegn frekari heimsóknum mótor- hjólaklúbba til landsins. Íslenski klúbbfélaginn sagði við Morgunblaðið á föstudag að þeir félagar væru komnir hingað í frið- samlegum tilgangi og til að skemmta sér en sýslumaðurinn á Keflavíkurflugvelli sagði hópinn hafa komið til landsins til að vígja íslenska mótorhjólaklúbbinn Hroll inn í samtökin. Talsmaður Hrolls á Íslandi segir það misskilning að Hogrider hafi komið í þessum tilgangi. Meira þurfi til en þetta til að fá innvígslu. Á hinn bóginn sé Hrollur áhang- endaklúbbur Hogriders. Á heimasíðu Hogriders segir að í október 2003 hafi verið samþykkt að taka Hroll inn sem áhangenda- klúbb Hogriders. Hrollur er til húsa á Reykjavíkurvegi í Hafnar- firði og er með heimasíðu eins og margir aðrir mótorhjólaklúbbar innlendir sem erlendir. Ekki er getið um fjölda félaga á síðunni en á heimasíðu Sniglanna segir að fimm félagar séu í Hrolli sem stofnaður hafi verið 2001. Starfar víða á Norðurlöndum Hogriders starfar í Noregi og Svíþjóð auk Danmerkur og er í þarlendum samtökum mótorhjóla- klúbba (Dansk bikerfond) ásamt Vítisenglum, Banditos og fleiri klúbbum. Má þetta finna á Netinu. Hogriders er með bækistöðvar á fjórum stöðum í Danmörku og þremur í Noregi og Svíþjóð. Á Íslandi eru um 20 mótorhjóla- klúbbar og eru Sniglarnir sá lang- fjölmennasti með 1.560 félaga. Næstir eru Vélhjólaíþróttaklúbb- urinn með 200 félaga og Ernir Bif- hjólaklúbbur Suðurnesja með 167 félaga samkvæmt upptalningu á heimasíðu Sniglanna. Miklar umræður spunnust um komu Hogriders og aðgerðir lög- reglu á spjallþráðum Netsins í gær og sýndist sitt hverjum. Ýmist töldu menn aðgerðirnar út í hött þar sem Hogriders væri fráleitt vafasamur félagsskapur hvað þá Hrollur en aðrir guldu varhug við heimsóknum erlendra klúbba. Félagar úr dönskum mótorhjólaklúbbi voru sendir heim í gær Lögregla áfram á varðbergi HEILDARKVÓTI Grímseyinga hefur tvö- faldast milli fiskveiðiára en skýringuna er fyrst og fremst að finna í kvótasetningu dagbáta. Þá hafa útgerðarmenn í Grímsey fjárfest umtalsvert í kvóta og skipakosti undanfarin ár. Grímseyingar hafa nú yfir að ráða 2.289 þorskígildistonnum, eða 0,66% af heildar- kvóta landsmanna. Í tonnum talið hefur kvóti Grímseyinga aukist um nærri 26% milli ára en hlutdeild í heildarafla hefur aukist um helming. Tuttugu og níu bátar eru skráðir með heimahöfn í Grímsey og hver bátur því með 79 tonna kvóta að með- altali. Samkvæmt tölum Hagstofu Íslands eru Grímseyingar 93 talsins og ræður hver eyjarskeggi að meðaltali yfir 25 tonna kvóta./6 Heildarfiskveiðikvóti Grímseyinga vex hratt 25 tonn á hvern íbúa LÖGREGLAN í Reykjavík handtók mann fyrir ölvun við akstur í miðborg Reykjavíkur á áttunda tímanum í gær- morgun en hann hafði ekið á fjóra kyrrstæða bíla áður en hann náðist „þversum á Frakkastígnum“, sam- kvæmt upplýsingum lögreglu. Við nánari eftirgrennslan kom í ljós að maðurinn hafði stolið bílnum sem hann var á. Var hann látinn gista fangageymslur lögreglunnar, grunað- ur um ölvunarakstur. Ölvaður mað- ur skemmdi fjóra bíla ♦♦♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.